Innherji

Kæmi „veru­lega á ó­vart“ ef fjár­mögnunin hjá Play væri ekki sú síðasta í langan tíma

Hörður Ægisson skrifar
Einar Örn Ólafsson, forstjóri og einn stærsti hluthafi Play, viðurkennir að „eftir á að hyggja“ megi halda því fram að félagið hefði átt að ráðast fyrr í þær miklu breytingar sem núna er verið að hrinda í framkvæmd á viðskiptalíkani félagsins.
Einar Örn Ólafsson, forstjóri og einn stærsti hluthafi Play, viðurkennir að „eftir á að hyggja“ megi halda því fram að félagið hefði átt að ráðast fyrr í þær miklu breytingar sem núna er verið að hrinda í framkvæmd á viðskiptalíkani félagsins.

Play er ekki að fara draga saman seglin frekar en það sem kynnt hefur verið samhliða umbreytingu á viðskiptalíkani félagsins, að sögn forstjórans, sem telur að „mikill“ afkomubati sé í kortunum og það kæmi honum því „verulega á óvart“ ef nýafstaðin fjármögnun væri ekki sú síðasta í langan tíma. Hann viðurkennir að það hefðu verið margir kostir við að afskrá flugfélagið úr Kauphöllinni, eins og meðal annars færri ástæður til að skrifa fréttir um fyrirtækið oft byggðar á „litlum og jafnvel úreltum“ upplýsingum, en hins vegar var skýr krafa meðal lykilfjárfesta að Play yrði áfram á markaði.


Tengdar fréttir

Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum

„Ég er almennt ekki vanur að svara einhverju svona sem fólk segir um félagið okkar út um bæinn. Maður hefði þá ekki annað að gera. En þetta tal í þessum manni var svo yfirgengilegt að það var nú ekki hjá því komist að bregðast við.“

Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play

Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir forstjóra Play hafa gerst sekan um tilraun til þöggunar á eðlilegri og nauðsynlegri umræðu, þegar hann gagnrýndi formanninn fyrir fullyrðingar um yfirvofandi gjaldþrot Play.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×