Fótbolti

Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakk­landi

Valur Páll Eiríksson skrifar
Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta.
Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta. Vísir/Sigurjón

Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson og fyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Parc de Princes í París í aðdraganda leiks karlalandsliðsins í fótbolta við Frakkland annað kvöld.

Ísland vann 5-0 sigur á Aserbaídsjan í fyrsta leik undankeppninnar á föstudagskvöldið á meðan Frakkar unnu 2-0 sigur á Úkraínu. Liðin eru því jöfn að stigum á toppi riðilsins fyrir leik morgundagsins.

Þeir Arnar og Hákon fóru um víðan völl á fundinum sem má sjá í heild sinni í spilaranum.

Klippa: Blaðamannafundur fyrir leik gegn Frökkum

Leikur Frakklands og Íslands er klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×