Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 9. september 2025 08:32 Í dag kemur Alþingi saman þegar 157. löggjafarþing verður sett. Verkefnin verða víst ærin fyrir okkur þingmenn, svo mikið er víst af lestri fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar sem boðar m.a. miklar skattahækkanir. Á Alþingi sitja 63 kjörnir fulltrúar almennings sem fara með löggjafarvaldið ásamt forseta Íslands. Alþingi fer einnig með fjárveitingavaldið og ríkisstjórnin, ráðherrarnir, sitja í skjóli meirihluta Alþingis. Auk þess gegna alþingismenn mikilvægu eftirlitshlutverki gagnvart framkvæmdarvaldinu, m.a. ráðherrum. Hvert er hlutverk stjórnarandstæðinga? Einhverjir virðast standa í þeirri trú að þingmenn sem hafa ekki aðkomu að ríkisstjórn, og eru í stjórnarandstöðu, hafi litlu hlutverki að gegna á Alþingi. Þeir eigi einna helst að láta lítið fyrir sér fara og þvælast ekki fyrir þingmálum meirihlutans. Þegar kjósendur velja sér flokka í alþingiskosningum, og þar með fulltrúa á Alþingi, geta þeir ekki vitað hvort atkvæðið þeirra endar hjá stjórnarliðum eða stjórnarandstæðingum (eða jafnvel flokkum utan þings). Alþingismenn eru samkvæmt stjórnarskrá aðeins bundnir við eigin sannfæringu, en þeir þurfa sannarlega að standa skil á gjörðum sínum þegar kosið er á ný. Vert er að hafa í huga að í síðustu kosningum hlaut: - Samfylkingin sem fer fyrir ríkisstjórninni 20,8% stuðning - Sjálfstæðisflokkur19,4% stuðning - Flokkarnir þrír sem mynda ríkisstjórn 50,4% stuðning 49,6% þjóðarinnar kaus ekki ríkisstjórnarflokkana Með öðrum orðum kaus 49,6% þjóðarinnar annað en stjórnarflokkana til gæta hagsmuna og sjónarmiða sinna á Alþingi. Mikilvægt er að þingmenn ræki framangreint hlutverk sitt, hvort sem er í stjórn eða stjórnarandstöðu. Til þess hafa þeir verið kjörnir – þannig virkar lýðræðið. Við höfum dæmi frá svokölluðum lýðræðisríkjum um allan heim þar sem stjórnarandstaðan „þvælist ekki fyrir“. Við berum okkur alla jafna ekki saman við þau ríki og lítum ekki til þeirra um okkar hagi. Nærtækasta dæmið er e.t.v. nýleg þróun í Ungverjalandi þar sem stjórnarandstaðan hefur kerfisbundið verið veikt af valdhöfum. Alþingi er ekki lagasetningarverksmiðja Alþingi er vettvangur frjálsrar umræðu þar sem kjörnir fulltrúar gæta hagsmuna kjósenda sinna, vonandi af ástríðu og heilindum. Alþingi er ekki lagasetningarverksmiðja þar sem afköstin eru mæld í hraða og fjölda, og þingmenn eru ekki stimpilpúðar. Umræðan getur vissulega verið óþægileg og tímafrek fyrir valdhafa, en hún er nauðsynleg í lýðræðissamfélagi. Og það er sannarlega ástæða til að setja spurningamerki við ásetning valdhafa sem afskrifa hlutverk stjórnarandstöðu. Ég hlakka til þingstarfanna og bendi lesendum enn á ný að hafa samband við mig með ábendingar á dilja.mist@althingi.is. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag kemur Alþingi saman þegar 157. löggjafarþing verður sett. Verkefnin verða víst ærin fyrir okkur þingmenn, svo mikið er víst af lestri fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar sem boðar m.a. miklar skattahækkanir. Á Alþingi sitja 63 kjörnir fulltrúar almennings sem fara með löggjafarvaldið ásamt forseta Íslands. Alþingi fer einnig með fjárveitingavaldið og ríkisstjórnin, ráðherrarnir, sitja í skjóli meirihluta Alþingis. Auk þess gegna alþingismenn mikilvægu eftirlitshlutverki gagnvart framkvæmdarvaldinu, m.a. ráðherrum. Hvert er hlutverk stjórnarandstæðinga? Einhverjir virðast standa í þeirri trú að þingmenn sem hafa ekki aðkomu að ríkisstjórn, og eru í stjórnarandstöðu, hafi litlu hlutverki að gegna á Alþingi. Þeir eigi einna helst að láta lítið fyrir sér fara og þvælast ekki fyrir þingmálum meirihlutans. Þegar kjósendur velja sér flokka í alþingiskosningum, og þar með fulltrúa á Alþingi, geta þeir ekki vitað hvort atkvæðið þeirra endar hjá stjórnarliðum eða stjórnarandstæðingum (eða jafnvel flokkum utan þings). Alþingismenn eru samkvæmt stjórnarskrá aðeins bundnir við eigin sannfæringu, en þeir þurfa sannarlega að standa skil á gjörðum sínum þegar kosið er á ný. Vert er að hafa í huga að í síðustu kosningum hlaut: - Samfylkingin sem fer fyrir ríkisstjórninni 20,8% stuðning - Sjálfstæðisflokkur19,4% stuðning - Flokkarnir þrír sem mynda ríkisstjórn 50,4% stuðning 49,6% þjóðarinnar kaus ekki ríkisstjórnarflokkana Með öðrum orðum kaus 49,6% þjóðarinnar annað en stjórnarflokkana til gæta hagsmuna og sjónarmiða sinna á Alþingi. Mikilvægt er að þingmenn ræki framangreint hlutverk sitt, hvort sem er í stjórn eða stjórnarandstöðu. Til þess hafa þeir verið kjörnir – þannig virkar lýðræðið. Við höfum dæmi frá svokölluðum lýðræðisríkjum um allan heim þar sem stjórnarandstaðan „þvælist ekki fyrir“. Við berum okkur alla jafna ekki saman við þau ríki og lítum ekki til þeirra um okkar hagi. Nærtækasta dæmið er e.t.v. nýleg þróun í Ungverjalandi þar sem stjórnarandstaðan hefur kerfisbundið verið veikt af valdhöfum. Alþingi er ekki lagasetningarverksmiðja Alþingi er vettvangur frjálsrar umræðu þar sem kjörnir fulltrúar gæta hagsmuna kjósenda sinna, vonandi af ástríðu og heilindum. Alþingi er ekki lagasetningarverksmiðja þar sem afköstin eru mæld í hraða og fjölda, og þingmenn eru ekki stimpilpúðar. Umræðan getur vissulega verið óþægileg og tímafrek fyrir valdhafa, en hún er nauðsynleg í lýðræðissamfélagi. Og það er sannarlega ástæða til að setja spurningamerki við ásetning valdhafa sem afskrifa hlutverk stjórnarandstöðu. Ég hlakka til þingstarfanna og bendi lesendum enn á ný að hafa samband við mig með ábendingar á dilja.mist@althingi.is. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun