Vill drónavarnir á Íslandi Bjarki Sigurðsson skrifar 14. september 2025 21:00 Arnór Sigurjónsson er sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum. Vísir/Lýður Valberg Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir atburði síðustu daga sýna að íslensk stjórnvöld þurfi að skoða að setja upp drónaloftvarnir. Rússar flugu drónum tvisvar inn fyrir lofthelgi NATO-ríkja í síðustu viku. Aðfaranótt miðvikudags skaut pólski herinn niður rússneska dróna sem yfirvöld segja hafa sveimað inni í pólskri lofthelgi. Boðað var til neyðarfundar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í kjölfarið, að beiðni Pólverja. Á föstudag tilkynnti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins að það hygðist efla varnir sínar í austurhluta Evrópu. Í gærkvöldi var svo greint frá því að Rússar hafi aftur flogið inn í lofthelgi Atlantshafsbandalagsríkis, nú hjá Rúmeníu. Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, segir afar ólíklegt að þetta hafi verið óviljaverk. „Tilgangurinn er að kanna viðbrögð Atlantshafsbandalagsins. Ögra því jafnvel og kanna hversu langt þeir komast. Hvað þeir geta gert,“ segir Arnór. Arnór segir það þurfa að efla loftvarnir. „Það þarf einnig að kanna alvarlega hvort það sé ekki við hæfi að setja upp bannsvæði við flugi meðfram landamærum Úkraínu. Milli Póllands og Úkraínu og Rúmeníu og Úkraínu,“ segir Arnór. Þá þurfi íslensk stjórnvöld að skoða sínar varnir. „Þetta er nýr veruleiki í öllum vörnum landa. Eitthvað sem við þurfum að takast á við. Við þurfum að þróa getu og kunnáttu. Við þurfum að hafa búnað til að takast á við þessa vá. Eina leiðin til þess er, að mínu mati, að koma upp drónaloftvörnum. Sambærilegt því sem sprengjudeild Landhelgisgæslunnar hefur verið að gera við að eyða heimatilbúnum sprengjum. Af hverju komum við ekki upp deild drónavarna, sem hægt er að grípa til ef þörf krefur?“ spyr Arnór. Rússland Öryggis- og varnarmál Rúmenía Pólland NATO Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Aðfaranótt miðvikudags skaut pólski herinn niður rússneska dróna sem yfirvöld segja hafa sveimað inni í pólskri lofthelgi. Boðað var til neyðarfundar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í kjölfarið, að beiðni Pólverja. Á föstudag tilkynnti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins að það hygðist efla varnir sínar í austurhluta Evrópu. Í gærkvöldi var svo greint frá því að Rússar hafi aftur flogið inn í lofthelgi Atlantshafsbandalagsríkis, nú hjá Rúmeníu. Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, segir afar ólíklegt að þetta hafi verið óviljaverk. „Tilgangurinn er að kanna viðbrögð Atlantshafsbandalagsins. Ögra því jafnvel og kanna hversu langt þeir komast. Hvað þeir geta gert,“ segir Arnór. Arnór segir það þurfa að efla loftvarnir. „Það þarf einnig að kanna alvarlega hvort það sé ekki við hæfi að setja upp bannsvæði við flugi meðfram landamærum Úkraínu. Milli Póllands og Úkraínu og Rúmeníu og Úkraínu,“ segir Arnór. Þá þurfi íslensk stjórnvöld að skoða sínar varnir. „Þetta er nýr veruleiki í öllum vörnum landa. Eitthvað sem við þurfum að takast á við. Við þurfum að þróa getu og kunnáttu. Við þurfum að hafa búnað til að takast á við þessa vá. Eina leiðin til þess er, að mínu mati, að koma upp drónaloftvörnum. Sambærilegt því sem sprengjudeild Landhelgisgæslunnar hefur verið að gera við að eyða heimatilbúnum sprengjum. Af hverju komum við ekki upp deild drónavarna, sem hægt er að grípa til ef þörf krefur?“ spyr Arnór.
Rússland Öryggis- og varnarmál Rúmenía Pólland NATO Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira