Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar 18. september 2025 14:32 Nýleg könnun bendir til þess að stór hluti landsmanna telji að grunnkerfum samfélagsins sé ógnað vegna óhefts flæðis innflytjenda hingað til lands. Sér í lagi virðast þessar áhyggjur beinast að umsækjendum um alþjóðlega vernd. Samt sem áður, og þrátt fyrir mikinn fjölda flóttafólks frá Úkraínu eftir innrás Rússa, eru umsækjendur um alþjóðlega vernd aðeins lítið brot þeirra sem hingað hafa flutt á undanförnum árum, búa hér og starfa, greiða skatta og skyldur og taka þannig þátt í að fjármagna þessi sömu grunnkerfi samfélagsins. Margt af þessu fólki starfar jafnframt við að halda þessum grunnkerfum gangandi. Á sama tíma liggur fyrir að mjög reynir á þanþol þessara grunnkerfa. Er orsök þess streymi innflytjenda hingað til lands eða er það annað sem veldur, og þá hvað? Þegar samfélagssáttmálinn rofnar Nú eru rúm fimm ár liðin síðan hafist var handa við að brjóta niður efnahagslíf og samfélag hér og í flestum öðrum löndum heims á grundvelli ofsahræðslu við veirusýkingu. Afleiðingarnar sjáum við nú í veikri stöðu ríkissjóðs, okurvöxtum, versnandi menntun og stórfelldri aukningu á vanlíðan barna og ungmenna. Samfélagssáttmálinn var rofinn, eðlilegt líf fólks var gert að ógn og markvisst var leitast við að útiloka, þagga niður í og jaðarsetja þau sem kusu að láta rök og staðreyndir ráða afstöðu sinni. Það var í þessu ástandi sem félagið Málfrelsi var stofnað. Markmið félagsins þá og ávallt síðan hefur verið að berjast gegn þöggun og vinna að opnum skoðanaskiptum, enda er upplýst og opin umræða grunnforsenda lýðræðis og mannréttinda. Neyðarástand og útilokun Ein helsta ógnin gagnvart lýðræði og mannréttindum er útilokun og jaðarsetning fólks; þegar búinn er til óvinur og leitast við að sameina meginþorra fólks gegn honum. Þessi óvinur getur verið fólk sem lætur staðreyndir ráða þegar ofsahræðsla grípur um sig og ráðist er af offorsi gegn öllum sem efast. Hann getur verið hópur innan samfélagsins, hópur sem er öðruvísi en aðrir, líkt og þegar útrýma átti Gyðingum á sínum tíma í Þýskalandi, múslimum í Bosníu og Tútsum í Rúanda. Þetta geta einnig verið innflytjendur, sér í lagi þeir sem eru á einhvern hátt framandi og auðvelt er að magna upp hræðsluáróður gegn. Opnum umræðuna Þegar óttinn hefur skotið rótum og útilokunin er talin sjálfsögð er neyðarástandið næsta skref. Um leið og neyðarástandi hefur verið lýst yfir falla mannréttindi sjálfkrafa úr gildi, tjáningarfrelsið hverfur, lýðræðið verður marklaust og valdmörk stjórnvalda gilda ekki lengur. Þetta höfum við séð gerast gegnum söguna, aftur og aftur. Á sama tíma liggur fyrir að ekki dugar að horfa framhjá viðhorfum og afstöðu almennings. Tilraunir til þess kunna aldrei góðri lukku að stýra. Upplýst umræða verður því að eiga sér stað. Á fundi Málfrelsis sem haldinn verður í Þjóðminjasafninu kl. 13-15 laugardaginn 20. september spyrjum við einfaldrar spurningar: "Er stjórnleysi á landamærunum að valda neyðarástandi á Íslandi?". Fjórir frummælendur ræða málið frá ólíkum sjónarhornum og að erindum loknum verða pallborðsumræður með fulltrúum allra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi. Höfundur er varaformaður Málfrelsis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Siglaugsson Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Nýleg könnun bendir til þess að stór hluti landsmanna telji að grunnkerfum samfélagsins sé ógnað vegna óhefts flæðis innflytjenda hingað til lands. Sér í lagi virðast þessar áhyggjur beinast að umsækjendum um alþjóðlega vernd. Samt sem áður, og þrátt fyrir mikinn fjölda flóttafólks frá Úkraínu eftir innrás Rússa, eru umsækjendur um alþjóðlega vernd aðeins lítið brot þeirra sem hingað hafa flutt á undanförnum árum, búa hér og starfa, greiða skatta og skyldur og taka þannig þátt í að fjármagna þessi sömu grunnkerfi samfélagsins. Margt af þessu fólki starfar jafnframt við að halda þessum grunnkerfum gangandi. Á sama tíma liggur fyrir að mjög reynir á þanþol þessara grunnkerfa. Er orsök þess streymi innflytjenda hingað til lands eða er það annað sem veldur, og þá hvað? Þegar samfélagssáttmálinn rofnar Nú eru rúm fimm ár liðin síðan hafist var handa við að brjóta niður efnahagslíf og samfélag hér og í flestum öðrum löndum heims á grundvelli ofsahræðslu við veirusýkingu. Afleiðingarnar sjáum við nú í veikri stöðu ríkissjóðs, okurvöxtum, versnandi menntun og stórfelldri aukningu á vanlíðan barna og ungmenna. Samfélagssáttmálinn var rofinn, eðlilegt líf fólks var gert að ógn og markvisst var leitast við að útiloka, þagga niður í og jaðarsetja þau sem kusu að láta rök og staðreyndir ráða afstöðu sinni. Það var í þessu ástandi sem félagið Málfrelsi var stofnað. Markmið félagsins þá og ávallt síðan hefur verið að berjast gegn þöggun og vinna að opnum skoðanaskiptum, enda er upplýst og opin umræða grunnforsenda lýðræðis og mannréttinda. Neyðarástand og útilokun Ein helsta ógnin gagnvart lýðræði og mannréttindum er útilokun og jaðarsetning fólks; þegar búinn er til óvinur og leitast við að sameina meginþorra fólks gegn honum. Þessi óvinur getur verið fólk sem lætur staðreyndir ráða þegar ofsahræðsla grípur um sig og ráðist er af offorsi gegn öllum sem efast. Hann getur verið hópur innan samfélagsins, hópur sem er öðruvísi en aðrir, líkt og þegar útrýma átti Gyðingum á sínum tíma í Þýskalandi, múslimum í Bosníu og Tútsum í Rúanda. Þetta geta einnig verið innflytjendur, sér í lagi þeir sem eru á einhvern hátt framandi og auðvelt er að magna upp hræðsluáróður gegn. Opnum umræðuna Þegar óttinn hefur skotið rótum og útilokunin er talin sjálfsögð er neyðarástandið næsta skref. Um leið og neyðarástandi hefur verið lýst yfir falla mannréttindi sjálfkrafa úr gildi, tjáningarfrelsið hverfur, lýðræðið verður marklaust og valdmörk stjórnvalda gilda ekki lengur. Þetta höfum við séð gerast gegnum söguna, aftur og aftur. Á sama tíma liggur fyrir að ekki dugar að horfa framhjá viðhorfum og afstöðu almennings. Tilraunir til þess kunna aldrei góðri lukku að stýra. Upplýst umræða verður því að eiga sér stað. Á fundi Málfrelsis sem haldinn verður í Þjóðminjasafninu kl. 13-15 laugardaginn 20. september spyrjum við einfaldrar spurningar: "Er stjórnleysi á landamærunum að valda neyðarástandi á Íslandi?". Fjórir frummælendur ræða málið frá ólíkum sjónarhornum og að erindum loknum verða pallborðsumræður með fulltrúum allra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi. Höfundur er varaformaður Málfrelsis.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar