Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. september 2025 15:03 Ásmundur Rúnar Gylfason aðstorðaryfirlögregluþjónn er stöðvarstjóri lögreglustöðvarinnar við hverfisgötu. Vísir/samsett Það hefur verið þónokkuð um húsbrot í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðustu vikur og mánuði og dæmi um að lögregla hafi ítrekað þurft að hafa afskipti af sömu mönnunum sem hafi brotist inn í stigaganga og sameignir fjölbýlishúsa. Mál þeirra einstaklinga eru til rannsóknar hjá lögreglu en ekki er alltaf svo að húsráðendur leggi fram kæru þegar brotist er inn í hýbýli þeirra. Þetta segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstorðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og stöðvarstjóri lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu í samtali við Vísi. „Ég get alveg staðfest það að það hefur verið aðeins um húsbrot síðustu vikur og mánuði,“ segir Ásmundur. Mál einstaklinganna til rannsóknar Í síðustu viku kom fram í fréttum að óprúttnir aðilar hafi gert sig heimakomna á stúdentagarðana í Gamla Garði við Hringbraut frá því í vor sem valdið hefur íbúum miklu ónæði. Námsmönnum sem búa í húsinu finnst öryggi sínu vera ógnað en mennirnir hafa ítrekað stolið mat og drykkjum frá íbúum, haft uppi ógnandi hegðun og trekk í trekk reynt að brjótast inn í húsið. Mál af þessum toga eru ekki aðeins bundin við Gamla garð sögn Ásmundar en fréttastofu hafa jafnframt borist ábendingar um fleiri hús á vegum Stúdentagarða þar sem íbúar hafa orðir varir við innbrot, ónæði og jafnvel að óviðkomandi hafi hreiðrað um sig í sameiginlegum rýmum bygginganna. Í sumum tilfellum er grunur um að sömu menn séu á ferðinni en í öðrum ekki. „Þetta eru bara mál sem við erum með til rannsóknar og eins þessir einstaklingar sem eru í þessum málum. Við erum með mál þeirra líka í heildarskoðun hjá okkur,“ segir Ásmundur. Einskorðast ekki við stúdentagarða og ekki alltaf kært Íbúar á stúdentagörðum sem fréttastofa hefur rætt við lýsa óánægju með meint aðgerðaleysi og að viðkomandi komist upp með að halda viðteknum hætti þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir og aðkomu lögreglu. Ásmundur segir að lögregla bregðist alltaf við og mál þessi sem komið hafa til kasta lögreglu séu til rannsóknar. „Þetta er í vinnslu. Og það þurfa að liggja fyrir kærur frá þeim einstaklingum sem verða fyrir húsbrotinu og það er ekki alltaf þannig í öllum tilfellum að það séu lagðar fram kærur. En lögreglan bregst hins vegar alltaf við þegar og hefur afskipti af þessum aðilum og eftir atvikum hafa þeir verið handteknir og vistaðir í fangageymslu,“ segir Ásmundur. Málin einskorðast ekki heldur við stúdentagarða þótt þeir virðist vinsæll áfangastaður húsbrjótanna. Í fjölmiðlapósti frá lögreglunni þann 28. júlí síðastliðinn sagði til að mynda að lögregla hafi „enn eina ferðina“ vísað tveimur mönnum úr sameign fjölbýlishúss. Þau skipti séu ekki lengur teljandi sem lögregla hafi verið kölluð til vegna umræddra manna. Aðspurður segir Ásmundur að í því tilfelli sé ekki endilega um sama hús að ræða og var í fréttum í síðustu viku. „Það þarf ekki að vera. Því þessir einstaklingar hafa farið inn í mörg hús, eða margar sameignir,“ segir Ásmundur. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Sjá meira
Þetta segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstorðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og stöðvarstjóri lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu í samtali við Vísi. „Ég get alveg staðfest það að það hefur verið aðeins um húsbrot síðustu vikur og mánuði,“ segir Ásmundur. Mál einstaklinganna til rannsóknar Í síðustu viku kom fram í fréttum að óprúttnir aðilar hafi gert sig heimakomna á stúdentagarðana í Gamla Garði við Hringbraut frá því í vor sem valdið hefur íbúum miklu ónæði. Námsmönnum sem búa í húsinu finnst öryggi sínu vera ógnað en mennirnir hafa ítrekað stolið mat og drykkjum frá íbúum, haft uppi ógnandi hegðun og trekk í trekk reynt að brjótast inn í húsið. Mál af þessum toga eru ekki aðeins bundin við Gamla garð sögn Ásmundar en fréttastofu hafa jafnframt borist ábendingar um fleiri hús á vegum Stúdentagarða þar sem íbúar hafa orðir varir við innbrot, ónæði og jafnvel að óviðkomandi hafi hreiðrað um sig í sameiginlegum rýmum bygginganna. Í sumum tilfellum er grunur um að sömu menn séu á ferðinni en í öðrum ekki. „Þetta eru bara mál sem við erum með til rannsóknar og eins þessir einstaklingar sem eru í þessum málum. Við erum með mál þeirra líka í heildarskoðun hjá okkur,“ segir Ásmundur. Einskorðast ekki við stúdentagarða og ekki alltaf kært Íbúar á stúdentagörðum sem fréttastofa hefur rætt við lýsa óánægju með meint aðgerðaleysi og að viðkomandi komist upp með að halda viðteknum hætti þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir og aðkomu lögreglu. Ásmundur segir að lögregla bregðist alltaf við og mál þessi sem komið hafa til kasta lögreglu séu til rannsóknar. „Þetta er í vinnslu. Og það þurfa að liggja fyrir kærur frá þeim einstaklingum sem verða fyrir húsbrotinu og það er ekki alltaf þannig í öllum tilfellum að það séu lagðar fram kærur. En lögreglan bregst hins vegar alltaf við þegar og hefur afskipti af þessum aðilum og eftir atvikum hafa þeir verið handteknir og vistaðir í fangageymslu,“ segir Ásmundur. Málin einskorðast ekki heldur við stúdentagarða þótt þeir virðist vinsæll áfangastaður húsbrjótanna. Í fjölmiðlapósti frá lögreglunni þann 28. júlí síðastliðinn sagði til að mynda að lögregla hafi „enn eina ferðina“ vísað tveimur mönnum úr sameign fjölbýlishúss. Þau skipti séu ekki lengur teljandi sem lögregla hafi verið kölluð til vegna umræddra manna. Aðspurður segir Ásmundur að í því tilfelli sé ekki endilega um sama hús að ræða og var í fréttum í síðustu viku. „Það þarf ekki að vera. Því þessir einstaklingar hafa farið inn í mörg hús, eða margar sameignir,“ segir Ásmundur.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Sjá meira