Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar 25. september 2025 10:02 Ætlum við að byggja miðstýrt skólakerfi þar sem allt nám verður eins alls staðar, eða viljum við viðhalda fjölbreyttu framhaldsskólastigi sem tryggir jafnt gæðamat en gefur líka svigrúm til sérhæfingar og nýsköpunar? Nú stendur til að gera breytingar á framhaldsskólastigi. Hugmyndin er að stofnaðar verða svæðisskrifstofur sem taka yfir stjórnsýslu og rekstur, en jafnframt er rætt um aukið samræmi í námi og áföngum. Markmiðið er ekki endilega að fullu ljóst en leiðin sem valin verður skiptir öllu máli. Í Kastljósi 22. september sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra: „Það er svolítið skrítið, ef þú ert að læra á náttúrufræðibraut á einum stað og náttúrufræðibraut á öðrum stað, að það sé ekki sama náttúrufræðibrautin. Það gengur ekki upp.“ Með þessum orðum kallar ráðherra í raun eftir kerfi þar sem sama braut lítur eins út í öllum skólum. Vandinn við núverandi fyrirkomulag Í dag er kjarni námsbrauta um 70% af heildinni. Það hljómar eins og sterkt samræmi, en í raun er kjarninn ekki samræmdur á milli skóla. Hver skóli hefur haft frelsi til að ákveða hvaða áfangar teljast til kjarna, og því getur „náttúrufræðibraut“ í einum skóla verið með aðrar áherslur og annan undirbúning en í öðrum. Þannig er boðið upp á fjölbreytni og svigrúm sem kann að koma niður á samræmi í námi. Vilji ráðherra virðist vera að samræma allt nám á milli skóla. Það væri mjög miðstýrt kerfi sem gæti þurrkað út sérstöðu skólanna og dregið úr svigrúmi til að þróa eigið námsframboð og hvata kennara til sköpunar. Tillaga að nýju jafnvægi Betra væri að samræma aðeins kjarnann milli stofnana en minnka hlutfall kjarna til að skapa svigrúm fyrir frelsi og sérstöðu. Þannig hefðu allir nemendur sama grunn undir háskólanám – en skólunum veitt svigrúm til að móta bundið val og frjálst val sjálfir. Hlutföllin gætu verið þessi: Kjarni (sameiginlegur á milli allra skóla): 50% Bundið val (áfangar innan brauta): 40% Frjálst val: 10% Í félagsfræði gæti þetta til dæmis þýtt: Á 2. þrepi væri sameiginlegur kjarni, t.d. Inngangur að félagsfræði og Nútímafélagsfræði. Á 3. þrepi væru mismunandi framhaldsáfangar sem teljast bundið val, t.d. Kenningar í félagsfræði eða Afbrotafræði. Að lokum hefði nemandinn 10% frjálst val til að velja áfanga eftir eigin áhuga. Með þessu fyrirkomulagi fengju allir nemendur sama grunn, en skólar hefðu áfram svigrúm til að móta sérhæfingu og áherslur sem endurspegla styrkleika þeirra og þarfir samfélagsins. Nemendur með erlendan bakgrunn Nemendur með erlendan bakgrunn sem eru að ná tökum á íslensku þurfa raunhæfan tímaramma til að fóta sig í náminu. Ef þeir fara beint í hefðbundið þriggja ára nám án viðbótarstuðnings, er hætta á að þeir dragist aftur úr eða hætti námi. Raunsæ lausn væri að bjóða upp á fjögurra ára leið, þar sem fyrsta árið væri t.d. sérsniðið að tungumáli, samfélagsþekkingu og samskiptum. Að loknu slíku aðlögunarári kæmu nemendur inn í almennt nám á sömu forsendum og aðrir. Þannig fengju þeir raunhæfan grunn til að takast á við kjarna, bundið val og frjálst val – með mun sterkari stöðu til að ljúka stúdentsprófi. Slíkt fyrirkomulag myndi bæði draga úr brotthvarfi og auka líkur á að fleiri nemendur með erlendan bakgrunn ljúki námi. Það styrkir ekki aðeins stöðu þeirra heldur samfélagið allt, þar sem fjölbreytni í menntakerfinu verður styrkur þegar allir fá raunhæft tækifæri til að ná árangri. Starfsbrautir Starfsbrautir lúta öðrum lögmálum en almennt bóknám eða verknám. Markmið þeirra er ekki háskólaundirbúningur heldur að undirbúa nemendur undir daglegt líf, samfélagsþátttöku og atvinnu. Þess vegna væri hvorki raunhæft né sanngjarnt að þröngva starfsbrautum inn í samræmt kerfi sem miðast við bóknám. Þar sem nemendahópurinn er fjölbreyttur þurfa starfsbrautir mikið svigrúm til að þróa nám í takt við þarfir nemenda og aðstæður á hverjum stað. Ef starfsbrautir yrðu settar í sama mót og bóknám, myndi það grafa undan tilgangi þeirra – að mæta fjölbreyttum þörfum með sveigjanlegu námi. Skólarnir sjálfir, í samstarfi við kennara, sérfræðinga og atvinnulífið á svæðinu, eru best til þess fallnir að móta slíkt nám. Samræming ætti því aðeins að takmarkast við lágmarksgrunn í læsi, samskiptum og samfélagsþátttöku. Að lokum Samræming getur skapað jafnræði en miðstýring getur skapað einsleitni. Ef við stillum jafnvægið rétt – með samræmdum kjarna en svigrúmi til bundins og frjáls vals – tryggjum við bæði jöfn tækifæri og lifandi framhaldsskólakerfi sem nýtist öllum nemendum: þeim sem stefna í háskóla, þeim sem eiga erfiðara með nám og þeim sem eru að ná tökum á tungumálinu. Höfundur er kennari og stofnandi bókaútgáfu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bogi Ragnarsson Skóla- og menntamál Mest lesið Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ætlum við að byggja miðstýrt skólakerfi þar sem allt nám verður eins alls staðar, eða viljum við viðhalda fjölbreyttu framhaldsskólastigi sem tryggir jafnt gæðamat en gefur líka svigrúm til sérhæfingar og nýsköpunar? Nú stendur til að gera breytingar á framhaldsskólastigi. Hugmyndin er að stofnaðar verða svæðisskrifstofur sem taka yfir stjórnsýslu og rekstur, en jafnframt er rætt um aukið samræmi í námi og áföngum. Markmiðið er ekki endilega að fullu ljóst en leiðin sem valin verður skiptir öllu máli. Í Kastljósi 22. september sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra: „Það er svolítið skrítið, ef þú ert að læra á náttúrufræðibraut á einum stað og náttúrufræðibraut á öðrum stað, að það sé ekki sama náttúrufræðibrautin. Það gengur ekki upp.“ Með þessum orðum kallar ráðherra í raun eftir kerfi þar sem sama braut lítur eins út í öllum skólum. Vandinn við núverandi fyrirkomulag Í dag er kjarni námsbrauta um 70% af heildinni. Það hljómar eins og sterkt samræmi, en í raun er kjarninn ekki samræmdur á milli skóla. Hver skóli hefur haft frelsi til að ákveða hvaða áfangar teljast til kjarna, og því getur „náttúrufræðibraut“ í einum skóla verið með aðrar áherslur og annan undirbúning en í öðrum. Þannig er boðið upp á fjölbreytni og svigrúm sem kann að koma niður á samræmi í námi. Vilji ráðherra virðist vera að samræma allt nám á milli skóla. Það væri mjög miðstýrt kerfi sem gæti þurrkað út sérstöðu skólanna og dregið úr svigrúmi til að þróa eigið námsframboð og hvata kennara til sköpunar. Tillaga að nýju jafnvægi Betra væri að samræma aðeins kjarnann milli stofnana en minnka hlutfall kjarna til að skapa svigrúm fyrir frelsi og sérstöðu. Þannig hefðu allir nemendur sama grunn undir háskólanám – en skólunum veitt svigrúm til að móta bundið val og frjálst val sjálfir. Hlutföllin gætu verið þessi: Kjarni (sameiginlegur á milli allra skóla): 50% Bundið val (áfangar innan brauta): 40% Frjálst val: 10% Í félagsfræði gæti þetta til dæmis þýtt: Á 2. þrepi væri sameiginlegur kjarni, t.d. Inngangur að félagsfræði og Nútímafélagsfræði. Á 3. þrepi væru mismunandi framhaldsáfangar sem teljast bundið val, t.d. Kenningar í félagsfræði eða Afbrotafræði. Að lokum hefði nemandinn 10% frjálst val til að velja áfanga eftir eigin áhuga. Með þessu fyrirkomulagi fengju allir nemendur sama grunn, en skólar hefðu áfram svigrúm til að móta sérhæfingu og áherslur sem endurspegla styrkleika þeirra og þarfir samfélagsins. Nemendur með erlendan bakgrunn Nemendur með erlendan bakgrunn sem eru að ná tökum á íslensku þurfa raunhæfan tímaramma til að fóta sig í náminu. Ef þeir fara beint í hefðbundið þriggja ára nám án viðbótarstuðnings, er hætta á að þeir dragist aftur úr eða hætti námi. Raunsæ lausn væri að bjóða upp á fjögurra ára leið, þar sem fyrsta árið væri t.d. sérsniðið að tungumáli, samfélagsþekkingu og samskiptum. Að loknu slíku aðlögunarári kæmu nemendur inn í almennt nám á sömu forsendum og aðrir. Þannig fengju þeir raunhæfan grunn til að takast á við kjarna, bundið val og frjálst val – með mun sterkari stöðu til að ljúka stúdentsprófi. Slíkt fyrirkomulag myndi bæði draga úr brotthvarfi og auka líkur á að fleiri nemendur með erlendan bakgrunn ljúki námi. Það styrkir ekki aðeins stöðu þeirra heldur samfélagið allt, þar sem fjölbreytni í menntakerfinu verður styrkur þegar allir fá raunhæft tækifæri til að ná árangri. Starfsbrautir Starfsbrautir lúta öðrum lögmálum en almennt bóknám eða verknám. Markmið þeirra er ekki háskólaundirbúningur heldur að undirbúa nemendur undir daglegt líf, samfélagsþátttöku og atvinnu. Þess vegna væri hvorki raunhæft né sanngjarnt að þröngva starfsbrautum inn í samræmt kerfi sem miðast við bóknám. Þar sem nemendahópurinn er fjölbreyttur þurfa starfsbrautir mikið svigrúm til að þróa nám í takt við þarfir nemenda og aðstæður á hverjum stað. Ef starfsbrautir yrðu settar í sama mót og bóknám, myndi það grafa undan tilgangi þeirra – að mæta fjölbreyttum þörfum með sveigjanlegu námi. Skólarnir sjálfir, í samstarfi við kennara, sérfræðinga og atvinnulífið á svæðinu, eru best til þess fallnir að móta slíkt nám. Samræming ætti því aðeins að takmarkast við lágmarksgrunn í læsi, samskiptum og samfélagsþátttöku. Að lokum Samræming getur skapað jafnræði en miðstýring getur skapað einsleitni. Ef við stillum jafnvægið rétt – með samræmdum kjarna en svigrúmi til bundins og frjáls vals – tryggjum við bæði jöfn tækifæri og lifandi framhaldsskólakerfi sem nýtist öllum nemendum: þeim sem stefna í háskóla, þeim sem eiga erfiðara með nám og þeim sem eru að ná tökum á tungumálinu. Höfundur er kennari og stofnandi bókaútgáfu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar