Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 9. september 2025 08:00 Það er fagnaðarefni að yfir 70 prósent skóla hafa sett reglur um notkun farsíma innan skólanna. Börnin ganga nú inn í skólastofuna án farsíma sinna eða með slökkt á þeim í skólatösku. Það er almennt mat kennara og þeirra barna sem rætt hefur verið við um farsímabann í skólum að félagsleg samskipti hafi aukist. Börnin tali meira saman og leiki sér meira saman á skólalóðinni. Fyrir farsímabann voru börnin allt of mikið bundin við síma sína í frímínútum. Þegar síminn er stöðugt við höndina getur verið erfitt að einbeita sér að raunverulegum samskiptum og náminu. Athyglin er nánast öll á símanum og erfitt að einbeita sér að náminu. Rétt eins og fullorðnir eru margir unglingar mjög háðir símum sínum. Farsíminn er reynist oft lang mikilvægasti hluturinn í þeirra eigu, að sögn barnanna sjálfra. Þeim finnst erfitt að hugsa til þess að vera lengi án símans. Þetta á ekki aðeins við um börn og ungt fólk. Sama gildir um fjölmargt fullorðið fólk. Staðreyndin er að síminn er orðinn ómissandi tæki í daglegu lífi okkar og er allt að því gróinn við lófa margra okkar. Það breytir þó ekki því að við erum upp til hópa uggandi yfir mikilli skjánotkun barna. Á meðan þau eru í skólanum viljum við að þau sinni náminu með óskertri athygli. Flokkur fólksins fyrstur Flokkur fólksins hefur lengi talað fyrir símabanni í skólum og var sennilega fyrsti stjórnarmálaflokkurinn til ræða slíkt bann tæpitungulaust, sannarlega ekki við mikinn fögnuð allra. Ég ávarpaði málið sem borgarfulltrúi Flokks fólksins strax árið 2018 og skrifaði m.a. greinina Skjátími, kvíði og hættur á Netinuí janúar 2018 og Símalaus skóli í febrúar 2019, báðar birtar á Vísi. Þekking og reynsla á áhrifum of mikils skjátíma hefur aukist. Flestir eru nú sammála um að taka skrefið til fulls og banna síma í grunnskólum landsins. Þetta hafa fleiri þjóðir og samfélög gert með góðum árangri, oftast í góðri sátt og samvinnu við foreldra og börnin. Skólinn á að vera vettvangur þar sem börn og unglingar eiga félagsleg samskipti sín í milli án truflana frá símtækjum. Það er vissulega aldrei gaman að leggja til boð og bönn. Þess vegna er gleðilegt að sjá hvað börnin sjálf eru ánægð með þessa ákvörðun þar sem símabann hefur þegar tekið gildi. Tökum málið alla leið Mennta- og barnamálaráðherra mun á komandi þingvetri leggja fram frumvarp sem samræma á reglur um farsímanotkun í grunnskólum landsins. Það er nauðsynlegt að styrkja reglugerðarheimildir um notkun snjalltækja til þess að öll börn sitji við sama borð í þessum efnum. Engar samræmdar reglur eru til um símanotkun í skólum á landsvísu og reglur því mismunandi milli skóla. Í rauninni er þetta ekki flókið mál þótt deila megi um útfærslur. Farsímar eiga einfaldlega ekki heima í kennslustund. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Það er fagnaðarefni að yfir 70 prósent skóla hafa sett reglur um notkun farsíma innan skólanna. Börnin ganga nú inn í skólastofuna án farsíma sinna eða með slökkt á þeim í skólatösku. Það er almennt mat kennara og þeirra barna sem rætt hefur verið við um farsímabann í skólum að félagsleg samskipti hafi aukist. Börnin tali meira saman og leiki sér meira saman á skólalóðinni. Fyrir farsímabann voru börnin allt of mikið bundin við síma sína í frímínútum. Þegar síminn er stöðugt við höndina getur verið erfitt að einbeita sér að raunverulegum samskiptum og náminu. Athyglin er nánast öll á símanum og erfitt að einbeita sér að náminu. Rétt eins og fullorðnir eru margir unglingar mjög háðir símum sínum. Farsíminn er reynist oft lang mikilvægasti hluturinn í þeirra eigu, að sögn barnanna sjálfra. Þeim finnst erfitt að hugsa til þess að vera lengi án símans. Þetta á ekki aðeins við um börn og ungt fólk. Sama gildir um fjölmargt fullorðið fólk. Staðreyndin er að síminn er orðinn ómissandi tæki í daglegu lífi okkar og er allt að því gróinn við lófa margra okkar. Það breytir þó ekki því að við erum upp til hópa uggandi yfir mikilli skjánotkun barna. Á meðan þau eru í skólanum viljum við að þau sinni náminu með óskertri athygli. Flokkur fólksins fyrstur Flokkur fólksins hefur lengi talað fyrir símabanni í skólum og var sennilega fyrsti stjórnarmálaflokkurinn til ræða slíkt bann tæpitungulaust, sannarlega ekki við mikinn fögnuð allra. Ég ávarpaði málið sem borgarfulltrúi Flokks fólksins strax árið 2018 og skrifaði m.a. greinina Skjátími, kvíði og hættur á Netinuí janúar 2018 og Símalaus skóli í febrúar 2019, báðar birtar á Vísi. Þekking og reynsla á áhrifum of mikils skjátíma hefur aukist. Flestir eru nú sammála um að taka skrefið til fulls og banna síma í grunnskólum landsins. Þetta hafa fleiri þjóðir og samfélög gert með góðum árangri, oftast í góðri sátt og samvinnu við foreldra og börnin. Skólinn á að vera vettvangur þar sem börn og unglingar eiga félagsleg samskipti sín í milli án truflana frá símtækjum. Það er vissulega aldrei gaman að leggja til boð og bönn. Þess vegna er gleðilegt að sjá hvað börnin sjálf eru ánægð með þessa ákvörðun þar sem símabann hefur þegar tekið gildi. Tökum málið alla leið Mennta- og barnamálaráðherra mun á komandi þingvetri leggja fram frumvarp sem samræma á reglur um farsímanotkun í grunnskólum landsins. Það er nauðsynlegt að styrkja reglugerðarheimildir um notkun snjalltækja til þess að öll börn sitji við sama borð í þessum efnum. Engar samræmdar reglur eru til um símanotkun í skólum á landsvísu og reglur því mismunandi milli skóla. Í rauninni er þetta ekki flókið mál þótt deila megi um útfærslur. Farsímar eiga einfaldlega ekki heima í kennslustund. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun