Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Árni Sæberg og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 19. september 2025 16:13 Atvik málsins urðu í Hafnarfirði. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fimmtugsaldri er grunaður um kynferðisbrot gegn dreng á miðstigi í grunnskóla, eftir að hafa brotist inn í herbergi hans aðfaranótt sunnudags. Meðal þess sem er til rannsóknar er hvort maðurinn hafi haft samræði við drenginn. Þetta herma heimildir fréttastofu. Greint var frá því í gær að maðurinn hefði verið handtekinn um helgina vegna gruns um að hafa farið inn á heimili fjölskyldu í Hafnarfirði og brotið þar á barni. Héraðsdómur féllst á þriggja daga gæsluvarðhald yfir karlmanninum að kröfu lögreglu. Hann losnaði úr gæsluvarðhaldi í fyrradag og fór lögregla ekki fram á lengra varðhald yfir manninum því hún taldi lagaleg skilyrði ekki uppfyllt. Málið ekki talið upplýst Hildur Sunna Pálmadóttir, sviðsstjóri ákærusviðs hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að þótt ekki hafi verið krafist gæsluvarðhalds líti lögregla málið mjög alvarlegum augum. Rannsókn sé í fullum gangi. Hildur Sunna Pálmadóttur er sviðsstjóri ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Einar Hún segir lögreglu hafa verið búna að tryggja alla þá rannsóknarhagsmuni sem tryggja þurfti og því hafi ekki verið talið að maðurinn gæti spillt rannsókninni yrði honum sleppt úr haldi. Því hafi ekki verið talin ástæða til þess að fara fram á gæsluvarðhald yfir manninum á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Einnig er hægt að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum á grundvelli almannahagsmuna. Hildur Sunna segir að til þess þurfi sterkur grunur að liggja fyrir. Sterkur grunur sé lagalegt hugtak sem feli í sér að mál þurfi að vera upplýst að fullu. Slíkur sterkur grunur hafi ekki verið talinn vera uppi í málinu og því hafi manninum verið sleppt lausum. Vaknaði um miðja nótt við manninn í herberginu Hildur Sunna segist ekki geta tjáð sig nákvæmlega um það hversu gamalt barnið sé né hvers kyns. Um sé að ræða ungt barn sem sé ekki að nálgast fullorðinsaldur. Sem áður segir herma heimildir fréttastofu að barnið sé drengur á miðstigi í grunnskóla. Miðstig nær yfir fjórða til sjöunda bekk grunnskóla. Hún segir að þrátt fyrir að sterkur grunur liggi ekki fyrir í málinu sé uppi rökstuddur grunur um að maðurinn hafi framið kynferðisbrot. Rannsókn málsins sé stutt á veg komin en hafi þegar leitt í ljós að hræðilegir atburðir hafi átt sér stað á heimili drengsins. Heimildir fréttastofu herma að drengurinn hafi vaknað um miðja nótt og maðurinn hafi þá verið kominn inn í herbergi hans og að til rannsóknar sé hvort maðurinn hafi haft við hann samræði. Ekki ástæða til að óttast þótt maðurinn gangi laus Hildur Sunna segir að lokum að lögregla telji málið vera þess eðlis að fólk þurfi ekki að óttast að það endurtaki sig, þrátt fyrir að maðurinn gangi laus. „Fólk ætti ekki að bregðast við að óþörfu vegna þessa máls, bara að halda sínu striki.“ Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Hafnarfjörður Lögreglumál Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Sjá meira
Þetta herma heimildir fréttastofu. Greint var frá því í gær að maðurinn hefði verið handtekinn um helgina vegna gruns um að hafa farið inn á heimili fjölskyldu í Hafnarfirði og brotið þar á barni. Héraðsdómur féllst á þriggja daga gæsluvarðhald yfir karlmanninum að kröfu lögreglu. Hann losnaði úr gæsluvarðhaldi í fyrradag og fór lögregla ekki fram á lengra varðhald yfir manninum því hún taldi lagaleg skilyrði ekki uppfyllt. Málið ekki talið upplýst Hildur Sunna Pálmadóttir, sviðsstjóri ákærusviðs hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að þótt ekki hafi verið krafist gæsluvarðhalds líti lögregla málið mjög alvarlegum augum. Rannsókn sé í fullum gangi. Hildur Sunna Pálmadóttur er sviðsstjóri ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Einar Hún segir lögreglu hafa verið búna að tryggja alla þá rannsóknarhagsmuni sem tryggja þurfti og því hafi ekki verið talið að maðurinn gæti spillt rannsókninni yrði honum sleppt úr haldi. Því hafi ekki verið talin ástæða til þess að fara fram á gæsluvarðhald yfir manninum á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Einnig er hægt að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum á grundvelli almannahagsmuna. Hildur Sunna segir að til þess þurfi sterkur grunur að liggja fyrir. Sterkur grunur sé lagalegt hugtak sem feli í sér að mál þurfi að vera upplýst að fullu. Slíkur sterkur grunur hafi ekki verið talinn vera uppi í málinu og því hafi manninum verið sleppt lausum. Vaknaði um miðja nótt við manninn í herberginu Hildur Sunna segist ekki geta tjáð sig nákvæmlega um það hversu gamalt barnið sé né hvers kyns. Um sé að ræða ungt barn sem sé ekki að nálgast fullorðinsaldur. Sem áður segir herma heimildir fréttastofu að barnið sé drengur á miðstigi í grunnskóla. Miðstig nær yfir fjórða til sjöunda bekk grunnskóla. Hún segir að þrátt fyrir að sterkur grunur liggi ekki fyrir í málinu sé uppi rökstuddur grunur um að maðurinn hafi framið kynferðisbrot. Rannsókn málsins sé stutt á veg komin en hafi þegar leitt í ljós að hræðilegir atburðir hafi átt sér stað á heimili drengsins. Heimildir fréttastofu herma að drengurinn hafi vaknað um miðja nótt og maðurinn hafi þá verið kominn inn í herbergi hans og að til rannsóknar sé hvort maðurinn hafi haft við hann samræði. Ekki ástæða til að óttast þótt maðurinn gangi laus Hildur Sunna segir að lokum að lögregla telji málið vera þess eðlis að fólk þurfi ekki að óttast að það endurtaki sig, þrátt fyrir að maðurinn gangi laus. „Fólk ætti ekki að bregðast við að óþörfu vegna þessa máls, bara að halda sínu striki.“
Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Hafnarfjörður Lögreglumál Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Sjá meira