Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. september 2025 07:40 Troels Lund Poulsen, varnarmálaráðherra og Peter Hummelgaard dómsmálaráðherra voru til svara á blaðamannafundi vegna dularfulls drónaflugs við flugvelli í Danmörku. AP/Emil Helms Þótt enn liggi ekki fyrir hver ber ábyrgð á drónaflugi við nokkra flugvelli í Danmörku á mánudaginn og í gærkvöldi er málið skoðað í samhengi við önnur tilfelli víðar í Evrópu að undanförnu þar sem rússnesk loftför hafa rofið lofthelgi NATO ríkja og netárásir sem hafa verið gerðar á stóra flugvelli. Fjölþáttaógnin sé ekki lengur bara ógn heldur árás. Dönsk stjórnvöld heita því að efla viðbragðsgetu og tækjabúnað viðbragðsaðila og hyggjast skýra löggjöf vegna drónavarna og íhuga hvort virkja eigi 4. grein NATO-sáttmálans. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Peter Hummelgaard dómsmálaráðherra Danmerkur og varnarmálaráðherrans Troels Lund Poulsen á blaðamannafundi í morgun en þar voru yfirmaður danska hersins og ríkislögreglustjóri landsins einnig meðal þátttakenda. Fram kom á fundinum að um væri að ræða „fjölþáttaárás“ sem framkvæmd væri af „geranda með getu“ og um hafi verið að ræða „raunverulega aðgerð“. Hins vegar kom fram einnig að ekki væri talið að bein hernaðarleg ógn steðji að landinu. Drónaumferð varð til þess að umferð um flugvöllinn í Álaborg var lokað í gærkvöldi og þá sást til dróna einnig við þrjá aðra flugvelli á Jótlandi í gærkvöldi, þar á meðal sem eru á umráðasvæði hersins. Staðfest tilfelli drónaflugs áttu sér stað við flugvellina í Álaborg, Esbjerg, Sønderborg og Skrydstrup í gærkvöldi og þá olli drónaflug einnig mikilli röskun á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn á mánudagskvöldið. Þótt ekkert hafi verið staðfest ennþá er talið mögulegt að málin tengist með einhverjum hætti, ekki sé um að ræða einhver prakkarastrik eða áhugamannadróna sem almenningur geti keypt í verslun. Allt bendi til þess að um sé að ræða „geranda með getu“ sem hafi það að markmiði að skapa ringulreið, óróa og ótta í samfélaginu, stuðla að óöryggi og jafnvel sundrung í samfélaginu. Þetta kom fram í máli beggja ráðherra og ríkislögreglustjórans á fundinum í morgun. Sjá einnig: Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Ýtrekað var spurt á blaðamannafundinum hvers vegna drónarnir hafi ekki verið skotnir niður og voru svörin á sambærilega leið og í tilfelli drónaflugs í Kaupmannahöfn, það hafi ekki verið talið örugg aðgerð með tilliti til þess viðkvæma svæðis sem drónarnir gætu síðan lent á jörðinni. Þar að auki þurfi alltaf að meta hvaða aðferðum sé hægt að beita til að ná drónum niður úr loftinu. Því hafi sú ákvörðun verið tekin í ljósi aðstæðna að taka drónana ekki niður. Vísir fylgist áfram með framvindu málsins í vaktinni hér að neðan. Ef vaktin birtist ekki strax hér að neðan er ráð að endurhlaða síðuna.
Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Peter Hummelgaard dómsmálaráðherra Danmerkur og varnarmálaráðherrans Troels Lund Poulsen á blaðamannafundi í morgun en þar voru yfirmaður danska hersins og ríkislögreglustjóri landsins einnig meðal þátttakenda. Fram kom á fundinum að um væri að ræða „fjölþáttaárás“ sem framkvæmd væri af „geranda með getu“ og um hafi verið að ræða „raunverulega aðgerð“. Hins vegar kom fram einnig að ekki væri talið að bein hernaðarleg ógn steðji að landinu. Drónaumferð varð til þess að umferð um flugvöllinn í Álaborg var lokað í gærkvöldi og þá sást til dróna einnig við þrjá aðra flugvelli á Jótlandi í gærkvöldi, þar á meðal sem eru á umráðasvæði hersins. Staðfest tilfelli drónaflugs áttu sér stað við flugvellina í Álaborg, Esbjerg, Sønderborg og Skrydstrup í gærkvöldi og þá olli drónaflug einnig mikilli röskun á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn á mánudagskvöldið. Þótt ekkert hafi verið staðfest ennþá er talið mögulegt að málin tengist með einhverjum hætti, ekki sé um að ræða einhver prakkarastrik eða áhugamannadróna sem almenningur geti keypt í verslun. Allt bendi til þess að um sé að ræða „geranda með getu“ sem hafi það að markmiði að skapa ringulreið, óróa og ótta í samfélaginu, stuðla að óöryggi og jafnvel sundrung í samfélaginu. Þetta kom fram í máli beggja ráðherra og ríkislögreglustjórans á fundinum í morgun. Sjá einnig: Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Ýtrekað var spurt á blaðamannafundinum hvers vegna drónarnir hafi ekki verið skotnir niður og voru svörin á sambærilega leið og í tilfelli drónaflugs í Kaupmannahöfn, það hafi ekki verið talið örugg aðgerð með tilliti til þess viðkvæma svæðis sem drónarnir gætu síðan lent á jörðinni. Þar að auki þurfi alltaf að meta hvaða aðferðum sé hægt að beita til að ná drónum niður úr loftinu. Því hafi sú ákvörðun verið tekin í ljósi aðstæðna að taka drónana ekki niður. Vísir fylgist áfram með framvindu málsins í vaktinni hér að neðan. Ef vaktin birtist ekki strax hér að neðan er ráð að endurhlaða síðuna.
Danmörk Öryggis- og varnarmál Fréttir af flugi Hernaður Drónaumferð á dönskum flugvöllum Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira