Fótbolti

Bein út­sending: Arnar og Hákon sitja fyrir svörum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnar Gunnlaugsson freistar þess að koma íslenska landsliðinu á HM.
Arnar Gunnlaugsson freistar þess að koma íslenska landsliðinu á HM. vísir/vilhelm

Vísir er með beina útsendingu frá blaðamannafundi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta fyrir leikinn gegn Aserbaídsjan í undankeppni HM 2026.

Fundurinn hefst klukkan 12:45 en beina útsendingu frá honum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari og Hákon Arnar Haraldsson, sem verður fyrirliði íslenska liðsins í næstu tveimur leikjum, sitja fyrir svörum á fundinum.

Ísland mætir Aserbaídsjan á Laugardalsvelli á morgun og Frakklandi í París á þriðjudaginn. Úkraína er einnig í  D-riðli undankeppni HM. Efsta liðið kemst í lokakeppnina sem fer fram í Kanada, Bandaríkjunum og Mexíkó en liðið í 2. sæti fer í umspil.

Ísland mætir Aserbaídsjan klukkan 18:45 á morgun. Leikurinn verður sýndur í opinni dagskrá á Sýn Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×