Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. september 2025 14:16 Jóna Árný Þórðardóttir segir von á nýjum búnaði til landsins í október. E. coli sýkingar í neysluvatni Stöðvarfjarðar ættu brátt að heyra sögunni til en bæjarstjórn hefur fest kaup á sérstöku tæki til hreinsunar vatnsins. Tvær sýkingar í vatnsbólinu hafa komið upp á rúmum mánuði en bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir von á búnaðinum til landsins í næsta mánuði. Greint var frá því í hádegisfréttum í gær að í annað sinn á rúmum mánuði þurfa íbúar Stöðvarfjarðar að sjóða neysluvatn eftir að E Coli sýking kom upp í vatnsbólinu. Íbúi á svæðinu sagðist hafa soðið vatn í rúman mánuð, ekki geta treyst vatninu í bænum auk þess sem hann kvartaði sáran undan lélegri upplýsingagjöf frá sveitarfélaginu. Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir sveitarfélagið hafa nýtt allar mögulegar leiðir til að senda upplýsingar til íbúa. „Við sendum SMS beint í síma sem eru skráðir, frétt á heimasíðu, samfélagsmiðla, dreift á íbúasíðu og tilkynning á okkar svæðisbundnu miðla sem sendu þetta út fyrir okkur um leið. Þannig við nýttum alla farvegi til að koma upplýsingum til íbúa.“ Þegar sýking hafi komið upp í vatnsbólinu í fyrra skiptið hafi sveitarstjórnin þá þegar brugðist við. „Það er búið að taka ákvörðun um það að kaupa svokallað geislunartæki sem er nýtt víða um land í bólum líkt og þessu. Það verður sett upp, það er bara í pöntun og skölun og kemur svo til okkar og verður sett upp og þá á þetta vandamál að vera svo gott sem úr sögunni.“ Vinna hafi staðið yfir undanfarnar vikur við að undirbúa komu tækisins en Jóna segir að búist sé við því til landsins um miðjan október. „Það sem við vorum að gera í ágúst var að staðfesta lagnaleiðir með ýmiskonar þrýstiprófunum og einnig að ræða við fólk sem kom að því á sínum tíma að setja upp þessar lagnir og þannig gátum við staðfest lagnaleiðir og nú er verið að bíða eftir geislatækinu og það verður sett strax upp og þá eigum við að vera með svipaðar ráðstafanir og eru nýttar í fjölmörgum veitum vítt og breitt um landið.“ Fjarðabyggð Heilbrigðiseftirlit Vatn Tengdar fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Niðurstöður Heilbrigðiseftirlits Austurlands staðfesta að kólí og E.coli hafi greinst í neysluvatninu á Stöðvarfirði. Nauðsynlegt er að sjóða allt vatn til neyslu. 11. september 2025 14:52 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Greint var frá því í hádegisfréttum í gær að í annað sinn á rúmum mánuði þurfa íbúar Stöðvarfjarðar að sjóða neysluvatn eftir að E Coli sýking kom upp í vatnsbólinu. Íbúi á svæðinu sagðist hafa soðið vatn í rúman mánuð, ekki geta treyst vatninu í bænum auk þess sem hann kvartaði sáran undan lélegri upplýsingagjöf frá sveitarfélaginu. Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir sveitarfélagið hafa nýtt allar mögulegar leiðir til að senda upplýsingar til íbúa. „Við sendum SMS beint í síma sem eru skráðir, frétt á heimasíðu, samfélagsmiðla, dreift á íbúasíðu og tilkynning á okkar svæðisbundnu miðla sem sendu þetta út fyrir okkur um leið. Þannig við nýttum alla farvegi til að koma upplýsingum til íbúa.“ Þegar sýking hafi komið upp í vatnsbólinu í fyrra skiptið hafi sveitarstjórnin þá þegar brugðist við. „Það er búið að taka ákvörðun um það að kaupa svokallað geislunartæki sem er nýtt víða um land í bólum líkt og þessu. Það verður sett upp, það er bara í pöntun og skölun og kemur svo til okkar og verður sett upp og þá á þetta vandamál að vera svo gott sem úr sögunni.“ Vinna hafi staðið yfir undanfarnar vikur við að undirbúa komu tækisins en Jóna segir að búist sé við því til landsins um miðjan október. „Það sem við vorum að gera í ágúst var að staðfesta lagnaleiðir með ýmiskonar þrýstiprófunum og einnig að ræða við fólk sem kom að því á sínum tíma að setja upp þessar lagnir og þannig gátum við staðfest lagnaleiðir og nú er verið að bíða eftir geislatækinu og það verður sett strax upp og þá eigum við að vera með svipaðar ráðstafanir og eru nýttar í fjölmörgum veitum vítt og breitt um landið.“
Fjarðabyggð Heilbrigðiseftirlit Vatn Tengdar fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Niðurstöður Heilbrigðiseftirlits Austurlands staðfesta að kólí og E.coli hafi greinst í neysluvatninu á Stöðvarfirði. Nauðsynlegt er að sjóða allt vatn til neyslu. 11. september 2025 14:52 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Niðurstöður Heilbrigðiseftirlits Austurlands staðfesta að kólí og E.coli hafi greinst í neysluvatninu á Stöðvarfirði. Nauðsynlegt er að sjóða allt vatn til neyslu. 11. september 2025 14:52