Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Vésteinn Örn Pétursson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 26. september 2025 11:02 Þeir Matthías Björn Erlingsson, Lúkas Geir Ingvarsson og Stefán Blackburn eru allir ákærðir fyrir manndráp í málinu. Vísir/Anton Brink Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson voru dæmdir í sautján ára fangelsi og Matthías Björn Erlingssyni í fjórtán ára fangelsi fyrir að verða Hjörleifi Hauki Guðmundssyni að bana í Gufunesmálinu svokallaða. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands. Ekkju hins látna voru dæmdar ellefu milljónir króna í bætur og syni hans sex milljónir. Blaðamaður Vísis er viðstaddur dómsuppsöguna og greinir frá því sem fram fer í vaktinni neðst í fréttinni. Þrír voru ákærðir fyrir manndráp í málinu, þeir Stefán Blackburn 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías Björn Erlingsson 19 ára. Þeim er var gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beitt hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Hjörleifur fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir, og lést skömmu síðar. Hér má finna umfjöllun fréttastofunnar um málið. Undir rekstri málsins snerist málflutningur saksóknara og verjenda þremenninganna að miklu leyti um hvort ásetningur þeirra hafi staðið til þess að ráða Hjörleifi bana. Sakborningarnir sögðu ítrekað í skýrslutökum að það hafi aldrei staðið til, og verjendur þeirra lögðu áherslu á þau orð umbjóðenda sinna. Saksóknari í málinu sagði hins vegar að sakborningarnir hefðu fegrað sinn hlut í málinu, og þeim hafi mátt vera fullljóst hvernig færi þegar Hjörleifur var skilinn eftir á gangstíg í Gufunesi um miðja nótt, eftir að hafa verið beittur miklu ofbeldi. Dómari í Héraðsdómi Suðurlands kvað upp dóm upp úr klukkan 11:30. Stefán og Lúkas Geir voru dæmdir í sautján ára fangelsi fyrir manndráp og Matthías Björn fjórtán ára. Tvö önnur voru ákærð í málinu. Tvítug kona var ákærð fyrir hlutdeild í ráni og frelsissviptingu að hafa sett sig í samband við Hjörleif og fengið hann til að yfirgefa heimili sitt og fara í bíl vitandi að til stæði að svipta hann frelsi sínu. Konan var sýknuð í málinu. Þá var átján ára karlmaður ákærður fyrir peningaþvætti fyrir að hafa tekið við greiðslu þriggja milljóna króna inn á bankareikning sinn, en fyrir dómi sagðist hann hann ekki hafa vitað að um illa fengið fé væri að ræða. Ákvörðun refsingar hans var frestað skilorðsbundið til tveggja ára. Fylgst verður með gangi mála í dómsuppsögunni í vaktinni hér að neðan. Ef hún birtist ekki strax er ráð að endurhlaða fréttinni.
Blaðamaður Vísis er viðstaddur dómsuppsöguna og greinir frá því sem fram fer í vaktinni neðst í fréttinni. Þrír voru ákærðir fyrir manndráp í málinu, þeir Stefán Blackburn 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías Björn Erlingsson 19 ára. Þeim er var gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beitt hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Hjörleifur fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir, og lést skömmu síðar. Hér má finna umfjöllun fréttastofunnar um málið. Undir rekstri málsins snerist málflutningur saksóknara og verjenda þremenninganna að miklu leyti um hvort ásetningur þeirra hafi staðið til þess að ráða Hjörleifi bana. Sakborningarnir sögðu ítrekað í skýrslutökum að það hafi aldrei staðið til, og verjendur þeirra lögðu áherslu á þau orð umbjóðenda sinna. Saksóknari í málinu sagði hins vegar að sakborningarnir hefðu fegrað sinn hlut í málinu, og þeim hafi mátt vera fullljóst hvernig færi þegar Hjörleifur var skilinn eftir á gangstíg í Gufunesi um miðja nótt, eftir að hafa verið beittur miklu ofbeldi. Dómari í Héraðsdómi Suðurlands kvað upp dóm upp úr klukkan 11:30. Stefán og Lúkas Geir voru dæmdir í sautján ára fangelsi fyrir manndráp og Matthías Björn fjórtán ára. Tvö önnur voru ákærð í málinu. Tvítug kona var ákærð fyrir hlutdeild í ráni og frelsissviptingu að hafa sett sig í samband við Hjörleif og fengið hann til að yfirgefa heimili sitt og fara í bíl vitandi að til stæði að svipta hann frelsi sínu. Konan var sýknuð í málinu. Þá var átján ára karlmaður ákærður fyrir peningaþvætti fyrir að hafa tekið við greiðslu þriggja milljóna króna inn á bankareikning sinn, en fyrir dómi sagðist hann hann ekki hafa vitað að um illa fengið fé væri að ræða. Ákvörðun refsingar hans var frestað skilorðsbundið til tveggja ára. Fylgst verður með gangi mála í dómsuppsögunni í vaktinni hér að neðan. Ef hún birtist ekki strax er ráð að endurhlaða fréttinni.
Manndráp í Gufunesi Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Ölfus Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira