„Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. september 2025 21:52 Arnar stóð á hliðarlínunni á Laugardalsvelli í fyrsta sinn sem þjálfari í kvöld. vísir / anton brink Arnar Gunnlaugsson var gríðarlega ánægður með sinn fyrsta leik sem þjálfari á Laugardalsvelli. Enda ærin ástæða til eftir fimm marka sigur, algjört burst gegn Aserbaísjan í fyrsta leiknum í undankeppni HM. Hann segir fyrri hálfleikinn hafa lagt grunninn að góðum sigri. „Frábær sigur, að skora fimm mörk í alþjóðlegum fótbolta er mjög sterkt. Að byrja þessa keppni á sigri er mjög sterkt. Maður er aldrei fullkomlega ánægður sem þjálfari, það er alltaf hægt að finna eitthvað til að rífast yfir, en heilt yfir góð frammistaða. Vorum 1-0 yfir í hálfleik eftir mark undir lok fyrri hálfleiks og fyrri hálfleikurinn lagði grunninn að góðum seinni hálfleik. Með því að hreyfa boltann hratt þá þreyttust leikmenn Aserbaísjan og þegar þú þreytist missirðu fókus og ferð að hlaupa út úr stöðu. Svo eftir annað markið fannst mér ýmsum hlekkjum létt af okkar leikmönnum. Menn fóru að njóta sín aðeins betur, heilt yfir góð frammistaða.“ „Vonandi náum við honum góðum“ Albert Guðmundsson átti frábæran leik. Hann lagði fyrsta markið upp og átti fyrirgjöfina sem leiddi að öðru markinu, skoraði svo fjórða mark Íslands en fór meiddur af velli strax í kjölfarið. „Það á eftir að meta það en hann sneri sig eitthvað aðeins á ökkla. Við tökum núna næstu daga í að meta hvort hann verði klár á þriðjudaginn. En gaman fyrir hann að skora mark, ég heimtaði mark frá honum í þessum leik og hann er líka kominn með fullt af stoðsendingum sem spyrnumaðurinn okkar í föstum leikatriðum. Þannig að vonandi náum við honum góðum.“ Yngri kynslóðin kom sterk inn Margir leikmenn af yngri kynslóðinni stóðu sig vel í kvöld. Daníel Tristan Guðjohnsen fékk sínar fyrstu mínútur með landsliðinu og Kristian Hlynsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark, þó það sé reyndar aðeins á reiki hvort hann hafi skorað. „Mjög gott að geta gefið þeim mínútur og svona smjörþefinn af alþjóðlegum fótbolta og öllu sem því fylgir. Þeir komu mjög sterkir inn í þennan leik, voru með gott hugarfar og fylgdu líka leikplaninu, sem var gott fyrir mig. Auðvitað þegar staðan er orðin 5-0 getur leikurinn leysts upp í algjöra vitleysu, en mér fannst þeir halda góðum aga til að hleypa leiknum ekki í vitleystu.“ Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
„Frábær sigur, að skora fimm mörk í alþjóðlegum fótbolta er mjög sterkt. Að byrja þessa keppni á sigri er mjög sterkt. Maður er aldrei fullkomlega ánægður sem þjálfari, það er alltaf hægt að finna eitthvað til að rífast yfir, en heilt yfir góð frammistaða. Vorum 1-0 yfir í hálfleik eftir mark undir lok fyrri hálfleiks og fyrri hálfleikurinn lagði grunninn að góðum seinni hálfleik. Með því að hreyfa boltann hratt þá þreyttust leikmenn Aserbaísjan og þegar þú þreytist missirðu fókus og ferð að hlaupa út úr stöðu. Svo eftir annað markið fannst mér ýmsum hlekkjum létt af okkar leikmönnum. Menn fóru að njóta sín aðeins betur, heilt yfir góð frammistaða.“ „Vonandi náum við honum góðum“ Albert Guðmundsson átti frábæran leik. Hann lagði fyrsta markið upp og átti fyrirgjöfina sem leiddi að öðru markinu, skoraði svo fjórða mark Íslands en fór meiddur af velli strax í kjölfarið. „Það á eftir að meta það en hann sneri sig eitthvað aðeins á ökkla. Við tökum núna næstu daga í að meta hvort hann verði klár á þriðjudaginn. En gaman fyrir hann að skora mark, ég heimtaði mark frá honum í þessum leik og hann er líka kominn með fullt af stoðsendingum sem spyrnumaðurinn okkar í föstum leikatriðum. Þannig að vonandi náum við honum góðum.“ Yngri kynslóðin kom sterk inn Margir leikmenn af yngri kynslóðinni stóðu sig vel í kvöld. Daníel Tristan Guðjohnsen fékk sínar fyrstu mínútur með landsliðinu og Kristian Hlynsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark, þó það sé reyndar aðeins á reiki hvort hann hafi skorað. „Mjög gott að geta gefið þeim mínútur og svona smjörþefinn af alþjóðlegum fótbolta og öllu sem því fylgir. Þeir komu mjög sterkir inn í þennan leik, voru með gott hugarfar og fylgdu líka leikplaninu, sem var gott fyrir mig. Auðvitað þegar staðan er orðin 5-0 getur leikurinn leysts upp í algjöra vitleysu, en mér fannst þeir halda góðum aga til að hleypa leiknum ekki í vitleystu.“
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn