Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar 17. september 2025 14:31 Það er merkilegt að fylgjast með þeirri spennu sem myndast hefur í kringum fyrirhugaða sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst. Ég sat vinnustofu fyrir hönd nemenda þar sem þessi mál voru rædd af alvöru og einlægni. Það sem kom mér mest á óvart var ekki endilega andstaðan sjálf – heldur röksemdirnar (eða skortur á þeim) sem lágu að baki. Í umræðunni heyrðust setningar eins og „ég er stoltur Akureyringur“ og „ég er stoltur HA-ingur“ – sem eru vissulega fallegar yfirlýsingar – en þegar þær eru notaðar sem skjöldur gegn breytingum, án þess að greina hvað raunverulega er í húfi, þá verður samtalið fljótt tilfinningadrifið og íhaldssamt. Það sem virtist valda mestu reiði var ekki sameiningin sjálf, heldur innviðaskortur: skortur á bílastæðum, húsnæði og aðstöðu. Þetta eru raunveruleg vandamál – en þau tengjast ekki beint þeirri hugmynd að sameina tvær menntastofnanir. Við verðum að spyrja: Fyrir hverja er verið að sameina? Og af hverju? Sameining getur skapað tækifæri til að byggja upp öflugri og samkeppnishæfari háskóla – stofnun sem getur boðið fjölbreyttara nám, aukið fjarnám, styrkt rannsóknir og nýsköpun og orðið leiðandi afl í menntamálum á landsbyggðinni. Ef höfuðstöðvar yrðu áfram á Akureyri, væri það ekki niðurlæging heldur uppbygging. En umræðan virðist snúast um nafn og sjálfsmynd – ekki um framtíðarsýn. Það er eðlilegt að óttast breytingar. Þegar heimsmynd okkar er ógnað, grípum við oft til gamalla gilda og siða. En í stað þess að spyrja „hvað missum við?“ ættum við að spyrja „hvað getum við unnið?“ Við þurfum að leiða með fordæmi – ekki fordómum. Við verðum að horfa fram á við. Ekki aftur til fortíðar í leit að svörum. Við byggjum ekki framtíðarmenntakerfi á gömlum gildum fyrir kynslóðir sem eiga að leiða þróun mankyns. Í orðum menntamannsins J. Morris: „Ég geri, þú gerir, við gerum.“ Í heimi sundrungar og ótta þurfum við meira á hvort öðru að halda. Svo ég spyr aftur: Við hvað erum við svona hrædd? Höfundur er stúdent og kennari við Stapaskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Háskólar Borgarbyggð Akureyri Mest lesið Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er merkilegt að fylgjast með þeirri spennu sem myndast hefur í kringum fyrirhugaða sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst. Ég sat vinnustofu fyrir hönd nemenda þar sem þessi mál voru rædd af alvöru og einlægni. Það sem kom mér mest á óvart var ekki endilega andstaðan sjálf – heldur röksemdirnar (eða skortur á þeim) sem lágu að baki. Í umræðunni heyrðust setningar eins og „ég er stoltur Akureyringur“ og „ég er stoltur HA-ingur“ – sem eru vissulega fallegar yfirlýsingar – en þegar þær eru notaðar sem skjöldur gegn breytingum, án þess að greina hvað raunverulega er í húfi, þá verður samtalið fljótt tilfinningadrifið og íhaldssamt. Það sem virtist valda mestu reiði var ekki sameiningin sjálf, heldur innviðaskortur: skortur á bílastæðum, húsnæði og aðstöðu. Þetta eru raunveruleg vandamál – en þau tengjast ekki beint þeirri hugmynd að sameina tvær menntastofnanir. Við verðum að spyrja: Fyrir hverja er verið að sameina? Og af hverju? Sameining getur skapað tækifæri til að byggja upp öflugri og samkeppnishæfari háskóla – stofnun sem getur boðið fjölbreyttara nám, aukið fjarnám, styrkt rannsóknir og nýsköpun og orðið leiðandi afl í menntamálum á landsbyggðinni. Ef höfuðstöðvar yrðu áfram á Akureyri, væri það ekki niðurlæging heldur uppbygging. En umræðan virðist snúast um nafn og sjálfsmynd – ekki um framtíðarsýn. Það er eðlilegt að óttast breytingar. Þegar heimsmynd okkar er ógnað, grípum við oft til gamalla gilda og siða. En í stað þess að spyrja „hvað missum við?“ ættum við að spyrja „hvað getum við unnið?“ Við þurfum að leiða með fordæmi – ekki fordómum. Við verðum að horfa fram á við. Ekki aftur til fortíðar í leit að svörum. Við byggjum ekki framtíðarmenntakerfi á gömlum gildum fyrir kynslóðir sem eiga að leiða þróun mankyns. Í orðum menntamannsins J. Morris: „Ég geri, þú gerir, við gerum.“ Í heimi sundrungar og ótta þurfum við meira á hvort öðru að halda. Svo ég spyr aftur: Við hvað erum við svona hrædd? Höfundur er stúdent og kennari við Stapaskóla.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun