Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Kjartan Kjartansson skrifar 5. september 2025 11:44 Eitt þriggja mála sem náttúruverndarsamtök sem fá styrk frá ríkinu höfðaði var vegna Suðurnesjalínu 2. Landsnet Þrenn félagasamtök fengu saman 16,8 milljónir króna í styrki frá ríkinu á sama tíma og þau ráku mál gegn Landsneti vegna framkvæmda við háspennulínur og flutningskerfið. Níu þingmenn Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir skýrslu um hvort opinberir styrkir hefðu verið nýttir til að kosta málarekstur af því tagi. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skilaði Alþingi skýrslu um málaferli gegn orkufyrirtækjum og styrki til málsaðila í gær. Ráðuneytið hefur um árabil styrkt umhverfissamtök á grundvelli Árósarsamningsins svonefnda sem kveður meðal annars á um að þátttöku almennings í ákvarðanatöku í umhverfismálum. Níu þingmenn Sjálfstæðisflokksins með Guðlaug Þór Þórðarson, fyrrverandi umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, í fararbroddi óskaði eftir skýrslunni. Hún átti meðal annars að svara hvort félagasamtök hefðu átt aðild að málarekstri gegn opinberum eða einkareiknum orkufyrirtækjum, sveitarfélögum eða öðrum lögaðilum. Guðlaugur Þór Þórðarson var sjálfur umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra þegar ráðuneytið veitti Náttúruverndarsamtökum Suðvesturlands rekstrarstyrk á sama tíma og þau höfðuðu mál vegna Suðurnesjalínu 2.Vísir/Vilhelm Sögðu þingmennirnir að upplýsa yrði hvort og að hvaða leyti opinberir styrkir kynnu að hafa verið nýttir beint eða óbeint til að kosta málarekstur gegn uppbyggingu þess sem þeir kölluðu nauðsynlega innviða á borð við virkjunarframkvæmdi og dreifikerfi raforku. Markmið þeirra væri meðal annars að tryggt yrði að fjárstuðningur ríkisins samræmdist markmiðum um uppbyggingu sjálfbærrar orkunýtingar og velferð þjóðarinnar. Öll málin vegna flutningskerfisins Þrjú dómsmál komu í ljós við yfirferð ráðuneytisins yfir vefsíður dómstólanna þar sem samtök sem nutu ríkisstyrkja á þeim tíma stóðu að. Þau beindust öll að flutningsfyrirtækinu Landsneti. Landvernd höfðaði tvö málanna. Það fyrra snerist um kerfisáætlun Landsnet. Fyrirtækið var sýknað í héraði og Hæstiréttur vísaði málinu svo frá árið 2016. Í seinna málinu krafðist Landvernd ógildingar framkvæmdaleyfis Skútustaðahrepps vegna Kröfulínu. Það mál hlaut sömu lyktir árið 2017. Þriðja málið var kærumál Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands og Hraunavina gegn Landsneti og sveitarfélaginu Vogum vegna framkvæmdaleyfis Suðurnesjalínu 2. Landsréttur staðfesti niðurstöðu úrskurðarnefndir sem gaf grænt ljós á framkvæmdina í fyrra. Háspennulínur Landsnets í Kröflulínu.Landsnet Saman fengu samtökin þrjú sem stóðu að málunum þremur 16,8 milljónir króna í rekstrarstyrki frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu á meðan á málarekstrinum stóð samkvæmt skýrslu ráðherrans. Landvernd fékk 14,5 milljónir samtals árin 2015 til 2017, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands 1,1 milljónir frá 2023 til 2024 og Hraunavinir hálfa milljón króna í ár. Ráðuneytið sagðist hins vegar ekki geta svarað því hvort eða að hvaða leyti styrkirnir hefðu fjármagnað málaferlin. Benti það á að hvorki væri kveðið á um í úthlutunarreglum styrkjanna í hvað né í hvað þeir eigi ekki að fara. Þurfi að tryggja að fólki sé ekki refsað fyrir að leita réttar síns Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sögðu í greinargerð sinni með skýrslubeiðninni að málarekstur samtaka og einstaklinga fyrir dómstólum hefði haft mikil áhrif á framkvæmdir sem væri ætlað að stuðla að uppbyggingu mikilvægra innviða í sjálfbærri orkunýtingu. Það væri orðið venja að mál væru höfðuð við hvert skref slíkra framkvæmda. Ráðuneytið áréttaði í skýrslunni að íslensk stjórnvöld hefðu fullgilt Árósarsamninginn. Með honum væri ríkið skuldbundið til þess að ábyrgjast þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð. Þá bæri ríkjum sem ættu aðild að samningnum að styðja samtök sem ynnu að umhverfisvernd. Ákvæði samningsins kvæðu á um að ríki ættu að tryggja að einstaklingum sem héldu fram rétti sínum yrði ekki refsað, þeir sóttir til saka eða áreittir á annan hátt vegna afskipta sinna. Það ákvæði hafi verið talið ná til einstaklinga sem störfuðu í gegnum umhverfisverndarsamtök. Alþingi Félagasamtök Umhverfismál Orkumál Dómsmál Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skilaði Alþingi skýrslu um málaferli gegn orkufyrirtækjum og styrki til málsaðila í gær. Ráðuneytið hefur um árabil styrkt umhverfissamtök á grundvelli Árósarsamningsins svonefnda sem kveður meðal annars á um að þátttöku almennings í ákvarðanatöku í umhverfismálum. Níu þingmenn Sjálfstæðisflokksins með Guðlaug Þór Þórðarson, fyrrverandi umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, í fararbroddi óskaði eftir skýrslunni. Hún átti meðal annars að svara hvort félagasamtök hefðu átt aðild að málarekstri gegn opinberum eða einkareiknum orkufyrirtækjum, sveitarfélögum eða öðrum lögaðilum. Guðlaugur Þór Þórðarson var sjálfur umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra þegar ráðuneytið veitti Náttúruverndarsamtökum Suðvesturlands rekstrarstyrk á sama tíma og þau höfðuðu mál vegna Suðurnesjalínu 2.Vísir/Vilhelm Sögðu þingmennirnir að upplýsa yrði hvort og að hvaða leyti opinberir styrkir kynnu að hafa verið nýttir beint eða óbeint til að kosta málarekstur gegn uppbyggingu þess sem þeir kölluðu nauðsynlega innviða á borð við virkjunarframkvæmdi og dreifikerfi raforku. Markmið þeirra væri meðal annars að tryggt yrði að fjárstuðningur ríkisins samræmdist markmiðum um uppbyggingu sjálfbærrar orkunýtingar og velferð þjóðarinnar. Öll málin vegna flutningskerfisins Þrjú dómsmál komu í ljós við yfirferð ráðuneytisins yfir vefsíður dómstólanna þar sem samtök sem nutu ríkisstyrkja á þeim tíma stóðu að. Þau beindust öll að flutningsfyrirtækinu Landsneti. Landvernd höfðaði tvö málanna. Það fyrra snerist um kerfisáætlun Landsnet. Fyrirtækið var sýknað í héraði og Hæstiréttur vísaði málinu svo frá árið 2016. Í seinna málinu krafðist Landvernd ógildingar framkvæmdaleyfis Skútustaðahrepps vegna Kröfulínu. Það mál hlaut sömu lyktir árið 2017. Þriðja málið var kærumál Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands og Hraunavina gegn Landsneti og sveitarfélaginu Vogum vegna framkvæmdaleyfis Suðurnesjalínu 2. Landsréttur staðfesti niðurstöðu úrskurðarnefndir sem gaf grænt ljós á framkvæmdina í fyrra. Háspennulínur Landsnets í Kröflulínu.Landsnet Saman fengu samtökin þrjú sem stóðu að málunum þremur 16,8 milljónir króna í rekstrarstyrki frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu á meðan á málarekstrinum stóð samkvæmt skýrslu ráðherrans. Landvernd fékk 14,5 milljónir samtals árin 2015 til 2017, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands 1,1 milljónir frá 2023 til 2024 og Hraunavinir hálfa milljón króna í ár. Ráðuneytið sagðist hins vegar ekki geta svarað því hvort eða að hvaða leyti styrkirnir hefðu fjármagnað málaferlin. Benti það á að hvorki væri kveðið á um í úthlutunarreglum styrkjanna í hvað né í hvað þeir eigi ekki að fara. Þurfi að tryggja að fólki sé ekki refsað fyrir að leita réttar síns Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sögðu í greinargerð sinni með skýrslubeiðninni að málarekstur samtaka og einstaklinga fyrir dómstólum hefði haft mikil áhrif á framkvæmdir sem væri ætlað að stuðla að uppbyggingu mikilvægra innviða í sjálfbærri orkunýtingu. Það væri orðið venja að mál væru höfðuð við hvert skref slíkra framkvæmda. Ráðuneytið áréttaði í skýrslunni að íslensk stjórnvöld hefðu fullgilt Árósarsamninginn. Með honum væri ríkið skuldbundið til þess að ábyrgjast þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð. Þá bæri ríkjum sem ættu aðild að samningnum að styðja samtök sem ynnu að umhverfisvernd. Ákvæði samningsins kvæðu á um að ríki ættu að tryggja að einstaklingum sem héldu fram rétti sínum yrði ekki refsað, þeir sóttir til saka eða áreittir á annan hátt vegna afskipta sinna. Það ákvæði hafi verið talið ná til einstaklinga sem störfuðu í gegnum umhverfisverndarsamtök.
Alþingi Félagasamtök Umhverfismál Orkumál Dómsmál Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira