Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2025 16:53 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. AP/Evgenia Novozhenina Utanríkisráðherra Rússlands segir að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið hafi lýst yfir raunverulegu stríði við Rússland, í gegnum Úkraínu. Á fundi utanríkisráðherra G20 ríkjanna svokölluðu sagði Sergei Lavrov einnig að Vesturlönd bæru ábyrgð á innrás Rússa í Úkraínu. Þá hélt Lavrov því einnig fram, samkvæmt rússnesku fréttaveitunni TASS, að ný-heimsvaldastefna Vesturlanda ýtti undir óróleika í heiminum og átök. Innrás Rússa væri skýrt dæmi um það, þar sem ríki NATO og ESB hefðu í gegnum Úkraínu lýst yfir stríði við Rússland og tækju beinan þátt í því stríði. Lavrov vísaði einnig til hernaðar Ísraela á Gasaströndinni til marks um þessa ný-heimsvaldastefnu. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútin, forseta, hafði áður slegið á svipaða strengi. Hann sagði fyrr í september að augljóst væri að Rússland væri í stríði við NATO. Stuðningur margra ríkja NATO jafngilti því að bandalagið væri í stríði við Rússland. Það sagði hann eftir að Rússar flugu 21 dróna inn í lofthelgi Póllands. Sjá einnig: NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Síðan þá hafa nokkur sambærileg atvik átt sér stað. Rússar flugu herþotum inn í lofthelgi Eistlands og í dag var herþotum og sprengjuflugvélum flogið inn á loftvarnarsvæði Bandaríkjanna yfir Alaska, svo eitthvað sé nefnt. Báðir hafa Lavrov og Peskóv, auk annarra ráðamanna í Rússlandi, kennt Vesturlöndum og NATO um innrás þeirra í Úkraínu og vísa til þess að ekki hafi verið tekið tillit til „grunnástæðna stríðsins“ og öryggiskrafna Rússlands. Þegar ráðamenn í Rússlandi tala um „grunnástæður“ stríðsins eru þeir að vísa til krafna þeirra um að ríkjum Austur-Evrópu verði vísað úr NATO. Deildu um að skjóta niður rússneska dróna og flugvélar Eftir áðurnefnd atvik og önnur þar sem Rússar hafa sent dróna og herþotur inn í lofthelgi ríkja Evrópu hefur umræða átt sér stað innan NATO hvort byrja eigi að skjóta þessi flygildi niður. Þá bæði dróna og flugvélar. Á fundi Norður Atlantshafsráðsins á þriðjudaginn kom til deilna þar sem erindrekar frá nokkrum ríkjum eins og Póllandi og Eistlandi kölluðu eftir því að send yrði út yfirlýsing að ef Rússar héldu áfram að fljúga drónum og/eða flugvélum inn í lofthelgi ríkja NATO yrði þeim mætt með afli. Það er að segja drónarnir eða flugvélarnar yrðu skotnar niður. Sjá einnig: Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Í frétt CNN segir að erindrekar frá ríkjum í Suður-Evrópu og Þýskalandi hafi mótmælt þessu á þeim grundvelli að það gæti haft slæmar afleiðingar. Þá er Alexus Grynkewich, yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu og æðsti yfirmaður herafla NATO, sagður hafa lýst því yfir að líklega hefðu rússnesku flugmennirnir flogið inn í lofthelgi Eistlands í tólf mínútur fyrir mistök. Vísaði hann til reynsluleysis og lítillar þjálfunar rússnesku flugmannanna. Að endingu var ákveðið á fundi Norður Atlantshafsráðsins að fara milliveginn. Samþykkt var yfirlýsing um að aðildarríki NATO myndu fylgja alþjóðasamþykktum og brugðist yrði við frekari atvikum með viðeigandi hætti. Fyrr þann sama dag hafði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þó sagt að honum þætti að ríki Evrópu ættu að skjóta niður rússneskar flugvélar sem væri flogið inn í lofthelgi þeirra. Þegar hann var spurður hvort Bandaríkin myndu standa með bandalagsríkjum sínum í slíku tilfelli sagði Trump svo gott sem „kannski“. Hann sagði að það færi eftir kringumstæðunum. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína NATO Evrópusambandið Donald Trump Vladimír Pútín Hernaður Tengdar fréttir Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Volodymyr Selenskí, forseti Úkraínu, segir að Rússlandsforseti muni auka og breiða út stríðsresktur sinn verði hann ekki stöðvaður. Stríðið væri knúið áfram af nýrri vopnatækni og gervigreind. Alþjóðalög hefðu ekkert gildi án valdamikilla vina og vopna. Þetta kom fram í ávarpi hans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í morgun. 24. september 2025 15:06 Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Ráðamenn í Rússlandi gefa lítið fyrir þau ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að Úkraínumenn geti sigrað Rússa. Rússar muni sigra Úkraínu, af því þeir eigi engra annarra kosta völ og ætla þeir því ekki að hætta hernaði sínum í Úkraínu fyrr en markmiðum þeirra hafi verið náð. 24. september 2025 10:38 Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Tvær þýskar herþotur voru sendar á loft í gær þegar rússnesk eftirlitsvél af gerðinni Ilyushin II-20M flaug yfir Eystrasalt og hunsaði beiðnir um að gera grein fyrir sér. 22. september 2025 06:50 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Sjá meira
Þá hélt Lavrov því einnig fram, samkvæmt rússnesku fréttaveitunni TASS, að ný-heimsvaldastefna Vesturlanda ýtti undir óróleika í heiminum og átök. Innrás Rússa væri skýrt dæmi um það, þar sem ríki NATO og ESB hefðu í gegnum Úkraínu lýst yfir stríði við Rússland og tækju beinan þátt í því stríði. Lavrov vísaði einnig til hernaðar Ísraela á Gasaströndinni til marks um þessa ný-heimsvaldastefnu. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútin, forseta, hafði áður slegið á svipaða strengi. Hann sagði fyrr í september að augljóst væri að Rússland væri í stríði við NATO. Stuðningur margra ríkja NATO jafngilti því að bandalagið væri í stríði við Rússland. Það sagði hann eftir að Rússar flugu 21 dróna inn í lofthelgi Póllands. Sjá einnig: NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Síðan þá hafa nokkur sambærileg atvik átt sér stað. Rússar flugu herþotum inn í lofthelgi Eistlands og í dag var herþotum og sprengjuflugvélum flogið inn á loftvarnarsvæði Bandaríkjanna yfir Alaska, svo eitthvað sé nefnt. Báðir hafa Lavrov og Peskóv, auk annarra ráðamanna í Rússlandi, kennt Vesturlöndum og NATO um innrás þeirra í Úkraínu og vísa til þess að ekki hafi verið tekið tillit til „grunnástæðna stríðsins“ og öryggiskrafna Rússlands. Þegar ráðamenn í Rússlandi tala um „grunnástæður“ stríðsins eru þeir að vísa til krafna þeirra um að ríkjum Austur-Evrópu verði vísað úr NATO. Deildu um að skjóta niður rússneska dróna og flugvélar Eftir áðurnefnd atvik og önnur þar sem Rússar hafa sent dróna og herþotur inn í lofthelgi ríkja Evrópu hefur umræða átt sér stað innan NATO hvort byrja eigi að skjóta þessi flygildi niður. Þá bæði dróna og flugvélar. Á fundi Norður Atlantshafsráðsins á þriðjudaginn kom til deilna þar sem erindrekar frá nokkrum ríkjum eins og Póllandi og Eistlandi kölluðu eftir því að send yrði út yfirlýsing að ef Rússar héldu áfram að fljúga drónum og/eða flugvélum inn í lofthelgi ríkja NATO yrði þeim mætt með afli. Það er að segja drónarnir eða flugvélarnar yrðu skotnar niður. Sjá einnig: Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Í frétt CNN segir að erindrekar frá ríkjum í Suður-Evrópu og Þýskalandi hafi mótmælt þessu á þeim grundvelli að það gæti haft slæmar afleiðingar. Þá er Alexus Grynkewich, yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu og æðsti yfirmaður herafla NATO, sagður hafa lýst því yfir að líklega hefðu rússnesku flugmennirnir flogið inn í lofthelgi Eistlands í tólf mínútur fyrir mistök. Vísaði hann til reynsluleysis og lítillar þjálfunar rússnesku flugmannanna. Að endingu var ákveðið á fundi Norður Atlantshafsráðsins að fara milliveginn. Samþykkt var yfirlýsing um að aðildarríki NATO myndu fylgja alþjóðasamþykktum og brugðist yrði við frekari atvikum með viðeigandi hætti. Fyrr þann sama dag hafði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þó sagt að honum þætti að ríki Evrópu ættu að skjóta niður rússneskar flugvélar sem væri flogið inn í lofthelgi þeirra. Þegar hann var spurður hvort Bandaríkin myndu standa með bandalagsríkjum sínum í slíku tilfelli sagði Trump svo gott sem „kannski“. Hann sagði að það færi eftir kringumstæðunum.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína NATO Evrópusambandið Donald Trump Vladimír Pútín Hernaður Tengdar fréttir Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Volodymyr Selenskí, forseti Úkraínu, segir að Rússlandsforseti muni auka og breiða út stríðsresktur sinn verði hann ekki stöðvaður. Stríðið væri knúið áfram af nýrri vopnatækni og gervigreind. Alþjóðalög hefðu ekkert gildi án valdamikilla vina og vopna. Þetta kom fram í ávarpi hans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í morgun. 24. september 2025 15:06 Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Ráðamenn í Rússlandi gefa lítið fyrir þau ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að Úkraínumenn geti sigrað Rússa. Rússar muni sigra Úkraínu, af því þeir eigi engra annarra kosta völ og ætla þeir því ekki að hætta hernaði sínum í Úkraínu fyrr en markmiðum þeirra hafi verið náð. 24. september 2025 10:38 Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Tvær þýskar herþotur voru sendar á loft í gær þegar rússnesk eftirlitsvél af gerðinni Ilyushin II-20M flaug yfir Eystrasalt og hunsaði beiðnir um að gera grein fyrir sér. 22. september 2025 06:50 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Sjá meira
Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Volodymyr Selenskí, forseti Úkraínu, segir að Rússlandsforseti muni auka og breiða út stríðsresktur sinn verði hann ekki stöðvaður. Stríðið væri knúið áfram af nýrri vopnatækni og gervigreind. Alþjóðalög hefðu ekkert gildi án valdamikilla vina og vopna. Þetta kom fram í ávarpi hans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í morgun. 24. september 2025 15:06
Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Ráðamenn í Rússlandi gefa lítið fyrir þau ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að Úkraínumenn geti sigrað Rússa. Rússar muni sigra Úkraínu, af því þeir eigi engra annarra kosta völ og ætla þeir því ekki að hætta hernaði sínum í Úkraínu fyrr en markmiðum þeirra hafi verið náð. 24. september 2025 10:38
Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Tvær þýskar herþotur voru sendar á loft í gær þegar rússnesk eftirlitsvél af gerðinni Ilyushin II-20M flaug yfir Eystrasalt og hunsaði beiðnir um að gera grein fyrir sér. 22. september 2025 06:50