Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Lovísa Arnardóttir skrifar 15. september 2025 13:04 Tinder-svindlarinn Simon Leviev. Netflix Tinder-svindlarinn Simon Leviev eða Shimon Yehuda Hayut var handtekinn í Batumi í Georgíu í gær við komu til landsins. Leviev er þekktur sem Tinder-svindlarinn en fjallað var um hann í heimildarmynd frá Netflix sem vakti mikla athygli fyrir rúmum þremur árum. Fjallað er um handtöku Leviev á erlendum miðlum. Leviev er 34 ára gamall og er upprunalega frá Bnei Brak í Ísrael. Í frétt NRK segir að Leviev hafi verið handtekinn að beiðni Interpol og er það haft eftir talmanni innanríkisráðuneytis Georgíu, Tato Kuchava. Í frétt Jerusalem Post um handtökuna segir að ekki liggi fyrir hvers vegna hann var handtekinn og er haft eftir lögmanni hans að hvorki Leviev eða lögmanninum hafi verið tjáð hvers vegna hann er í haldi. „Hann hefur verið að ferðast frjáls um heiminn,“ er haft eftir lögmanni hans. Þóttist vera sonur milljarðamærings Heimildarmyndinn The Tinder Swindler segir sögu Cecilie Fjellhøy, Pernilla Sjoholm and Ayleen Charlotte sem allar lentu í klóm Shimon. Hann komst í kynni við þær í gegnum stefnumótaforrotið Tinder og þóttist þar vera sonur demantasalans og milljarðamæringsins Lev Leviev. Simon þóttist þannig vera ríkur og heillaði þær upp úr skónum með ríkulegum lífsstíl sínum, einkaflugvélum, lúxushótelum og dýrum bílum. Þegar leið á sambandið sannfærði hann þær svo um að millifæra á sig háar upphæðir penings. Alls náði hann að svíkja tíu milljónir Bandaríkjadala af konunum. Það samsvarar rúmum 1,2 milljarði íslenskra króna. Fjallað var ítarlega um Leviev í umfjöllun á vef norska miðilsins VG áður en Netflix gerði heimildarmyndina. Fleiri kærur Í frétt Jerusalem Post segir að Leviev hafi einnig verið kærður af fyrrverandi viðskiptafélaga sínum, Iren Tranov, vegna peninga sem hún lánaði honum en hann greiddi ekki til baka. Samkvæmt Tranov lánaði hún honum peninginn í október árið 2022. Þá var einnig lögð fram kæra á hendur honum í mars 2024 af Ephraim og Ruthy Leviev Yelizarov, börnum Lev Leviev, sem segja hann hafa skaðað orðspor þeirra með því að hafa þóst vera bróðir þeirra. Georgía Ísrael Netflix Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir 160 milljónir í verðlaunafé Tryggingafélagið Lloyd´s of London hefur heitið allt að 160 milljónum íslenskra króna í verðlaun þeim sem gefur upplýsingar sem leiða til þess að skartgripum sem var rænt í Cannes fyrr í sumar finnist. 6. ágúst 2013 10:45 Ríkasti Ísraelinn kaupir dýrustu íbúðina í London Ríkasti auðjöfur Ísraels, demantasalinn Lev Leviev, hefur fest kaup á dýrasta íbúðarhúsinu í London. 9. janúar 2008 09:10 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira
Fjallað er um handtöku Leviev á erlendum miðlum. Leviev er 34 ára gamall og er upprunalega frá Bnei Brak í Ísrael. Í frétt NRK segir að Leviev hafi verið handtekinn að beiðni Interpol og er það haft eftir talmanni innanríkisráðuneytis Georgíu, Tato Kuchava. Í frétt Jerusalem Post um handtökuna segir að ekki liggi fyrir hvers vegna hann var handtekinn og er haft eftir lögmanni hans að hvorki Leviev eða lögmanninum hafi verið tjáð hvers vegna hann er í haldi. „Hann hefur verið að ferðast frjáls um heiminn,“ er haft eftir lögmanni hans. Þóttist vera sonur milljarðamærings Heimildarmyndinn The Tinder Swindler segir sögu Cecilie Fjellhøy, Pernilla Sjoholm and Ayleen Charlotte sem allar lentu í klóm Shimon. Hann komst í kynni við þær í gegnum stefnumótaforrotið Tinder og þóttist þar vera sonur demantasalans og milljarðamæringsins Lev Leviev. Simon þóttist þannig vera ríkur og heillaði þær upp úr skónum með ríkulegum lífsstíl sínum, einkaflugvélum, lúxushótelum og dýrum bílum. Þegar leið á sambandið sannfærði hann þær svo um að millifæra á sig háar upphæðir penings. Alls náði hann að svíkja tíu milljónir Bandaríkjadala af konunum. Það samsvarar rúmum 1,2 milljarði íslenskra króna. Fjallað var ítarlega um Leviev í umfjöllun á vef norska miðilsins VG áður en Netflix gerði heimildarmyndina. Fleiri kærur Í frétt Jerusalem Post segir að Leviev hafi einnig verið kærður af fyrrverandi viðskiptafélaga sínum, Iren Tranov, vegna peninga sem hún lánaði honum en hann greiddi ekki til baka. Samkvæmt Tranov lánaði hún honum peninginn í október árið 2022. Þá var einnig lögð fram kæra á hendur honum í mars 2024 af Ephraim og Ruthy Leviev Yelizarov, börnum Lev Leviev, sem segja hann hafa skaðað orðspor þeirra með því að hafa þóst vera bróðir þeirra.
Georgía Ísrael Netflix Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir 160 milljónir í verðlaunafé Tryggingafélagið Lloyd´s of London hefur heitið allt að 160 milljónum íslenskra króna í verðlaun þeim sem gefur upplýsingar sem leiða til þess að skartgripum sem var rænt í Cannes fyrr í sumar finnist. 6. ágúst 2013 10:45 Ríkasti Ísraelinn kaupir dýrustu íbúðina í London Ríkasti auðjöfur Ísraels, demantasalinn Lev Leviev, hefur fest kaup á dýrasta íbúðarhúsinu í London. 9. janúar 2008 09:10 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira
160 milljónir í verðlaunafé Tryggingafélagið Lloyd´s of London hefur heitið allt að 160 milljónum íslenskra króna í verðlaun þeim sem gefur upplýsingar sem leiða til þess að skartgripum sem var rænt í Cannes fyrr í sumar finnist. 6. ágúst 2013 10:45
Ríkasti Ísraelinn kaupir dýrustu íbúðina í London Ríkasti auðjöfur Ísraels, demantasalinn Lev Leviev, hefur fest kaup á dýrasta íbúðarhúsinu í London. 9. janúar 2008 09:10