„Þau eru að herja á börnin okkar“ Bjarki Sigurðsson skrifar 25. september 2025 21:33 Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir er þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Sigurjón Þingmaður kallar eftir breytingum á lögum um veðmál á erlendum vefsíðum. Óbreytt ástand verði til þess að fleiri lendi í vandræðum með spilafíkn og að ungir karlmenn séu í mestri hættu. Á þingi í dag var sérstök umræða um ólöglega veðmálastarfsemi á Íslandi. Umræðurnar snerust að öllu leyti að erlendum veðmálasíðum, sem mega lögum samkvæmt ekki starfa hér á landi. Samt sem áður er áætlað að Íslendingar veðji fyrir tæpa níu milljarða á ári hverju á þessum síðum. Erlendu fyrirtækin greiða ekki skatt á Íslandi og því fer allur peningurinn úr landi. Þá spila 86 prósent þeirra sem leita sér aðstoðar vegna spilafíknar, á netinu. Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og málshefjandi umræðunnar, segir það þurfa að hafa varann á, sérstaklega þegar ungt fólk er farið sækja síðurnar í auknu mæli. „Fólk hefur áhyggjur af þessu og áttar sig á því að þessu fer vaxandi. Meginmálið er að þessar síður fúnkera þannig að markaðselementið er svo ótrúlega sterkt og þau eru ótrúlega góð í því sem þau gera, en þau eru að herja á börnin okkar,“ segir Sigurþóra. Ósammála um hvað skal gera Þingmenn allra flokka nema Framsóknar létu í sér kveða í umræðunum og voru allir sammála um að það þurfi að bregðast við stöðunni. Þó var lítil samstaða með hvaða aðgerðir á að fara í. Engar breytingar hafa verið gerðar á lögum um fjárhættuspil síðan 2011. „Auðvitað er fólk með örlítið mismunandi áherslur. Við getum farið að leyfa, reyna að skattleggja og slíkt eða farið að banna allt. Ég held að lausnin sé þarna í miðjunni eins og Norðurlöndin hafa gert,“ segir Sigurþóra. Ungir karlmenn viðkvæmari Óbreytt ástand hafi slæm áhrif. „Ég hef áhyggjur af því að þetta vaxi og vaxi. Ungir karlmenn eru langstærsti hópurinn sem lendir í vandræðum með þessa spilun. Bæði því þeir spila meira en aðrir hópar og að það virðist sem svo að þeir séu viðkvæmari fyrir því að lenda í spilavanda,“ segir Sigurþóra. Fjárhættuspil Samfylkingin Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Börn og uppeldi Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira
Á þingi í dag var sérstök umræða um ólöglega veðmálastarfsemi á Íslandi. Umræðurnar snerust að öllu leyti að erlendum veðmálasíðum, sem mega lögum samkvæmt ekki starfa hér á landi. Samt sem áður er áætlað að Íslendingar veðji fyrir tæpa níu milljarða á ári hverju á þessum síðum. Erlendu fyrirtækin greiða ekki skatt á Íslandi og því fer allur peningurinn úr landi. Þá spila 86 prósent þeirra sem leita sér aðstoðar vegna spilafíknar, á netinu. Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og málshefjandi umræðunnar, segir það þurfa að hafa varann á, sérstaklega þegar ungt fólk er farið sækja síðurnar í auknu mæli. „Fólk hefur áhyggjur af þessu og áttar sig á því að þessu fer vaxandi. Meginmálið er að þessar síður fúnkera þannig að markaðselementið er svo ótrúlega sterkt og þau eru ótrúlega góð í því sem þau gera, en þau eru að herja á börnin okkar,“ segir Sigurþóra. Ósammála um hvað skal gera Þingmenn allra flokka nema Framsóknar létu í sér kveða í umræðunum og voru allir sammála um að það þurfi að bregðast við stöðunni. Þó var lítil samstaða með hvaða aðgerðir á að fara í. Engar breytingar hafa verið gerðar á lögum um fjárhættuspil síðan 2011. „Auðvitað er fólk með örlítið mismunandi áherslur. Við getum farið að leyfa, reyna að skattleggja og slíkt eða farið að banna allt. Ég held að lausnin sé þarna í miðjunni eins og Norðurlöndin hafa gert,“ segir Sigurþóra. Ungir karlmenn viðkvæmari Óbreytt ástand hafi slæm áhrif. „Ég hef áhyggjur af því að þetta vaxi og vaxi. Ungir karlmenn eru langstærsti hópurinn sem lendir í vandræðum með þessa spilun. Bæði því þeir spila meira en aðrir hópar og að það virðist sem svo að þeir séu viðkvæmari fyrir því að lenda í spilavanda,“ segir Sigurþóra.
Fjárhættuspil Samfylkingin Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Börn og uppeldi Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira