Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. september 2025 10:41 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Kristrún Frostadóttir og Inga Sæland kynntu þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þingvetur í morgun. Vísir/Anton Brink Símabann í skólum, breyting á atkvæðavægi og þingsætadreifingu, og „tiltekt í útlendingamálum“ er meðal þess sem ríkisstjórnin boðar á komandi þingvetri. Ríkisstjórnin boðar 157 mál sem hún hyggst leggja fyrir Alþingi á 157. löggjafarþingi 2025-2026 sem hefst í dag. Þingmálaskráin er yfirlit yfir þau þingmál sem ríkisstjórnin hyggst leggja fram á þinginu ásamt áætlun um hvenær málunum verður útbýtt til þingsins. Þingmálaskráin er ákveðið viðmið um við hverju megi búast frá ríkisstjórninni, en ekki er óvanalegt að önnur mál líti dagsins ljós og sjaldgæft er að öll séu þau afgreidd. Jafnan er þingmálaskráin endurskoðuð áður en þing kemur saman aftur að loknu jólafríi. Breytingar lækki launagreiðslur til valdhafa Sex mál eru á lista forsætisráðherra og má þar meðal annars nefna frumvarp um rafrænar undirskriftir æðstu ráðamanna og stofnun nefndahúss í formi ólögbundinnar ráðuneytisstofnunar. Þá verði endurflutt mál um breytingar á stjórnsýslulögum varðandi ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins og þá eru þrjár árlegar skýrslur væntanlegar frá forsætisráðherra. „Við það myndi draga úr hlutverki og launagreiðslum til handhafa forsetavalds. Óháð því stendur til að lækka þær greiðslur út frá því sjónarmiði að líta megi á handhafaskyldurnar sem hluta af almennum embættisskyldum,“ segir meðal annars um boðaðar breytingar forsætisráðherra á stjórnsýslulögum hvað varðar rafrænar undirskriftir. Lagareldi, heimagisting og gjald á ferðamannastöðum Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra boðar fjórtán mál, þar á meðal frumvarp til laga um náttúru- og innviðagjald á ferðamannastaði í eigu ríkisins sem á að koma fram strax í október. Ráðherrann boðar jafnframt hertar reglur um skammtímaleigu í heimagistingu. Lagt er til að hugtakið heimagisting verði endurskilgreint og afmarkað við lögheimili einstaklings og eina aðra fasteign í eigu hans utan þéttbýlis. Þá verði útgefin rekstrarleyfi til starfsemi í íbúðarhúsnæði innan þéttbýlis aðeins bundin til fimm ára í senn auk þess sem lagt er til að sýslumanni verði heimilt að óska eftir upplýsingum frá ríkisskattstjóra í tengslum við eftirlit með einstaka málum vegna skráningarskyldrar heimagistingar. Ný neytendastefna, breytingar á samkeppnislögum og búvörulögum, ný heildarlög um lagareldi og frumvarp till aga um rýni á fjárfestingum erlendra aðila vegna þjóðaröryggis og allsherjarrelgu komast meðal annars einnig á lista Hönnu Katrínar. Nokkur frumvörp um útlendinga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra boðar meðal annars breytingar á kosningalögum sem eiga að hafa það að markmiði að auka jafnræði í atkvæðavægi og þingsætadreifingu. Frumvarp þess efnis hyggst ráðherrann leggja fram í haust en ekki er útlistað nánar hvernig þetta verður útfært. Þá boðar hún nokkur frumvörp sem snúa að útlendingamálum. Þar á meðal má nefna breytingar á lögum um dvalar- og atvinnuleyfi, afturköllun alþjóðlegrar verndar þeirra sem brotið hafa alvarlega af sér, og frumvarp um svokallaða brottfararstöð fyrir vistun útlendinga sem bíða brottvísunar. Hún boðar jafnframt nýja heildarlöggjöf um almannavarnir sem hafi það að markmiði að efla viðbúnað og áfallaþol samfélagsins. Rafrænt eftirlit nálgunarbanns er einnig meðal þess sem kemst á lista svo fátt eitt sé nefnt. Hámarkslengd atvinnuleyfisbóta stytt Breytingar á jafnlaunakerfinu svokallaða eru jafnframt boðaðar sem eiga að draga úr kostnaði fyrirtækja og stofnanna við framkvæmd jafnlaunakerfisins. Alls boðar ráðherrann átján mál á vetrar- og vorþingi. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hyggst leggja sextán mál fyrir þingið, þar á meðal breytingar á lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk, hlutdeildarlán og lögum um almannatryggingar hvað lýtur að launavísitölu líkt og hún hefur áður boðað. Inga Sæland kveðst spennt fyrir komandi þingvetri.Vísir/Anton Brink Hún leggur einnig til hækkun á frítekjumarki ellilífeyris þannig að frítekjumarkið hækki í áföngum á næstu fjórum árum og verði 60.000 krónur á mánuði. Breytt fyrirkomulag greiðslna vegna foreldra- og fæðingarorlofs er einnig á dagskrá og þá hyggst hún stytta þann tíma sem fólk á rétt á atvinnuleysistryggingu auk annarra breytinga. Að vanda er fjárlagafrumvarpið það umfangsmesta á dagskrá fjármálaráðherra, en hann boðar einnig breytingar á lögum um tekjuskatt, kílómetragjald og tollalögum svo fátt eitt sé nefnt. Athygli vekur einnig frumvarp til laga um svokallaðan uppbótarskatt á skattstofna innan samstæðna sem sæta lægri skatti en lágmarksskatti. Þetta felur í sér innleiðingu samræmdra reglna um 15% lágmarksskatt fjölþjóðlegra fyrirtækja. Þetta er aðeins brot af því sem Daði Már hyggst leggja fyrir þingið en hann er með hvorki meira en 24 mál á sínum lista. Snjallsímareglur og takmörkun Rúv á auglýsingamarkaði Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar-, og háskólaráðherra, boðar meðal annars frumvarp um menningarframlag streymisveitna sem verður í formi skatts. Stofnun gervigreindarmiðstöðvar er einnig á blaði hjá Loga og frumvarp um sameiningu þriggja safna líkt og þegar hefur verið boðað en hann hyggst einnig takmarka heimildir Rúv til birtinga á auglýsingum. Alma Möller heilbrigðisráðherra boðar meðal annars lög um tóbaksvarnir, rafrettur og nikótínvörur, þar sem lagt er meðal annars til að gerðar verði breytingar á eftirliti og að „sambærilegt gjald“ verði lagt á tóbaksvörur og tóbakslíkar vörur á borð við nikótínpúða. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra leggur fram samgönguáætlun líkt og við var að búast og endurflytur frumvarp um breytingar á lögum um leigubíla. Stofnun innviðafélags er einnig meðal helstu mála á lista ráðherrans, en því er ætlað að sjá um fjármögnun stærri samgönguframkvæmda. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, boðar meðal annars nýja heildarlöggjöf um barnavernd og endurflytur frumvarp um námsgögn auk þess sem hann boðar breytingar á lögum um framhaldsskóla og grunnskóla. Markmið frumvarpsins um breytingar á lögum um grunnskóla er „að styrkja heimildir mennta- og barnamálaráðherra til að samræma reglur um notkun snjalltækja í grunnskólum.“ Fram kom í máli Ingu Sæland á blaðamannafundi um þetta að ríkisstjórnin hyggist innleiða „símabann“ í skólum. Þorgerður Katrín ætlar meðal annars að reyna að ná bókun 35 í gegnum þingið. Það hefur ekki gengið enn sem komið er, ekki heldur í tíð fyrri ríkisstjórnar.Vísir/Anton Brink Bókun 35 endurflutt, aftur Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra, boðar meðal annars heildarendurskoðun á lögum um loftslagsmál og fjölmörg mál er snúa að raforkulögum, orkunýtingu, virkjana og verndarmálum, sum ný og önnur endurflutt. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra mun endurflytja bókun 35, enn og aftur, strax núna í september og þá er viðbúið að ný varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland líti dagsins ljós í þessum mánuði. Mörg af málum á lista utanríkisráðherra eru innleiðingar á EES-reglugerðum auk árlegra skýrslna sem varða hin ýmsu utanríkis- og alþjóðamál. Að neðan má sjá blaðamannafund formanna ríkisstjórnarflokkanna í morgun þar sem farið var yfir mál vetrarins. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Alþingi Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Sjá meira
Þingmálaskráin er yfirlit yfir þau þingmál sem ríkisstjórnin hyggst leggja fram á þinginu ásamt áætlun um hvenær málunum verður útbýtt til þingsins. Þingmálaskráin er ákveðið viðmið um við hverju megi búast frá ríkisstjórninni, en ekki er óvanalegt að önnur mál líti dagsins ljós og sjaldgæft er að öll séu þau afgreidd. Jafnan er þingmálaskráin endurskoðuð áður en þing kemur saman aftur að loknu jólafríi. Breytingar lækki launagreiðslur til valdhafa Sex mál eru á lista forsætisráðherra og má þar meðal annars nefna frumvarp um rafrænar undirskriftir æðstu ráðamanna og stofnun nefndahúss í formi ólögbundinnar ráðuneytisstofnunar. Þá verði endurflutt mál um breytingar á stjórnsýslulögum varðandi ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins og þá eru þrjár árlegar skýrslur væntanlegar frá forsætisráðherra. „Við það myndi draga úr hlutverki og launagreiðslum til handhafa forsetavalds. Óháð því stendur til að lækka þær greiðslur út frá því sjónarmiði að líta megi á handhafaskyldurnar sem hluta af almennum embættisskyldum,“ segir meðal annars um boðaðar breytingar forsætisráðherra á stjórnsýslulögum hvað varðar rafrænar undirskriftir. Lagareldi, heimagisting og gjald á ferðamannastöðum Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra boðar fjórtán mál, þar á meðal frumvarp til laga um náttúru- og innviðagjald á ferðamannastaði í eigu ríkisins sem á að koma fram strax í október. Ráðherrann boðar jafnframt hertar reglur um skammtímaleigu í heimagistingu. Lagt er til að hugtakið heimagisting verði endurskilgreint og afmarkað við lögheimili einstaklings og eina aðra fasteign í eigu hans utan þéttbýlis. Þá verði útgefin rekstrarleyfi til starfsemi í íbúðarhúsnæði innan þéttbýlis aðeins bundin til fimm ára í senn auk þess sem lagt er til að sýslumanni verði heimilt að óska eftir upplýsingum frá ríkisskattstjóra í tengslum við eftirlit með einstaka málum vegna skráningarskyldrar heimagistingar. Ný neytendastefna, breytingar á samkeppnislögum og búvörulögum, ný heildarlög um lagareldi og frumvarp till aga um rýni á fjárfestingum erlendra aðila vegna þjóðaröryggis og allsherjarrelgu komast meðal annars einnig á lista Hönnu Katrínar. Nokkur frumvörp um útlendinga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra boðar meðal annars breytingar á kosningalögum sem eiga að hafa það að markmiði að auka jafnræði í atkvæðavægi og þingsætadreifingu. Frumvarp þess efnis hyggst ráðherrann leggja fram í haust en ekki er útlistað nánar hvernig þetta verður útfært. Þá boðar hún nokkur frumvörp sem snúa að útlendingamálum. Þar á meðal má nefna breytingar á lögum um dvalar- og atvinnuleyfi, afturköllun alþjóðlegrar verndar þeirra sem brotið hafa alvarlega af sér, og frumvarp um svokallaða brottfararstöð fyrir vistun útlendinga sem bíða brottvísunar. Hún boðar jafnframt nýja heildarlöggjöf um almannavarnir sem hafi það að markmiði að efla viðbúnað og áfallaþol samfélagsins. Rafrænt eftirlit nálgunarbanns er einnig meðal þess sem kemst á lista svo fátt eitt sé nefnt. Hámarkslengd atvinnuleyfisbóta stytt Breytingar á jafnlaunakerfinu svokallaða eru jafnframt boðaðar sem eiga að draga úr kostnaði fyrirtækja og stofnanna við framkvæmd jafnlaunakerfisins. Alls boðar ráðherrann átján mál á vetrar- og vorþingi. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hyggst leggja sextán mál fyrir þingið, þar á meðal breytingar á lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk, hlutdeildarlán og lögum um almannatryggingar hvað lýtur að launavísitölu líkt og hún hefur áður boðað. Inga Sæland kveðst spennt fyrir komandi þingvetri.Vísir/Anton Brink Hún leggur einnig til hækkun á frítekjumarki ellilífeyris þannig að frítekjumarkið hækki í áföngum á næstu fjórum árum og verði 60.000 krónur á mánuði. Breytt fyrirkomulag greiðslna vegna foreldra- og fæðingarorlofs er einnig á dagskrá og þá hyggst hún stytta þann tíma sem fólk á rétt á atvinnuleysistryggingu auk annarra breytinga. Að vanda er fjárlagafrumvarpið það umfangsmesta á dagskrá fjármálaráðherra, en hann boðar einnig breytingar á lögum um tekjuskatt, kílómetragjald og tollalögum svo fátt eitt sé nefnt. Athygli vekur einnig frumvarp til laga um svokallaðan uppbótarskatt á skattstofna innan samstæðna sem sæta lægri skatti en lágmarksskatti. Þetta felur í sér innleiðingu samræmdra reglna um 15% lágmarksskatt fjölþjóðlegra fyrirtækja. Þetta er aðeins brot af því sem Daði Már hyggst leggja fyrir þingið en hann er með hvorki meira en 24 mál á sínum lista. Snjallsímareglur og takmörkun Rúv á auglýsingamarkaði Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar-, og háskólaráðherra, boðar meðal annars frumvarp um menningarframlag streymisveitna sem verður í formi skatts. Stofnun gervigreindarmiðstöðvar er einnig á blaði hjá Loga og frumvarp um sameiningu þriggja safna líkt og þegar hefur verið boðað en hann hyggst einnig takmarka heimildir Rúv til birtinga á auglýsingum. Alma Möller heilbrigðisráðherra boðar meðal annars lög um tóbaksvarnir, rafrettur og nikótínvörur, þar sem lagt er meðal annars til að gerðar verði breytingar á eftirliti og að „sambærilegt gjald“ verði lagt á tóbaksvörur og tóbakslíkar vörur á borð við nikótínpúða. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra leggur fram samgönguáætlun líkt og við var að búast og endurflytur frumvarp um breytingar á lögum um leigubíla. Stofnun innviðafélags er einnig meðal helstu mála á lista ráðherrans, en því er ætlað að sjá um fjármögnun stærri samgönguframkvæmda. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, boðar meðal annars nýja heildarlöggjöf um barnavernd og endurflytur frumvarp um námsgögn auk þess sem hann boðar breytingar á lögum um framhaldsskóla og grunnskóla. Markmið frumvarpsins um breytingar á lögum um grunnskóla er „að styrkja heimildir mennta- og barnamálaráðherra til að samræma reglur um notkun snjalltækja í grunnskólum.“ Fram kom í máli Ingu Sæland á blaðamannafundi um þetta að ríkisstjórnin hyggist innleiða „símabann“ í skólum. Þorgerður Katrín ætlar meðal annars að reyna að ná bókun 35 í gegnum þingið. Það hefur ekki gengið enn sem komið er, ekki heldur í tíð fyrri ríkisstjórnar.Vísir/Anton Brink Bókun 35 endurflutt, aftur Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra, boðar meðal annars heildarendurskoðun á lögum um loftslagsmál og fjölmörg mál er snúa að raforkulögum, orkunýtingu, virkjana og verndarmálum, sum ný og önnur endurflutt. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra mun endurflytja bókun 35, enn og aftur, strax núna í september og þá er viðbúið að ný varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland líti dagsins ljós í þessum mánuði. Mörg af málum á lista utanríkisráðherra eru innleiðingar á EES-reglugerðum auk árlegra skýrslna sem varða hin ýmsu utanríkis- og alþjóðamál. Að neðan má sjá blaðamannafund formanna ríkisstjórnarflokkanna í morgun þar sem farið var yfir mál vetrarins.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Alþingi Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Sjá meira