Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 9. september 2025 08:00 Það er fagnaðarefni að yfir 70 prósent skóla hafa sett reglur um notkun farsíma innan skólanna. Börnin ganga nú inn í skólastofuna án farsíma sinna eða með slökkt á þeim í skólatösku. Það er almennt mat kennara og þeirra barna sem rætt hefur verið við um farsímabann í skólum að félagsleg samskipti hafi aukist. Börnin tali meira saman og leiki sér meira saman á skólalóðinni. Fyrir farsímabann voru börnin allt of mikið bundin við síma sína í frímínútum. Þegar síminn er stöðugt við höndina getur verið erfitt að einbeita sér að raunverulegum samskiptum og náminu. Athyglin er nánast öll á símanum og erfitt að einbeita sér að náminu. Rétt eins og fullorðnir eru margir unglingar mjög háðir símum sínum. Farsíminn er reynist oft lang mikilvægasti hluturinn í þeirra eigu, að sögn barnanna sjálfra. Þeim finnst erfitt að hugsa til þess að vera lengi án símans. Þetta á ekki aðeins við um börn og ungt fólk. Sama gildir um fjölmargt fullorðið fólk. Staðreyndin er að síminn er orðinn ómissandi tæki í daglegu lífi okkar og er allt að því gróinn við lófa margra okkar. Það breytir þó ekki því að við erum upp til hópa uggandi yfir mikilli skjánotkun barna. Á meðan þau eru í skólanum viljum við að þau sinni náminu með óskertri athygli. Flokkur fólksins fyrstur Flokkur fólksins hefur lengi talað fyrir símabanni í skólum og var sennilega fyrsti stjórnarmálaflokkurinn til ræða slíkt bann tæpitungulaust, sannarlega ekki við mikinn fögnuð allra. Ég ávarpaði málið sem borgarfulltrúi Flokks fólksins strax árið 2018 og skrifaði m.a. greinina Skjátími, kvíði og hættur á Netinuí janúar 2018 og Símalaus skóli í febrúar 2019, báðar birtar á Vísi. Þekking og reynsla á áhrifum of mikils skjátíma hefur aukist. Flestir eru nú sammála um að taka skrefið til fulls og banna síma í grunnskólum landsins. Þetta hafa fleiri þjóðir og samfélög gert með góðum árangri, oftast í góðri sátt og samvinnu við foreldra og börnin. Skólinn á að vera vettvangur þar sem börn og unglingar eiga félagsleg samskipti sín í milli án truflana frá símtækjum. Það er vissulega aldrei gaman að leggja til boð og bönn. Þess vegna er gleðilegt að sjá hvað börnin sjálf eru ánægð með þessa ákvörðun þar sem símabann hefur þegar tekið gildi. Tökum málið alla leið Mennta- og barnamálaráðherra mun á komandi þingvetri leggja fram frumvarp sem samræma á reglur um farsímanotkun í grunnskólum landsins. Það er nauðsynlegt að styrkja reglugerðarheimildir um notkun snjalltækja til þess að öll börn sitji við sama borð í þessum efnum. Engar samræmdar reglur eru til um símanotkun í skólum á landsvísu og reglur því mismunandi milli skóla. Í rauninni er þetta ekki flókið mál þótt deila megi um útfærslur. Farsímar eiga einfaldlega ekki heima í kennslustund. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Það er fagnaðarefni að yfir 70 prósent skóla hafa sett reglur um notkun farsíma innan skólanna. Börnin ganga nú inn í skólastofuna án farsíma sinna eða með slökkt á þeim í skólatösku. Það er almennt mat kennara og þeirra barna sem rætt hefur verið við um farsímabann í skólum að félagsleg samskipti hafi aukist. Börnin tali meira saman og leiki sér meira saman á skólalóðinni. Fyrir farsímabann voru börnin allt of mikið bundin við síma sína í frímínútum. Þegar síminn er stöðugt við höndina getur verið erfitt að einbeita sér að raunverulegum samskiptum og náminu. Athyglin er nánast öll á símanum og erfitt að einbeita sér að náminu. Rétt eins og fullorðnir eru margir unglingar mjög háðir símum sínum. Farsíminn er reynist oft lang mikilvægasti hluturinn í þeirra eigu, að sögn barnanna sjálfra. Þeim finnst erfitt að hugsa til þess að vera lengi án símans. Þetta á ekki aðeins við um börn og ungt fólk. Sama gildir um fjölmargt fullorðið fólk. Staðreyndin er að síminn er orðinn ómissandi tæki í daglegu lífi okkar og er allt að því gróinn við lófa margra okkar. Það breytir þó ekki því að við erum upp til hópa uggandi yfir mikilli skjánotkun barna. Á meðan þau eru í skólanum viljum við að þau sinni náminu með óskertri athygli. Flokkur fólksins fyrstur Flokkur fólksins hefur lengi talað fyrir símabanni í skólum og var sennilega fyrsti stjórnarmálaflokkurinn til ræða slíkt bann tæpitungulaust, sannarlega ekki við mikinn fögnuð allra. Ég ávarpaði málið sem borgarfulltrúi Flokks fólksins strax árið 2018 og skrifaði m.a. greinina Skjátími, kvíði og hættur á Netinuí janúar 2018 og Símalaus skóli í febrúar 2019, báðar birtar á Vísi. Þekking og reynsla á áhrifum of mikils skjátíma hefur aukist. Flestir eru nú sammála um að taka skrefið til fulls og banna síma í grunnskólum landsins. Þetta hafa fleiri þjóðir og samfélög gert með góðum árangri, oftast í góðri sátt og samvinnu við foreldra og börnin. Skólinn á að vera vettvangur þar sem börn og unglingar eiga félagsleg samskipti sín í milli án truflana frá símtækjum. Það er vissulega aldrei gaman að leggja til boð og bönn. Þess vegna er gleðilegt að sjá hvað börnin sjálf eru ánægð með þessa ákvörðun þar sem símabann hefur þegar tekið gildi. Tökum málið alla leið Mennta- og barnamálaráðherra mun á komandi þingvetri leggja fram frumvarp sem samræma á reglur um farsímanotkun í grunnskólum landsins. Það er nauðsynlegt að styrkja reglugerðarheimildir um notkun snjalltækja til þess að öll börn sitji við sama borð í þessum efnum. Engar samræmdar reglur eru til um símanotkun í skólum á landsvísu og reglur því mismunandi milli skóla. Í rauninni er þetta ekki flókið mál þótt deila megi um útfærslur. Farsímar eiga einfaldlega ekki heima í kennslustund. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun