Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 9. september 2025 08:00 Það er fagnaðarefni að yfir 70 prósent skóla hafa sett reglur um notkun farsíma innan skólanna. Börnin ganga nú inn í skólastofuna án farsíma sinna eða með slökkt á þeim í skólatösku. Það er almennt mat kennara og þeirra barna sem rætt hefur verið við um farsímabann í skólum að félagsleg samskipti hafi aukist. Börnin tali meira saman og leiki sér meira saman á skólalóðinni. Fyrir farsímabann voru börnin allt of mikið bundin við síma sína í frímínútum. Þegar síminn er stöðugt við höndina getur verið erfitt að einbeita sér að raunverulegum samskiptum og náminu. Athyglin er nánast öll á símanum og erfitt að einbeita sér að náminu. Rétt eins og fullorðnir eru margir unglingar mjög háðir símum sínum. Farsíminn er reynist oft lang mikilvægasti hluturinn í þeirra eigu, að sögn barnanna sjálfra. Þeim finnst erfitt að hugsa til þess að vera lengi án símans. Þetta á ekki aðeins við um börn og ungt fólk. Sama gildir um fjölmargt fullorðið fólk. Staðreyndin er að síminn er orðinn ómissandi tæki í daglegu lífi okkar og er allt að því gróinn við lófa margra okkar. Það breytir þó ekki því að við erum upp til hópa uggandi yfir mikilli skjánotkun barna. Á meðan þau eru í skólanum viljum við að þau sinni náminu með óskertri athygli. Flokkur fólksins fyrstur Flokkur fólksins hefur lengi talað fyrir símabanni í skólum og var sennilega fyrsti stjórnarmálaflokkurinn til ræða slíkt bann tæpitungulaust, sannarlega ekki við mikinn fögnuð allra. Ég ávarpaði málið sem borgarfulltrúi Flokks fólksins strax árið 2018 og skrifaði m.a. greinina Skjátími, kvíði og hættur á Netinuí janúar 2018 og Símalaus skóli í febrúar 2019, báðar birtar á Vísi. Þekking og reynsla á áhrifum of mikils skjátíma hefur aukist. Flestir eru nú sammála um að taka skrefið til fulls og banna síma í grunnskólum landsins. Þetta hafa fleiri þjóðir og samfélög gert með góðum árangri, oftast í góðri sátt og samvinnu við foreldra og börnin. Skólinn á að vera vettvangur þar sem börn og unglingar eiga félagsleg samskipti sín í milli án truflana frá símtækjum. Það er vissulega aldrei gaman að leggja til boð og bönn. Þess vegna er gleðilegt að sjá hvað börnin sjálf eru ánægð með þessa ákvörðun þar sem símabann hefur þegar tekið gildi. Tökum málið alla leið Mennta- og barnamálaráðherra mun á komandi þingvetri leggja fram frumvarp sem samræma á reglur um farsímanotkun í grunnskólum landsins. Það er nauðsynlegt að styrkja reglugerðarheimildir um notkun snjalltækja til þess að öll börn sitji við sama borð í þessum efnum. Engar samræmdar reglur eru til um símanotkun í skólum á landsvísu og reglur því mismunandi milli skóla. Í rauninni er þetta ekki flókið mál þótt deila megi um útfærslur. Farsímar eiga einfaldlega ekki heima í kennslustund. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Það er fagnaðarefni að yfir 70 prósent skóla hafa sett reglur um notkun farsíma innan skólanna. Börnin ganga nú inn í skólastofuna án farsíma sinna eða með slökkt á þeim í skólatösku. Það er almennt mat kennara og þeirra barna sem rætt hefur verið við um farsímabann í skólum að félagsleg samskipti hafi aukist. Börnin tali meira saman og leiki sér meira saman á skólalóðinni. Fyrir farsímabann voru börnin allt of mikið bundin við síma sína í frímínútum. Þegar síminn er stöðugt við höndina getur verið erfitt að einbeita sér að raunverulegum samskiptum og náminu. Athyglin er nánast öll á símanum og erfitt að einbeita sér að náminu. Rétt eins og fullorðnir eru margir unglingar mjög háðir símum sínum. Farsíminn er reynist oft lang mikilvægasti hluturinn í þeirra eigu, að sögn barnanna sjálfra. Þeim finnst erfitt að hugsa til þess að vera lengi án símans. Þetta á ekki aðeins við um börn og ungt fólk. Sama gildir um fjölmargt fullorðið fólk. Staðreyndin er að síminn er orðinn ómissandi tæki í daglegu lífi okkar og er allt að því gróinn við lófa margra okkar. Það breytir þó ekki því að við erum upp til hópa uggandi yfir mikilli skjánotkun barna. Á meðan þau eru í skólanum viljum við að þau sinni náminu með óskertri athygli. Flokkur fólksins fyrstur Flokkur fólksins hefur lengi talað fyrir símabanni í skólum og var sennilega fyrsti stjórnarmálaflokkurinn til ræða slíkt bann tæpitungulaust, sannarlega ekki við mikinn fögnuð allra. Ég ávarpaði málið sem borgarfulltrúi Flokks fólksins strax árið 2018 og skrifaði m.a. greinina Skjátími, kvíði og hættur á Netinuí janúar 2018 og Símalaus skóli í febrúar 2019, báðar birtar á Vísi. Þekking og reynsla á áhrifum of mikils skjátíma hefur aukist. Flestir eru nú sammála um að taka skrefið til fulls og banna síma í grunnskólum landsins. Þetta hafa fleiri þjóðir og samfélög gert með góðum árangri, oftast í góðri sátt og samvinnu við foreldra og börnin. Skólinn á að vera vettvangur þar sem börn og unglingar eiga félagsleg samskipti sín í milli án truflana frá símtækjum. Það er vissulega aldrei gaman að leggja til boð og bönn. Þess vegna er gleðilegt að sjá hvað börnin sjálf eru ánægð með þessa ákvörðun þar sem símabann hefur þegar tekið gildi. Tökum málið alla leið Mennta- og barnamálaráðherra mun á komandi þingvetri leggja fram frumvarp sem samræma á reglur um farsímanotkun í grunnskólum landsins. Það er nauðsynlegt að styrkja reglugerðarheimildir um notkun snjalltækja til þess að öll börn sitji við sama borð í þessum efnum. Engar samræmdar reglur eru til um símanotkun í skólum á landsvísu og reglur því mismunandi milli skóla. Í rauninni er þetta ekki flókið mál þótt deila megi um útfærslur. Farsímar eiga einfaldlega ekki heima í kennslustund. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun