Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Samúel Karl Ólason skrifar 17. september 2025 13:27 Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Skýrsla sem fjallaði um ofbeldisverk fjar-hægri öfgamanna í Bandaríkjunum hefur verið fjarlægð af síðu dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Í skýrslunni kom meðal annars fram að frá 1990 hafa öfgamenn á hægri væng bandarískra stjórnmála framið mun fleiri pólitísk morð en vinstri sinnaðir öfgamenn eða íslamistar. Undanfarna daga hafa hægri menn í Bandaríkjunum ítrekað haldið því fram að það sé vinstrið sem sé mun hættulegra en hægrið, eftir morðið á Charlie Kirk, áhrifamiklum hægri sinnuðum áhrifavaldi, í síðustu viku. Donald Trump, forseti, hefur verið gagnrýndur fyrir mismunandi viðbrögð við ofbeldisverkum, eftir því gegn hverjum og hvaða fylkingum þau beinast. Trump-liðar hafa á undanförnum dögum heitið hefndum og hefur Trump sjálfur hótað því að beita lögum gegn skipulagðri glæpastarfsemi gegn pólitískum andstæðingum sínum. Innan Hvíta hússins er víst unnið að lista yfir vinstri sinnuð samtök og hópa sem eiga að ýta undir ofbeldi. Sjá einnig: Trump-liðar heita hefndum Í skýrslunni, sem birt var í janúar í fyrra og ber titillinn „Það sem gögn NIJ (Greiningarstofnun dómsmálaráðuneytisins) segja okkur um innlenda hryðjuverkastarfsemi“, kemur fram að frá 1990 hafi öfgahægri menn framið minnst 227 ofbeldisverk sem valdið hafi dauða að minnsta kosti 520 manns. Vinstri sinnaðir öfgamenn hafi framið að minnsta kosti 48 ofbeldisverk og banað 78 manns. Það að skýrslan sé nú ekki lengur aðgengileg á síðu ráðuneytisins hefur verið staðfest af fjölmiðlum ytra, eins og AFP fréttaveitunni og 404 Media. Fyrirspurnum um af hverju skýrslan var fjarlægð hefur ekki verið svarað en aðrar skýrslur þar sem vakin er athygli á hættunni frá hægri sinnuðum öfgamönnum eru víst enn aðgengilegar. Þá er vert að benda á að forsetatilskipanir Trumps um að banna það sem kallast DEI, eða fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu hjá alríkisstofnunum, hefur leitt til þess að heilmikið af efni hefur verið fjarlægt af vefsvæðum þeirra á undanförnum mánuðum. Oft er þó sagt að netið gleymi engu og má enn finna skýrsluna á Waybackmachine. Þar segir einnig að sérfræðingar heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna telji að innlend hryðjuverkastarfsemi sé einhver helsta ógnin sem Bandaríkjamenn standi frammi fyrir. Að hlutir tengdir faraldri Covid, málefnum innflytjenda og orðræða um kosningasvindl muni áfram ýta undir og vera notaðir til réttlætingar fyrir ofbeldisverk. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Undanfarna daga hafa hægri menn í Bandaríkjunum ítrekað haldið því fram að það sé vinstrið sem sé mun hættulegra en hægrið, eftir morðið á Charlie Kirk, áhrifamiklum hægri sinnuðum áhrifavaldi, í síðustu viku. Donald Trump, forseti, hefur verið gagnrýndur fyrir mismunandi viðbrögð við ofbeldisverkum, eftir því gegn hverjum og hvaða fylkingum þau beinast. Trump-liðar hafa á undanförnum dögum heitið hefndum og hefur Trump sjálfur hótað því að beita lögum gegn skipulagðri glæpastarfsemi gegn pólitískum andstæðingum sínum. Innan Hvíta hússins er víst unnið að lista yfir vinstri sinnuð samtök og hópa sem eiga að ýta undir ofbeldi. Sjá einnig: Trump-liðar heita hefndum Í skýrslunni, sem birt var í janúar í fyrra og ber titillinn „Það sem gögn NIJ (Greiningarstofnun dómsmálaráðuneytisins) segja okkur um innlenda hryðjuverkastarfsemi“, kemur fram að frá 1990 hafi öfgahægri menn framið minnst 227 ofbeldisverk sem valdið hafi dauða að minnsta kosti 520 manns. Vinstri sinnaðir öfgamenn hafi framið að minnsta kosti 48 ofbeldisverk og banað 78 manns. Það að skýrslan sé nú ekki lengur aðgengileg á síðu ráðuneytisins hefur verið staðfest af fjölmiðlum ytra, eins og AFP fréttaveitunni og 404 Media. Fyrirspurnum um af hverju skýrslan var fjarlægð hefur ekki verið svarað en aðrar skýrslur þar sem vakin er athygli á hættunni frá hægri sinnuðum öfgamönnum eru víst enn aðgengilegar. Þá er vert að benda á að forsetatilskipanir Trumps um að banna það sem kallast DEI, eða fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu hjá alríkisstofnunum, hefur leitt til þess að heilmikið af efni hefur verið fjarlægt af vefsvæðum þeirra á undanförnum mánuðum. Oft er þó sagt að netið gleymi engu og má enn finna skýrsluna á Waybackmachine. Þar segir einnig að sérfræðingar heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna telji að innlend hryðjuverkastarfsemi sé einhver helsta ógnin sem Bandaríkjamenn standi frammi fyrir. Að hlutir tengdir faraldri Covid, málefnum innflytjenda og orðræða um kosningasvindl muni áfram ýta undir og vera notaðir til réttlætingar fyrir ofbeldisverk.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira