Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar 25. september 2025 09:02 Á síðustu árum hefur veðmálastarfsemi barna tekið á sig nýja og hættulega mynd. Internetið býður upp á óheftan aðgang að fjölmörgum fjárhættuspilasíðum sem auglýsa sig eins og tölvuleiki, með litríku viðmóti, stigakerfum og bónusum sem margfaldast líkt og í spilum. Þetta er meðvituð aðferð, sérstaklega gerð til þess að toga ungmenni inn í heim veðmála þar sem raunverulegir peningar umbreytast í sýndarmynt sem gerir það auðveldara að gleyma hvað er í húfi. Börn veðja fyrir hundruð milljóna króna Á málþingi íþróttahreyfingarinnar, sem haldið var í vor, kom fram hjá fulltrúa Íslandsbanka að velta á kortum íslenskra barna á veðmálasíðum fimmfaldaðist hjá þeim á milli áranna 2023-2024. Í því ljósi ákvað bankinn að bregðast við með því að loka á viðskipti barna við veðmálasíður og fjárhættuspil. Þetta var einföld en árangursrík aðgerð. Ef bankinn hefði setið aðgerðalaus hjá, mætti gera ráð fyrir því að árið 2025 hefðu börn undir 18 ára verið að stunda veðmál fyrir um 250 milljónir króna hjá þessum eina banka. Að teknu tilliti til markaðshlutdeildar má leiða út að heildarfjárhæðin hefði getað orðið 750–800 milljónir íslenskra króna. Þessar tölur eru sláandi, ekki síst í ljósi þess að rannsóknir sýna að snemmbúin kynni barna af fjárhættuspilum auka verulega líkur á fíkn, þunglyndi og félagslegum vandamálum. Það er hægt að bregðast við Þetta sýnir að þegar viljinn er fyrir hendi er hægt að grípa til raunverulegra aðgerða gegn ólöglegum veðmálum. Það er þvert á það sem margir hafa haldið fram: Að „ekki sé hægt að stöðva ólöglega starfsemi á netinu.“ Dæmið sýnir að með markvissum inngripum er alveg hægt að loka á rásir sem annars væru notaðar af börnum. Auðvitað er þetta aðeins eitt skref. Netið er alþjóðlegt og á hverjum degi spretta upp nýjar síður sem sniðganga reglur. En þetta skref virkaði. Stóra spurningin sem eftir stendur er: Ef hægt er að loka á veðmál barna með tiltölulega einföldum hætti, hvers vegna er þá ekki gripið til samskonar aðgerða gegn ólöglegri veðmála- og fjárhættuspilastarfsemi almennt? Stjórnvöld eiga að framfylgja lögum Fjárhættuspil eru nefnilega ekki bara skaðleg þegar börn eiga í hlut, heldur líka fyrir fullorðið fólk. Það er eitt að geta tekið þátt í getraunaleikjum þar sem takmarkanir eru settar í þágu velferðar þátttakanda. Rannsóknir hafa sýnt að slík verðmál séu ekki ávanabindandi. Aftur á móti er ótakmarkað aðgengi að íþróttaveðmálum og fjárhættuspilum, m.a. í svokölluðum "Online Casino", verulega ávanabindandi. Það er þessi veðmálastarfsemi sem veldur fjölda fólks fjárhagsvanda, kvíða, þunglyndi og fjölskylduerfiðleikum. Um veðmálastarfsemi gilda sérstök lög og reglur á Íslandi. Með þeim var tekin ákvörðun um að takmarka aðgengi og útbreiðslu slíkrar starfsemi og um leið er kveðið á um eftirlit sem slík starfsemi lýtur. Ólöglegar veðmálasíður eru sérlega varasamar þar sem þær lúta engri ábyrgð eða eftirliti eins og gildir um þá aðila sem starfsleyfi hafa hér á landi samkvæmt lögum. Þess vegna er mikilvægt að íslenskum lögum sé fylgt eftir og að lokað verði á allar ólöglegar veðmálasíður á Íslandi, ekki aðeins þær sem beinast að börnum. Sérstaklega er þó mikilvægt þegar börn eiga í hlut að samfélagið bregðist hratt og ákveðið við. Því hvet ég þær fjármálastofnanir sem ekki hafa gripið til framangreindra aðgerða að huga að því strax. Jafnframt ættu stjórnvöld og eftirlitsaðilar að taka höndum saman og framfylgja þeim samfélagssáttmála sem fram kemur í lögum og loka á ólöglega starfsemi. Höfundur er formaður UMFÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Börn og uppeldi Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur veðmálastarfsemi barna tekið á sig nýja og hættulega mynd. Internetið býður upp á óheftan aðgang að fjölmörgum fjárhættuspilasíðum sem auglýsa sig eins og tölvuleiki, með litríku viðmóti, stigakerfum og bónusum sem margfaldast líkt og í spilum. Þetta er meðvituð aðferð, sérstaklega gerð til þess að toga ungmenni inn í heim veðmála þar sem raunverulegir peningar umbreytast í sýndarmynt sem gerir það auðveldara að gleyma hvað er í húfi. Börn veðja fyrir hundruð milljóna króna Á málþingi íþróttahreyfingarinnar, sem haldið var í vor, kom fram hjá fulltrúa Íslandsbanka að velta á kortum íslenskra barna á veðmálasíðum fimmfaldaðist hjá þeim á milli áranna 2023-2024. Í því ljósi ákvað bankinn að bregðast við með því að loka á viðskipti barna við veðmálasíður og fjárhættuspil. Þetta var einföld en árangursrík aðgerð. Ef bankinn hefði setið aðgerðalaus hjá, mætti gera ráð fyrir því að árið 2025 hefðu börn undir 18 ára verið að stunda veðmál fyrir um 250 milljónir króna hjá þessum eina banka. Að teknu tilliti til markaðshlutdeildar má leiða út að heildarfjárhæðin hefði getað orðið 750–800 milljónir íslenskra króna. Þessar tölur eru sláandi, ekki síst í ljósi þess að rannsóknir sýna að snemmbúin kynni barna af fjárhættuspilum auka verulega líkur á fíkn, þunglyndi og félagslegum vandamálum. Það er hægt að bregðast við Þetta sýnir að þegar viljinn er fyrir hendi er hægt að grípa til raunverulegra aðgerða gegn ólöglegum veðmálum. Það er þvert á það sem margir hafa haldið fram: Að „ekki sé hægt að stöðva ólöglega starfsemi á netinu.“ Dæmið sýnir að með markvissum inngripum er alveg hægt að loka á rásir sem annars væru notaðar af börnum. Auðvitað er þetta aðeins eitt skref. Netið er alþjóðlegt og á hverjum degi spretta upp nýjar síður sem sniðganga reglur. En þetta skref virkaði. Stóra spurningin sem eftir stendur er: Ef hægt er að loka á veðmál barna með tiltölulega einföldum hætti, hvers vegna er þá ekki gripið til samskonar aðgerða gegn ólöglegri veðmála- og fjárhættuspilastarfsemi almennt? Stjórnvöld eiga að framfylgja lögum Fjárhættuspil eru nefnilega ekki bara skaðleg þegar börn eiga í hlut, heldur líka fyrir fullorðið fólk. Það er eitt að geta tekið þátt í getraunaleikjum þar sem takmarkanir eru settar í þágu velferðar þátttakanda. Rannsóknir hafa sýnt að slík verðmál séu ekki ávanabindandi. Aftur á móti er ótakmarkað aðgengi að íþróttaveðmálum og fjárhættuspilum, m.a. í svokölluðum "Online Casino", verulega ávanabindandi. Það er þessi veðmálastarfsemi sem veldur fjölda fólks fjárhagsvanda, kvíða, þunglyndi og fjölskylduerfiðleikum. Um veðmálastarfsemi gilda sérstök lög og reglur á Íslandi. Með þeim var tekin ákvörðun um að takmarka aðgengi og útbreiðslu slíkrar starfsemi og um leið er kveðið á um eftirlit sem slík starfsemi lýtur. Ólöglegar veðmálasíður eru sérlega varasamar þar sem þær lúta engri ábyrgð eða eftirliti eins og gildir um þá aðila sem starfsleyfi hafa hér á landi samkvæmt lögum. Þess vegna er mikilvægt að íslenskum lögum sé fylgt eftir og að lokað verði á allar ólöglegar veðmálasíður á Íslandi, ekki aðeins þær sem beinast að börnum. Sérstaklega er þó mikilvægt þegar börn eiga í hlut að samfélagið bregðist hratt og ákveðið við. Því hvet ég þær fjármálastofnanir sem ekki hafa gripið til framangreindra aðgerða að huga að því strax. Jafnframt ættu stjórnvöld og eftirlitsaðilar að taka höndum saman og framfylgja þeim samfélagssáttmála sem fram kemur í lögum og loka á ólöglega starfsemi. Höfundur er formaður UMFÍ.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar