Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar 5. september 2025 07:18 Laugardaginn 6. september verða fjöldafundirnir Þjóð gegn þjóðarmorði haldnir um land allt. Til fundanna boða yfir hundrað stéttarfélög, trúfélög, lífsskoðunarfélög og önnur almannaheillafélög sem krefjast þess að ríkisstjórn Íslands grípi til tafarlausra aðgerða gegn Ísrael til þess að stöðva yfirstandandi þjóðarmorð þeirra á palestínsku þjóðinni. Sjá nánar hér . Grimmdin í gervigreindinni Ísraelsher hefur notað gervigreind til þess að myrða óbreytta borgara á áður óþekktum skala. Þessi þróun ætti að valda okkur öllum áhyggjum. Í fyrsta lagi vegna þeirrar óheyrilegu grimmdar sem liggur að baki gervigreindarhernaði Ísraela en einnig vegna þess að Ísrael á sér langa sögu um að gera hernað sinn gegn palestínsku þjóðinni að útflutningsvöru. Gervigreindin er beinn þátttakandi í þjóðarmorði Ísraels gegn palestínsku þjóðinni. Í þessari grein fer ég yfir þrjú gervigreindarforrit sem vitað er að Ísraelski herinn notar í hernaði sínum gegn palestínsku þjóðinni á Gaza. Þessi forrit eru kölluð „Gospel“, „Lavender“ og „Where is daddy?“ og þau vinna öll saman að því að auðvelda ísraelska hernum að fremja stríðsglæpi á Gaza. Gospel Guðspjallið, hið heilaga orð. Þetta er nafnið sem Ísraelsher hefur valið fyrir gervigreindarforritið sem notast við gögn frá gervitunglum og njósnadrónum til þess að dæla út tillögum um byggingar sem gera má að „hernaðarlegum skotmörkum“ til þess að sprengja í loft upp. Guðspjallið var hannað til þess að auka skilvirkni í vali á skotmörkum fyrir sprengjuárásir Ísraelsríkis á Gaza og hefur að því leyti staðið algerlega undir væntingum. Forritið leggur til allt að 250 skotmörk á dag sem talið er að liggi að baki því að um 80% af öllum byggingum á Gaza hafa verið gjöreyðilagðar eða verulega skemmdar. Uppljóstrarar úr ísraelska hernum hafa upplýst að engin raunveruleg sannreyning eigi sér stað af hálfu hersins áður en ákveðið er að láta til skarar skríða og sprengja skotmörkin - sem oft eru skólar, heimili, sjúkrahús eða flóttamannabúðir - í loft upp. Lavender Lavender, eða lofnarblóm, er planta sem er ekki síst þekkt fyrir sinn róandi ilm. En því er þveröfugt farið með það Lavender sem Ísraelar hafa í sínu gervigreindarvopnabúri. Forritið notast meðal annars við upplýsingar um mannaferðir við þau þau ógrynni skotmarka sem Guðspjallið framleiðir til þess að velja mannleg skotmörk sem brennimerkt eru með „líklegri aðild að Hamas“. Aðferðirnar sem gervigreindin notar til þess að meta líkindi á aðild einstaklinga að Hamas eiga ekkert sammerkt við réttláta málsmeðferð eða hefðbundna upplýsingaöflun í hernaði. Staðsetningagögn farsíma, símtöl, smáskilaboð, upptökur úr njósnadrónum eða gervihnöttum og tengsl við einstaklinga sem ísraelski herinn hefur þegar ákveðið að séu meðlimir Hamas eru meðal upplýsinga sem talið er að forritið notist við en það er eftir sem áður gríðarlega ónákvæm líkindareiknivél sem framleiðir mannleg skotmörk í tugþúsunda tali. Flest karlar á aldrinum 16 til sextugs. Ísraelsher hefur sjálfur viðurkennt að forritið geri mistök og áætlar að um 10% allra skotmarka hafi enga tengingu við Hamas. Forritið hefur framleitt rúm 50 þúsund skotmörk svo vitað sé þannig að Ísraelsher virðist sáttur við að myrða 5.000 manns án þess að þeir hafi nokkuð til saka unnið. En 10% er villuhlutfallið sem ísraelski herinn viðurkennir að sé til staðar. Í raunveruleikanum getur líkindareikningur aldrei ákvarðað sekt eins né neins og raunar er talið að með hjálp Lavender og Guðspjallsins hafi Ísraelsher tekist að gera hjálparstarfsmenn, heilbrigðisstarfsfólk, blaðamenn og aðra sem vinnu sinnar vegna koma oft að svæðum eins og spítölum, sprengjurústum og öðrum mannvirkjum að “lögmætum skotmörkum”. Hermennirnir sem drepa fólk með því að heimila sprengjuregn byggt á líkindareikningnum viðurkenna að þeir nota að hámarki um 20 sekúndur til þess að staðfesta skotmörkin, oftast út frá því einu að staðfesta að viðkomandi sé sannarlega, karlkyns og frá Palestínu. Hér er vert að nefna að Lavender notar sín eigin skotmörk til þess að finna sér fleiri skotmörk. Þannig getur þú auðveldlega orðið að skotmarki ef þú hringir reglulega í einhvern sem Lavender hefur kveðið upp dauðadóm yfir, eða ef þú umgengst viðkomandi nokkrum sinnum eða ert bara á röngum stað á röngum tíma. Lavender reiknar nefnilega líka út það sem því er áskipað að telja ásættanlegt mannfall almennra borgara við skipulögð morð á skotmörkum sínum, allt eftir því hversu hátt sett gervigreindin telur skotmarkið vera í röðum Hamas. Þannig má drepa 30 konur, menn og börn ef Lavender er búið að ákveða að þú sért fótgönguliði en 100 óbreytta borgara ef Lavender ákveður að þú sért háttsettur meðlimur í Hamas. Hvar er pabbi? Hér er forrit sem ætti að kalla á sjálfstæða rannsókn alþjóðlega stríðsglæpadómstólsins í Haag. Hvar er pabbi er njósnaforrit sem eltir Lavenderskotmörk heim til sín með staðsetningarbúnaði í farsímum eða með öðrum leiðum. Þegar viðkomandi manneskja er komin heim til sín er sú staðreynd notuð til þess að auðkenna skotmarkið. Staðfesta að hann eða hún sé sá sem Lavender heldur að þau séu. Þegar að skotmarkið er komið heim til fjölskyldunnar sinnar, barnanna sinna, ættingja sinna, konunar sinnar, frænda sinna og frænkna þá lætur Hvar er pabbi til skarar skríða og sprengir heimilið í loft upp í skjóli nætur. Á meðan börnin sofa. Hvar er Pabbi eða Where is Daddy, eins og Ísraelsher hefur nefnt forritið er stríðsglæpur í sjálfu sér. Það er stríðsglæpur að taka almenna borgara af lífi vitandi vits. Það er líka stríðsglæpur að láta forrit eins og Guðspjallið framleiða skotmörk á færibandi og sprengja sjúkrahús, skóla og íbúðarblokkir dag eftir dag eftir dag. Það er líka stríðsglæpur að taka fólk af lífi án dóms og laga byggt á líkindareikningi Lavenders og það er stríðsglæpur að líta svo á að drepa megi 100 manneskjur af holdi og blóði til þess að drepa einn mann sem gervigreindarforritið Lavender líkindareiknaði að væri líklega í Hamas. Þessir stríðsglæpir eru stór þáttur í yfirstandandi þjóðarmorði Ísraels gagnvart palestínsku þjóðinni. Hvað er til ráða? Ísraelsríki á sér langa sögu um að selja búnað sem hún notar til þess að njósna um eða myrða palestínubúa til hæstbjóðenda og án skilyrða. Raunar auglýsa ísraelsk hernaðarfyrirtæki vopnin sín og tækjabúnað sem “battle tested” eða prufukeyrð í bardaga í íslenskri þýðingu höfundar. Og við skulum ekki halda í eitt augnablik að þetta sé ekki fordæmi sem hægt verður að nota gegn okkur ríka fína hvíta fólkinu í ekki svo fjarlægri framtíð. Gospel, Lavender og Where is daddy er ekki leyndarmál eða umdeildar staðreyndir. Þetta er staðfest. Þetta er vitað. Þetta er gert með stuðningi Bandaríkjanna, Google og Microsoft (fyrirtækis sem íslenska ríkið er í víðtækum viðskiptum við). Það er glæpur að láta eins og þessir stríðsglæpir, þetta þjóðarmorð komi okkur Íslendingum og íslenskum stjórnvöldum ekki við. Það er ekki nóg að halda innblásnar ræður eða gefa út fleiri yfirlýsingar. Íslenska ríkisstjórnin verður að grípa til tafarlausra og markvissra aðgerða gegn Ísrael. Aðgerða sem bíta. Aðgerða sem við vitum að virka, eins og viðskiptabann, vopnasölubann og þær aðgerðir sem Haag hópurinn hefur ráðist í gegn Ísrael. Fyrst þá getum við sagt að Ísland hafi gert eitthvað til þess að stöðva þjóðarmorðið. Að lokum minni ég aftur á fundinn Þjóð gegn Þjóðarmorði, laugardaginn 6. september kl. 2 um land allt. Ég verð á Austurvelli til þess að krefja ríkisstjórnina um tafarlausar aðgerðir gegn Ísrael. Hvað með þig? Höfundur er framkvæmdastjóri Courage International. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Átök í Ísrael og Palestínu Gervigreind Ísrael Palestína Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Laugardaginn 6. september verða fjöldafundirnir Þjóð gegn þjóðarmorði haldnir um land allt. Til fundanna boða yfir hundrað stéttarfélög, trúfélög, lífsskoðunarfélög og önnur almannaheillafélög sem krefjast þess að ríkisstjórn Íslands grípi til tafarlausra aðgerða gegn Ísrael til þess að stöðva yfirstandandi þjóðarmorð þeirra á palestínsku þjóðinni. Sjá nánar hér . Grimmdin í gervigreindinni Ísraelsher hefur notað gervigreind til þess að myrða óbreytta borgara á áður óþekktum skala. Þessi þróun ætti að valda okkur öllum áhyggjum. Í fyrsta lagi vegna þeirrar óheyrilegu grimmdar sem liggur að baki gervigreindarhernaði Ísraela en einnig vegna þess að Ísrael á sér langa sögu um að gera hernað sinn gegn palestínsku þjóðinni að útflutningsvöru. Gervigreindin er beinn þátttakandi í þjóðarmorði Ísraels gegn palestínsku þjóðinni. Í þessari grein fer ég yfir þrjú gervigreindarforrit sem vitað er að Ísraelski herinn notar í hernaði sínum gegn palestínsku þjóðinni á Gaza. Þessi forrit eru kölluð „Gospel“, „Lavender“ og „Where is daddy?“ og þau vinna öll saman að því að auðvelda ísraelska hernum að fremja stríðsglæpi á Gaza. Gospel Guðspjallið, hið heilaga orð. Þetta er nafnið sem Ísraelsher hefur valið fyrir gervigreindarforritið sem notast við gögn frá gervitunglum og njósnadrónum til þess að dæla út tillögum um byggingar sem gera má að „hernaðarlegum skotmörkum“ til þess að sprengja í loft upp. Guðspjallið var hannað til þess að auka skilvirkni í vali á skotmörkum fyrir sprengjuárásir Ísraelsríkis á Gaza og hefur að því leyti staðið algerlega undir væntingum. Forritið leggur til allt að 250 skotmörk á dag sem talið er að liggi að baki því að um 80% af öllum byggingum á Gaza hafa verið gjöreyðilagðar eða verulega skemmdar. Uppljóstrarar úr ísraelska hernum hafa upplýst að engin raunveruleg sannreyning eigi sér stað af hálfu hersins áður en ákveðið er að láta til skarar skríða og sprengja skotmörkin - sem oft eru skólar, heimili, sjúkrahús eða flóttamannabúðir - í loft upp. Lavender Lavender, eða lofnarblóm, er planta sem er ekki síst þekkt fyrir sinn róandi ilm. En því er þveröfugt farið með það Lavender sem Ísraelar hafa í sínu gervigreindarvopnabúri. Forritið notast meðal annars við upplýsingar um mannaferðir við þau þau ógrynni skotmarka sem Guðspjallið framleiðir til þess að velja mannleg skotmörk sem brennimerkt eru með „líklegri aðild að Hamas“. Aðferðirnar sem gervigreindin notar til þess að meta líkindi á aðild einstaklinga að Hamas eiga ekkert sammerkt við réttláta málsmeðferð eða hefðbundna upplýsingaöflun í hernaði. Staðsetningagögn farsíma, símtöl, smáskilaboð, upptökur úr njósnadrónum eða gervihnöttum og tengsl við einstaklinga sem ísraelski herinn hefur þegar ákveðið að séu meðlimir Hamas eru meðal upplýsinga sem talið er að forritið notist við en það er eftir sem áður gríðarlega ónákvæm líkindareiknivél sem framleiðir mannleg skotmörk í tugþúsunda tali. Flest karlar á aldrinum 16 til sextugs. Ísraelsher hefur sjálfur viðurkennt að forritið geri mistök og áætlar að um 10% allra skotmarka hafi enga tengingu við Hamas. Forritið hefur framleitt rúm 50 þúsund skotmörk svo vitað sé þannig að Ísraelsher virðist sáttur við að myrða 5.000 manns án þess að þeir hafi nokkuð til saka unnið. En 10% er villuhlutfallið sem ísraelski herinn viðurkennir að sé til staðar. Í raunveruleikanum getur líkindareikningur aldrei ákvarðað sekt eins né neins og raunar er talið að með hjálp Lavender og Guðspjallsins hafi Ísraelsher tekist að gera hjálparstarfsmenn, heilbrigðisstarfsfólk, blaðamenn og aðra sem vinnu sinnar vegna koma oft að svæðum eins og spítölum, sprengjurústum og öðrum mannvirkjum að “lögmætum skotmörkum”. Hermennirnir sem drepa fólk með því að heimila sprengjuregn byggt á líkindareikningnum viðurkenna að þeir nota að hámarki um 20 sekúndur til þess að staðfesta skotmörkin, oftast út frá því einu að staðfesta að viðkomandi sé sannarlega, karlkyns og frá Palestínu. Hér er vert að nefna að Lavender notar sín eigin skotmörk til þess að finna sér fleiri skotmörk. Þannig getur þú auðveldlega orðið að skotmarki ef þú hringir reglulega í einhvern sem Lavender hefur kveðið upp dauðadóm yfir, eða ef þú umgengst viðkomandi nokkrum sinnum eða ert bara á röngum stað á röngum tíma. Lavender reiknar nefnilega líka út það sem því er áskipað að telja ásættanlegt mannfall almennra borgara við skipulögð morð á skotmörkum sínum, allt eftir því hversu hátt sett gervigreindin telur skotmarkið vera í röðum Hamas. Þannig má drepa 30 konur, menn og börn ef Lavender er búið að ákveða að þú sért fótgönguliði en 100 óbreytta borgara ef Lavender ákveður að þú sért háttsettur meðlimur í Hamas. Hvar er pabbi? Hér er forrit sem ætti að kalla á sjálfstæða rannsókn alþjóðlega stríðsglæpadómstólsins í Haag. Hvar er pabbi er njósnaforrit sem eltir Lavenderskotmörk heim til sín með staðsetningarbúnaði í farsímum eða með öðrum leiðum. Þegar viðkomandi manneskja er komin heim til sín er sú staðreynd notuð til þess að auðkenna skotmarkið. Staðfesta að hann eða hún sé sá sem Lavender heldur að þau séu. Þegar að skotmarkið er komið heim til fjölskyldunnar sinnar, barnanna sinna, ættingja sinna, konunar sinnar, frænda sinna og frænkna þá lætur Hvar er pabbi til skarar skríða og sprengir heimilið í loft upp í skjóli nætur. Á meðan börnin sofa. Hvar er Pabbi eða Where is Daddy, eins og Ísraelsher hefur nefnt forritið er stríðsglæpur í sjálfu sér. Það er stríðsglæpur að taka almenna borgara af lífi vitandi vits. Það er líka stríðsglæpur að láta forrit eins og Guðspjallið framleiða skotmörk á færibandi og sprengja sjúkrahús, skóla og íbúðarblokkir dag eftir dag eftir dag. Það er líka stríðsglæpur að taka fólk af lífi án dóms og laga byggt á líkindareikningi Lavenders og það er stríðsglæpur að líta svo á að drepa megi 100 manneskjur af holdi og blóði til þess að drepa einn mann sem gervigreindarforritið Lavender líkindareiknaði að væri líklega í Hamas. Þessir stríðsglæpir eru stór þáttur í yfirstandandi þjóðarmorði Ísraels gagnvart palestínsku þjóðinni. Hvað er til ráða? Ísraelsríki á sér langa sögu um að selja búnað sem hún notar til þess að njósna um eða myrða palestínubúa til hæstbjóðenda og án skilyrða. Raunar auglýsa ísraelsk hernaðarfyrirtæki vopnin sín og tækjabúnað sem “battle tested” eða prufukeyrð í bardaga í íslenskri þýðingu höfundar. Og við skulum ekki halda í eitt augnablik að þetta sé ekki fordæmi sem hægt verður að nota gegn okkur ríka fína hvíta fólkinu í ekki svo fjarlægri framtíð. Gospel, Lavender og Where is daddy er ekki leyndarmál eða umdeildar staðreyndir. Þetta er staðfest. Þetta er vitað. Þetta er gert með stuðningi Bandaríkjanna, Google og Microsoft (fyrirtækis sem íslenska ríkið er í víðtækum viðskiptum við). Það er glæpur að láta eins og þessir stríðsglæpir, þetta þjóðarmorð komi okkur Íslendingum og íslenskum stjórnvöldum ekki við. Það er ekki nóg að halda innblásnar ræður eða gefa út fleiri yfirlýsingar. Íslenska ríkisstjórnin verður að grípa til tafarlausra og markvissra aðgerða gegn Ísrael. Aðgerða sem bíta. Aðgerða sem við vitum að virka, eins og viðskiptabann, vopnasölubann og þær aðgerðir sem Haag hópurinn hefur ráðist í gegn Ísrael. Fyrst þá getum við sagt að Ísland hafi gert eitthvað til þess að stöðva þjóðarmorðið. Að lokum minni ég aftur á fundinn Þjóð gegn Þjóðarmorði, laugardaginn 6. september kl. 2 um land allt. Ég verð á Austurvelli til þess að krefja ríkisstjórnina um tafarlausar aðgerðir gegn Ísrael. Hvað með þig? Höfundur er framkvæmdastjóri Courage International.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun