Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2025 13:58 Martin Hermannsson skilaði sínu en því miður var oft lítið að frétta af liðsfélögum hans. Vísir/Hulda Margrét Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði fimmta leiknum sínum í röð á Evrópumótinu í Póllandi en að þessu sinni kom stóri skellurinn sem liðið hafði ekki kynnst hingað til í mótinu. Íslenska liðið hafði augljóslega unnið sér það inn með góðri frammistöðu á mótinu að fá fulla virðingu frá franska liðinu. Þeir tóku okkur heldur betur alvarlega og bætti einbeittir og grimmir til leiks. Íslenska liðið var yfirspilað frá fyrstu mínútu og franska liðið var komið í 50-17 eftir þrettán mínútna leik. Frakkar skoruðu af vild og strákarnir voru ekki að hitta úr opnum skotum. Craig Pedersen gerði þrjár breytingar á fimm manna byrjunarliðinu og snerist það örugglega eitthvað um að skipta þreyttum fótum fyrir ferska fætur. Þetta leit hins vegar út eins og það væri bara verið að gefa leikinn. Tveir af þeim sem hafa spilað minnst á mótinu komu inn í liðið og það var ekki til að auka trúna á verkefnið. Allt í lagi að leyfa þeim að spila mínútur en stórfurðuleg ákvörðun að láta þá báða byrja leikinn. Eftir fyrri hálfleikinn höfðu þeir aðeins hitt úr einu af átta skotum sínum og tapað fjórum boltum. Um miðjan annan leikhluta var bekkurinn hjá Frökkum kominn með 32 stig á sama tíma og íslenska liðið var með 24 stig samanlagt eða átta stigum minna. Lykilmenn voru örugglega margir útkeyrðir og orkulausir en það að leggjast flatir frá fyrstu mínútu var eitthvað sem enginn bjóst við af þessu liði. Engin trú og engin orka á móti liði eins og Frakklandi þýðir bara eitt - stór skellur. Þetta var sorglegur endir á móti þar sem íslenska liðið var svo grátlega nálægt sínum fyrsta sigri á stórmóti. Hér fyrir neðan má sjá hvernig íslensku strákarnir stóðu sig í dag. Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur Hilmar Smári Henningsson reyndi og reyndi en aðeins 2 af 12 skotum hans fóru rétta leið.Vísir/Hulda Margrét Byrjunarliðið: Sigtryggur Arnar Björnsson, bakvörður 13 stig á 20:37 mínútum (PlúsMínus: -28 Framlag: 1) Óskiljanleg ákvörðun að láta hann byrja leikinn eftir að hann spilaði í samtals þrjár mínútur í síðustu þremur leikjum. Það var eins og þjálfarateymið væri að réttlæta veru hans í hópnum. Hefur nánast ekkert gert þær mínútur sem hann spilaði og það var lítil breyting á því. Hilmar Smári Henningsson, bakvörður 29 stig á 20:39 mínútum (PlúsMínus: -23 Framlag: 4) Það er miklu meira vita í því að taka Hilmar inn í byrjunarliðið. Framtíðarmaður sem hefur komið hugaður, hungraður og hugrakkur inn í leikina. Átti samt erfitt uppdráttar á móti hraustum Frökkum en fékk dýrmæta reynslu áður en hann fær stærra hlutverk hjá liðinu. Hitti hræðilega en mætti inn á gólfið til að láta til sín taka. Martin Hermannsson, bakvörður 415 stig á 16:09 mínútum (PlúsMínus: -25 Framlag: 15) Eini leikmaður íslenska liðsins sem var að gera eitthvað á afar erfiðum upphafsmínútum. Algjör yfirburðamaður í íslenska liðinu í dag. Gerði allt með hæfilegri blöndu af yfirvegun, áræðni og útsjónarsemi. Orri Gunnarsson, framherji 27 stig á 24:36 mínútum (PlúsMínus: -24 Framlag: 1) Hefur farið hvað eftir annað úr því að byrja leiki í það að varla koma inn á völlinn í leikjum íslenska liðsins. Þvílík harmonikku meðferð frá þjálfarateyminu. Ekki til að auka trúna eða minnka stressið. Það verður vonandi betra næst því þetta er framtíðarmaður hjá liðinu. Hlutirnir gengu ekki upp hjá honum núna en þeir gera það næst. Seinni hálfleikurinn í dag var strax betri og hann hætti ekki sem er plús. Tryggvi Snær Hlinason, miðherji 38 stig og 5 fráköst á 20:50 mínútum (PlúsMínus: -24 Framlag: 15) Tryggvi fékk loksins að hvíla aðeins lúin bein eftir að hafa varla farið af velli í fyrstu fjórum leikjunum. Virkaði þreyttur og bensínlítill eftir átök síðustu viku. Rólegur leikur á hans mælikvarða. Styrmir Snær Þrastarson átti þrjár flottar troðslur í seinni hálfleiknum.Vísir/Hulda Margrét Komu inn af bekknum Elvar Már Friðriksson, bakvörður 310 stig á 18:43 mínútum (PlúsMínus: -22 Framlag: 7) Var hent út úr byrjunarliðinu sem kom flestum örugglega á óvart. Hitti ekki vel þegar hann kom inn á völlinn og lenti einnig í villuvandræðum. Átti erfitt með að koma sér inn í leik sem var nánast búinn þegar hann kom inn á völlinn. Sýndi aðeins meira í seinni hálfleiknum. Jón Axel Guðmundsson, framherji 24 stig á 17:45 mínútum (PlúsMínus: -14 Framlag: 7) Það er hægt að segja það sama um svo marga lykilmenn íslenska liðsins sem voru búnir að leggja mikið á sig til þessa í mótinu. Orkustöðvarnar voru næstum því tæmdar og Jón Axel var engin undantekning. Almar Orri Atlason, framherji 12 stig á 12:43 mínútum (PlúsMínus: -16 Framlag: -5) Það gekk ekkert hjá honum í dag. Fékk nokkur góð skot en hitti ekki. Var að reyna að skora sín fyrstu stig á Evrópumótinu og þau komu loksins með troðslu 33 sekúndum fyrir leikslok úr níunda skoti hans á mótinu. Ægir Þór Steinarsson, bakvörður 30 stig á 4:59 mínútum (PlúsMínus: -5 Framlag: 3) Kom inn og reyndi að keyra menn í gang og leikur liðsins lagðist auðvitað um leið, sérstaklega á varnarvellinum. Fékk samt lítið að spila og fyrirliðinn steig til hliðar til að leyfa öðrum leikmönnum að njóta sín. Kristinn Pálsson, framherji 37 stig á 17.58 mínútum (PlúsMínus: -17 Framlag: 5) Gerði ekkert þegar hann kom inn á völlinn í fyrri hálfleiknum en það gekk mun betur í þeim seinni þar af hann setti meðal annars niður þrist og víti að auki. Styrmir Snær Þrastarson, framherji 49 stig á 13:29 mínútum (PlúsMínus: +8 Framlag: 12) Átti þrjár flottar troðslur í seinni hálfleiknum og stendur sig oftast vel í vörninni. Það verður gaman að sjá hann fá meiri trú í sókninni því hann er einn af þessum mönnum sem við þurfum að veðja á í framtíðinni. Hann sýndi flotta spretti í lokin. Kári Jónsson, bakvörður 20 stig á 11:32 mínútum (PlúsMínus: -10 Framlag: 4) Sá eini sem fékk ekki að spila í fyrri hálfleiknum en stýrði leik liðsins ágætlega í lokin Craig Pedersen, þjálfari 2 Þjálfarateymið féll á prófinu alveg eins og íslensku strákarnir. Furðulegt byrjunarlið gaf ekki rétta tóninn fyrir þennan leik og liðið náði aldrei að kveikja á sér. Tók þá ákvörðun að hvíla lykilmenn og dreifa mínútum á menn en því miður var lítið beníns á flestum tönkum í leikmannahópnum. Virkaði úrræðalaus og útkeyrður á bekknum eins og flestir leikmenn. Ömurlegur endir á móti sem hefði getað farið allt öðruvísi. EM 2025 í körfubolta Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira
Íslenska liðið hafði augljóslega unnið sér það inn með góðri frammistöðu á mótinu að fá fulla virðingu frá franska liðinu. Þeir tóku okkur heldur betur alvarlega og bætti einbeittir og grimmir til leiks. Íslenska liðið var yfirspilað frá fyrstu mínútu og franska liðið var komið í 50-17 eftir þrettán mínútna leik. Frakkar skoruðu af vild og strákarnir voru ekki að hitta úr opnum skotum. Craig Pedersen gerði þrjár breytingar á fimm manna byrjunarliðinu og snerist það örugglega eitthvað um að skipta þreyttum fótum fyrir ferska fætur. Þetta leit hins vegar út eins og það væri bara verið að gefa leikinn. Tveir af þeim sem hafa spilað minnst á mótinu komu inn í liðið og það var ekki til að auka trúna á verkefnið. Allt í lagi að leyfa þeim að spila mínútur en stórfurðuleg ákvörðun að láta þá báða byrja leikinn. Eftir fyrri hálfleikinn höfðu þeir aðeins hitt úr einu af átta skotum sínum og tapað fjórum boltum. Um miðjan annan leikhluta var bekkurinn hjá Frökkum kominn með 32 stig á sama tíma og íslenska liðið var með 24 stig samanlagt eða átta stigum minna. Lykilmenn voru örugglega margir útkeyrðir og orkulausir en það að leggjast flatir frá fyrstu mínútu var eitthvað sem enginn bjóst við af þessu liði. Engin trú og engin orka á móti liði eins og Frakklandi þýðir bara eitt - stór skellur. Þetta var sorglegur endir á móti þar sem íslenska liðið var svo grátlega nálægt sínum fyrsta sigri á stórmóti. Hér fyrir neðan má sjá hvernig íslensku strákarnir stóðu sig í dag. Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur Hilmar Smári Henningsson reyndi og reyndi en aðeins 2 af 12 skotum hans fóru rétta leið.Vísir/Hulda Margrét Byrjunarliðið: Sigtryggur Arnar Björnsson, bakvörður 13 stig á 20:37 mínútum (PlúsMínus: -28 Framlag: 1) Óskiljanleg ákvörðun að láta hann byrja leikinn eftir að hann spilaði í samtals þrjár mínútur í síðustu þremur leikjum. Það var eins og þjálfarateymið væri að réttlæta veru hans í hópnum. Hefur nánast ekkert gert þær mínútur sem hann spilaði og það var lítil breyting á því. Hilmar Smári Henningsson, bakvörður 29 stig á 20:39 mínútum (PlúsMínus: -23 Framlag: 4) Það er miklu meira vita í því að taka Hilmar inn í byrjunarliðið. Framtíðarmaður sem hefur komið hugaður, hungraður og hugrakkur inn í leikina. Átti samt erfitt uppdráttar á móti hraustum Frökkum en fékk dýrmæta reynslu áður en hann fær stærra hlutverk hjá liðinu. Hitti hræðilega en mætti inn á gólfið til að láta til sín taka. Martin Hermannsson, bakvörður 415 stig á 16:09 mínútum (PlúsMínus: -25 Framlag: 15) Eini leikmaður íslenska liðsins sem var að gera eitthvað á afar erfiðum upphafsmínútum. Algjör yfirburðamaður í íslenska liðinu í dag. Gerði allt með hæfilegri blöndu af yfirvegun, áræðni og útsjónarsemi. Orri Gunnarsson, framherji 27 stig á 24:36 mínútum (PlúsMínus: -24 Framlag: 1) Hefur farið hvað eftir annað úr því að byrja leiki í það að varla koma inn á völlinn í leikjum íslenska liðsins. Þvílík harmonikku meðferð frá þjálfarateyminu. Ekki til að auka trúna eða minnka stressið. Það verður vonandi betra næst því þetta er framtíðarmaður hjá liðinu. Hlutirnir gengu ekki upp hjá honum núna en þeir gera það næst. Seinni hálfleikurinn í dag var strax betri og hann hætti ekki sem er plús. Tryggvi Snær Hlinason, miðherji 38 stig og 5 fráköst á 20:50 mínútum (PlúsMínus: -24 Framlag: 15) Tryggvi fékk loksins að hvíla aðeins lúin bein eftir að hafa varla farið af velli í fyrstu fjórum leikjunum. Virkaði þreyttur og bensínlítill eftir átök síðustu viku. Rólegur leikur á hans mælikvarða. Styrmir Snær Þrastarson átti þrjár flottar troðslur í seinni hálfleiknum.Vísir/Hulda Margrét Komu inn af bekknum Elvar Már Friðriksson, bakvörður 310 stig á 18:43 mínútum (PlúsMínus: -22 Framlag: 7) Var hent út úr byrjunarliðinu sem kom flestum örugglega á óvart. Hitti ekki vel þegar hann kom inn á völlinn og lenti einnig í villuvandræðum. Átti erfitt með að koma sér inn í leik sem var nánast búinn þegar hann kom inn á völlinn. Sýndi aðeins meira í seinni hálfleiknum. Jón Axel Guðmundsson, framherji 24 stig á 17:45 mínútum (PlúsMínus: -14 Framlag: 7) Það er hægt að segja það sama um svo marga lykilmenn íslenska liðsins sem voru búnir að leggja mikið á sig til þessa í mótinu. Orkustöðvarnar voru næstum því tæmdar og Jón Axel var engin undantekning. Almar Orri Atlason, framherji 12 stig á 12:43 mínútum (PlúsMínus: -16 Framlag: -5) Það gekk ekkert hjá honum í dag. Fékk nokkur góð skot en hitti ekki. Var að reyna að skora sín fyrstu stig á Evrópumótinu og þau komu loksins með troðslu 33 sekúndum fyrir leikslok úr níunda skoti hans á mótinu. Ægir Þór Steinarsson, bakvörður 30 stig á 4:59 mínútum (PlúsMínus: -5 Framlag: 3) Kom inn og reyndi að keyra menn í gang og leikur liðsins lagðist auðvitað um leið, sérstaklega á varnarvellinum. Fékk samt lítið að spila og fyrirliðinn steig til hliðar til að leyfa öðrum leikmönnum að njóta sín. Kristinn Pálsson, framherji 37 stig á 17.58 mínútum (PlúsMínus: -17 Framlag: 5) Gerði ekkert þegar hann kom inn á völlinn í fyrri hálfleiknum en það gekk mun betur í þeim seinni þar af hann setti meðal annars niður þrist og víti að auki. Styrmir Snær Þrastarson, framherji 49 stig á 13:29 mínútum (PlúsMínus: +8 Framlag: 12) Átti þrjár flottar troðslur í seinni hálfleiknum og stendur sig oftast vel í vörninni. Það verður gaman að sjá hann fá meiri trú í sókninni því hann er einn af þessum mönnum sem við þurfum að veðja á í framtíðinni. Hann sýndi flotta spretti í lokin. Kári Jónsson, bakvörður 20 stig á 11:32 mínútum (PlúsMínus: -10 Framlag: 4) Sá eini sem fékk ekki að spila í fyrri hálfleiknum en stýrði leik liðsins ágætlega í lokin Craig Pedersen, þjálfari 2 Þjálfarateymið féll á prófinu alveg eins og íslensku strákarnir. Furðulegt byrjunarlið gaf ekki rétta tóninn fyrir þennan leik og liðið náði aldrei að kveikja á sér. Tók þá ákvörðun að hvíla lykilmenn og dreifa mínútum á menn en því miður var lítið beníns á flestum tönkum í leikmannahópnum. Virkaði úrræðalaus og útkeyrður á bekknum eins og flestir leikmenn. Ömurlegur endir á móti sem hefði getað farið allt öðruvísi.
Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
EM 2025 í körfubolta Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira