Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Árni Sæberg skrifar 15. september 2025 16:47 Guðmundur Ingi vill að Kourani verði náðaður. Vísir Formaður Afstöðu, félags fanga, hvetur dómsmálaráðherra til að náða Mohamad Kourani og senda hann úr landi strax á morgun. Hann hefur afsalað sér alþjóðlegri vernd og því mætti vísa honum úr landi umsvifalaust eftir náðun. Að óbreyttu þarf hann að afplána helming fangelsisdóms síns áður en hægt verður að vísa honum úr landi árið 2028 Vísir greindi frá því í hádeginu að Kourani, sem hlaut átta ára fangelsisrefsingu fyrir rúmu ári, hefði afsalað sér alþjóðlegri vernd og yrði vísað af landi brott þegar hann hefur afplánað helming refsingarinnar. Þannig myndi hann losna við helming refsingarinnar en ekki fá að snúa aftur til Íslands í þrjátíu ár. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir í færslu á Facebook að það að bíða með að vísa Kourani úr landi til ársins 2028 muni kosta íslenskt samfélag um hálfan milljarð króna. Það sé til viðbótar við þær 200 milljónir króna sem þegar hafi verið varið í að vista Kourani í fangelsi, enda fari mikill mannafli í vistun hans. Eigi ekki heima í fangelsi hvort sem er „Til samanburðar er þarna um að ræða helmingi hærri upphæð en sú viðbót sem ríkisstjórnin ákvað nýverið að veita Fangelsismálastofnun til að mæta rekstrarvanda og halda úti fangavarðaskólanum fyrir næsta ár. Hálfur milljarður myndi nægja til að fjármagna starfsemi Afstöðu – réttindafélags í áratug!“ Þá bendir Guðmundur Ingi á að þessir fjármunir gætu farið í forvarnir, stuðning og raunverulegt öryggi fyrir samfélagið í stað þess að verja þeim í að halda einum einstaklingi í fangelsi árum saman, sem hvort sem er verði vísað úr landi og hafi samþykkt endurkomubann. Fyrir utan allt þetta sé Kourani veikur einstaklingur, sem eigi ekki að vera í fangelsi. Forseti getur náðað eftir tillögu ráðherra „Það eru fá rök sem eru fyrir því að íslenskt samfélag beri slíkan kostnað þegar niðurstaðan liggur fyrir, að hann hafi afsalað sér alþjóðlegri vernd. Ég hvet dómsmálaráðherra til að náða Kourani og senda hann úr landi með endurkomubann strax á morgun og nota þá fjármuni sem ella munu fara í vistun hans hér á landi í etthvað gagnlegra, eins og t.d. að styðja við starfsemi Afstöðu,“ segir Guðmundur Ingi. Rétt er að taka fram að náðunarvald er hjá forseta Íslands en ekki dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðuneytið leggur aftur á móti tillögu um náðun fyrir forsetann. Mál Mohamad Kourani Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fangelsismál Dómsmál Tengdar fréttir Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Kourani, um áfrýjun. Því stendur átta ára fangelsisdómur yfir manninum, en hann var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að stinga mann í OK Market í mars á síðasta ári og fjölda annarra brota. 3. apríl 2025 12:29 Átta ára fangelsisvist staðfest Landsréttur hefur staðfest átta ára fangelsisdóm Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Kourani. Hann var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að stinga mann í OK Market í mars í fyrra og fjölda annarra brota. 6. febrúar 2025 15:10 Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Dómsmálaráðherra ætlar að beita sér fyrir því að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem brjóta alvarlega af sér hér á landi. 11. janúar 2025 22:34 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
Vísir greindi frá því í hádeginu að Kourani, sem hlaut átta ára fangelsisrefsingu fyrir rúmu ári, hefði afsalað sér alþjóðlegri vernd og yrði vísað af landi brott þegar hann hefur afplánað helming refsingarinnar. Þannig myndi hann losna við helming refsingarinnar en ekki fá að snúa aftur til Íslands í þrjátíu ár. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir í færslu á Facebook að það að bíða með að vísa Kourani úr landi til ársins 2028 muni kosta íslenskt samfélag um hálfan milljarð króna. Það sé til viðbótar við þær 200 milljónir króna sem þegar hafi verið varið í að vista Kourani í fangelsi, enda fari mikill mannafli í vistun hans. Eigi ekki heima í fangelsi hvort sem er „Til samanburðar er þarna um að ræða helmingi hærri upphæð en sú viðbót sem ríkisstjórnin ákvað nýverið að veita Fangelsismálastofnun til að mæta rekstrarvanda og halda úti fangavarðaskólanum fyrir næsta ár. Hálfur milljarður myndi nægja til að fjármagna starfsemi Afstöðu – réttindafélags í áratug!“ Þá bendir Guðmundur Ingi á að þessir fjármunir gætu farið í forvarnir, stuðning og raunverulegt öryggi fyrir samfélagið í stað þess að verja þeim í að halda einum einstaklingi í fangelsi árum saman, sem hvort sem er verði vísað úr landi og hafi samþykkt endurkomubann. Fyrir utan allt þetta sé Kourani veikur einstaklingur, sem eigi ekki að vera í fangelsi. Forseti getur náðað eftir tillögu ráðherra „Það eru fá rök sem eru fyrir því að íslenskt samfélag beri slíkan kostnað þegar niðurstaðan liggur fyrir, að hann hafi afsalað sér alþjóðlegri vernd. Ég hvet dómsmálaráðherra til að náða Kourani og senda hann úr landi með endurkomubann strax á morgun og nota þá fjármuni sem ella munu fara í vistun hans hér á landi í etthvað gagnlegra, eins og t.d. að styðja við starfsemi Afstöðu,“ segir Guðmundur Ingi. Rétt er að taka fram að náðunarvald er hjá forseta Íslands en ekki dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðuneytið leggur aftur á móti tillögu um náðun fyrir forsetann.
Mál Mohamad Kourani Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fangelsismál Dómsmál Tengdar fréttir Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Kourani, um áfrýjun. Því stendur átta ára fangelsisdómur yfir manninum, en hann var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að stinga mann í OK Market í mars á síðasta ári og fjölda annarra brota. 3. apríl 2025 12:29 Átta ára fangelsisvist staðfest Landsréttur hefur staðfest átta ára fangelsisdóm Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Kourani. Hann var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að stinga mann í OK Market í mars í fyrra og fjölda annarra brota. 6. febrúar 2025 15:10 Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Dómsmálaráðherra ætlar að beita sér fyrir því að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem brjóta alvarlega af sér hér á landi. 11. janúar 2025 22:34 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Kourani, um áfrýjun. Því stendur átta ára fangelsisdómur yfir manninum, en hann var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að stinga mann í OK Market í mars á síðasta ári og fjölda annarra brota. 3. apríl 2025 12:29
Átta ára fangelsisvist staðfest Landsréttur hefur staðfest átta ára fangelsisdóm Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Kourani. Hann var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að stinga mann í OK Market í mars í fyrra og fjölda annarra brota. 6. febrúar 2025 15:10
Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Dómsmálaráðherra ætlar að beita sér fyrir því að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem brjóta alvarlega af sér hér á landi. 11. janúar 2025 22:34