Fótbolti

Byrjunar­lið Ís­lands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skaga­menn stýra miðjunni og Logi á bekkinn

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Mikael Egill verður væntanlega vinstri bakvörður gegn Aserbaísjan í kvöld.
Mikael Egill verður væntanlega vinstri bakvörður gegn Aserbaísjan í kvöld. vísir

Ísland tekur á móti Aserbaísjan í kvöld og Arnar Gunnlaugsson gerir fjórar breytingar á byrjunarliði Íslands frá því í síðasta landsleik. 

Elías Rafn Ólafsson mun verja markið í stað Hákons Rafns Valdimarssonar.

Mikael Egill Ellertsson kemur inn fyrir Loga Tómasson í vinstri bakvarðarstöðuna.

Skagamennirnir Ísak Bergmann Jóhannesson og Stefán Teitur Þórðarson munu svo stýra miðjunni í stað Willums Þórs Willumssonar, sem fer á bekkinn, og Arnórs Ingva Traustasonar, sem er utan hóps.

Annað er óbreytt. Fyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson er aftur frá vegna meiðsla, líkt og í sumar, þannig að framlínan er óbreytt. Ef miða má út frá síðasta leik verður Jón Dagur hægra megin, Hákon vinstra megin og Albert í holunni.

Þá er varnarlínan sú sama fyrir utan Loga, Guðlaugur Victor er áfram hægri bakvörður, Sverrir og Daníel mynda miðvarðaparið.

Byrjunarliðið á móti Aserbaísjan:

Elías Rafn Ólafsson, markmaður

Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður

Sverrir Ingi Ingason, miðvörður

Daníel Leó Grétarsson, miðvörður

Mikael Egill Ellertsson, vinstri bakvörður

Ísak Bergmann Jóhannesson, djúpur miðjumaður

Stefán Teitur Þórðarson, djúpur miðjumaður

Hákon Arnar Haraldsson, framliggjandi miðjumaður

Albert Guðmundsson, framliggjandi miðjumaður

Jón Dagur Þorsteinsson, framliggjandi miðjumaður

Andri Lucas Guðjohnsen, framherji

Leikurinn hefst klukkan 18:45 og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport frá klukkan 18:00. 

Textalýsing Vísis er hafin og má finna hér fyrir neðan. 

LINKUR




Fleiri fréttir

Sjá meira


×