Innlent

Leki út heitavatnslögn á Bú­staða­vegi

Lovísa Arnardóttir skrifar
Mikil gufa er á svæðinu vegna lekans.
Mikil gufa er á svæðinu vegna lekans. Aðsend

Leki er úr heitavatnslögn á Bústaðavegi við bensínstöðina nærri hlíðunum. Á myndum á vettvangi má sjá heita gufu liggja um svæðið vegna vatnsins.

„Það er verið að kanna aðstæður. Það er leki á heitavatnslögn á móti Skógarhlíð. Starfsfólk Veitna er á vettvangi og verður lokað fyrir heita vatnið á meðan aðstæður eru kannaðar,“ segir Rún Ingvarsdóttir upplýsingafulltrúi Veitna í samtali við Vísi.

Gufan stígur langt upp til himins. Aðsend

Hún segir ekki liggja fyrir hversu stórt svæði verður fyrir áhrifum af lokuninni en einhverjir íbúar í Hlíðunum muni finna fyrir þessu.

Hér er hægt að fylgjast með uppfærslu af viðgerðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×