Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir og Valdimar Gylfason skrifa 20. september 2025 16:02 Í dag er íslenskt barnaefni meira en bara afþreying – það er líka menntun og mikilvægt forvarnartæki í samfélagi sem breytist hratt og verður sífellt fjölbreyttara. Í því samhengi ætti íslenskt barnaefni að styrkja sjálfsmynd barna, efla félagsfærni þeirra og auka skilning á fjölbreytileikanum í kringum þau. Samkvæmt UNESCO er læsi víðtæk hæfni sem nær út fyrir lestur og ritun; það felur einnig í sér hæfni til tjáningar, skilnings og samkenndar, að geta sett sig í spor annarra. Þetta er lykilatriði fyrir börn á okkar tímum og kemur skýrt fram í Menntastefnu Íslands til 2030, þar sem jöfn tækifæri, vellíðan og þátttaka allra eru í forgrunni. En endurspeglar íslenskt barnaefni þessi gildi nægilega vel? Nágrannalönd eins og Noregur hafa lengi stutt við fjölbreytileika máls og raddar í barnaefni, þannig að börn heyri sínar eigin mállýskur og finna að þau tilheyra. Þetta styrkir sjálfsmynd þeirra og eykur félagslega vellíðan. Hér á landi er tækifæri til bætingar hvað þetta varðar, þar sem íslenska barnaefnið er oft með tiltölulega einsleitan „staðlaðan“ framburð, sem getur haft þau áhrif að börn með aðra mállýsku eða hreim líði eins og þau tilheyri síður. Íslenska kvikmyndin Birta er gott dæmi um hvernig hægt er að nálgast þessi mál af virðingu og hlýju. Hún gefur börnum rödd og speglar fjölbreytileika án fordóma. Það er mikilvægur þáttur að íslenskt barnaefni sé ekki aðeins menntandi heldur einnig skemmtilegt – með slíku skemmtanagildi aukast líkurnar á að börn kjósi að horfa á það frekar en að eyða tíma sínum á erlendum samfélagsmiðlum og efnisveitum. Þannig hefur til að mynda Krakkaskaup undanfarinna ára náð að vera bæði skemmtilegt og endurtekningarhæft barnaefni sem heldur athygli og vekur áhuga barna um allt land. Til að styrkja íslenska menningu og samfélag teljum við mikilvægt að: - Fleiri mállýskur og fjölbreyttar raddir fái að heyrast í barnaefni. - Fjölbreytileiki samfélagsins birtist á eðlilegan og jákvæðan hátt í barnamenningu. - Barnaefni sé nýtt markvisst sem forvarnartæki sem styrkir læsi, sjálfsmynd og félagsfærni. Ef við viljum efla íslenska tungu, draga úr útilokun og byggja upp sterkt og opið samfélag, þurfum við að hlusta á börnin og láta þau heyra sjálf sig – með öllum þeim mismunandi hreimum og röddum sem gera samfélagið okkar ríkara. Verk eins og Birta og Krakkaskaupið sýna að við höfum þegar upphafspunkt sem við getum byggt á. Með fjölbreyttu, aðgengilegu og áhugaverðu barnaefni gerum við meira en að fylla skjáinn - við fyllum rýmið með röddum sem skipta máli og hafa áhrif á velferð komandi kynslóða. Höfundar eru foreldrar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bíó og sjónvarp Börn og uppeldi Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Í dag er íslenskt barnaefni meira en bara afþreying – það er líka menntun og mikilvægt forvarnartæki í samfélagi sem breytist hratt og verður sífellt fjölbreyttara. Í því samhengi ætti íslenskt barnaefni að styrkja sjálfsmynd barna, efla félagsfærni þeirra og auka skilning á fjölbreytileikanum í kringum þau. Samkvæmt UNESCO er læsi víðtæk hæfni sem nær út fyrir lestur og ritun; það felur einnig í sér hæfni til tjáningar, skilnings og samkenndar, að geta sett sig í spor annarra. Þetta er lykilatriði fyrir börn á okkar tímum og kemur skýrt fram í Menntastefnu Íslands til 2030, þar sem jöfn tækifæri, vellíðan og þátttaka allra eru í forgrunni. En endurspeglar íslenskt barnaefni þessi gildi nægilega vel? Nágrannalönd eins og Noregur hafa lengi stutt við fjölbreytileika máls og raddar í barnaefni, þannig að börn heyri sínar eigin mállýskur og finna að þau tilheyra. Þetta styrkir sjálfsmynd þeirra og eykur félagslega vellíðan. Hér á landi er tækifæri til bætingar hvað þetta varðar, þar sem íslenska barnaefnið er oft með tiltölulega einsleitan „staðlaðan“ framburð, sem getur haft þau áhrif að börn með aðra mállýsku eða hreim líði eins og þau tilheyri síður. Íslenska kvikmyndin Birta er gott dæmi um hvernig hægt er að nálgast þessi mál af virðingu og hlýju. Hún gefur börnum rödd og speglar fjölbreytileika án fordóma. Það er mikilvægur þáttur að íslenskt barnaefni sé ekki aðeins menntandi heldur einnig skemmtilegt – með slíku skemmtanagildi aukast líkurnar á að börn kjósi að horfa á það frekar en að eyða tíma sínum á erlendum samfélagsmiðlum og efnisveitum. Þannig hefur til að mynda Krakkaskaup undanfarinna ára náð að vera bæði skemmtilegt og endurtekningarhæft barnaefni sem heldur athygli og vekur áhuga barna um allt land. Til að styrkja íslenska menningu og samfélag teljum við mikilvægt að: - Fleiri mállýskur og fjölbreyttar raddir fái að heyrast í barnaefni. - Fjölbreytileiki samfélagsins birtist á eðlilegan og jákvæðan hátt í barnamenningu. - Barnaefni sé nýtt markvisst sem forvarnartæki sem styrkir læsi, sjálfsmynd og félagsfærni. Ef við viljum efla íslenska tungu, draga úr útilokun og byggja upp sterkt og opið samfélag, þurfum við að hlusta á börnin og láta þau heyra sjálf sig – með öllum þeim mismunandi hreimum og röddum sem gera samfélagið okkar ríkara. Verk eins og Birta og Krakkaskaupið sýna að við höfum þegar upphafspunkt sem við getum byggt á. Með fjölbreyttu, aðgengilegu og áhugaverðu barnaefni gerum við meira en að fylla skjáinn - við fyllum rýmið með röddum sem skipta máli og hafa áhrif á velferð komandi kynslóða. Höfundar eru foreldrar.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun