Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2025 12:31 Erik ten Hag fékk nánast engan tíma til að sanna sig hjá Leverkusen. Getty/Christof Koepsel Hollenski knattspyrnustjórinn Erik ten Hag segir ákvörðun stjórnar Bayer Leverkusen, um að reka hann eftir tvo deildarleiki í starfi, algjörlega óvænta og fordæmalausa. Ten Hag var rekinn frá Manchester United í lok október í fyrra og hafði verið án starfs þar til að Leverkusen réði hann í sumar, sem arftaka Xabi Alonso. Velgengni Leverkusen undir stjórn Alonso var búin að vera gríðarleg og félagið batt vonir við að Ten Hag, sem gerði frábæra hluti sem stjóri Ajax og vann tvo titla með United, gæti viðhaldið henni. Hann fékk hins vegar aðeins tíu vikur í starfi, einn bikarleik og tvo deildarleiki. Líður eins og sambandið hafi aldrei byggt á gagnkvæmu trausti „Þessi ákvörðun stjórnar Bayer Leverkusen [í gærmorgun] um að segja mér upp kom mér algjörlega í opna skjöldu. Það að skilja við þjálfara eftir aðeins tvo deildarleiki er fordæmalaust,“ sagði Ten Hag í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. „Í sumar fóru margir lykilmenn sem höfðu tekið þátt í árangri síðustu ára. Það að byggja upp nýtt, samhæft lið er vandasamt ferli sem krefst tíma og trausts. Nýr þjálfari á skilið að fá svigrúm til að koma sínum hugmyndum og gildum á framfæri, móta hópinn og koma sínum leikstíl í gegn. Ég hóf þetta starf af fullum þunga og orku en því miður vill stjórnin ekki gefa mér þann tíma og traust sem ég þurfti, og ég harma það. Mér líður eins og að þetta samband hafi aldrei byggt á gagnkvæmu trausti,“ sagði Ten Hag. Þá bætti hann við að sagan sýndi að í hvert sinn sem hann fengi að klára tímabil með sínu liði þá skilaði það sér í titli. Hann gerði Ajax þrívegis að hollenskum meistara og vann hollenska bikarinn tvisvar, auk þess að fara með liðið í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Hann vann svo enska deildabikarinn og bikarmeistaratitil með United en gengi liðsins í úrvalsdeildinni var hins vegar langt undir væntingum. Leverkusen vann 4-0 sigur á neðrideildarliði Grossaspach í þýska bikarnum en tapaði 2-1 á heimavelli gegn Hoffenheim í fyrsta deildarleiknum undir stjórn Ten Hag og gerði svo 3-3 jafntefli við Werder Bremen á útivelli um helgina. Þýski boltinn Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Ten Hag var rekinn frá Manchester United í lok október í fyrra og hafði verið án starfs þar til að Leverkusen réði hann í sumar, sem arftaka Xabi Alonso. Velgengni Leverkusen undir stjórn Alonso var búin að vera gríðarleg og félagið batt vonir við að Ten Hag, sem gerði frábæra hluti sem stjóri Ajax og vann tvo titla með United, gæti viðhaldið henni. Hann fékk hins vegar aðeins tíu vikur í starfi, einn bikarleik og tvo deildarleiki. Líður eins og sambandið hafi aldrei byggt á gagnkvæmu trausti „Þessi ákvörðun stjórnar Bayer Leverkusen [í gærmorgun] um að segja mér upp kom mér algjörlega í opna skjöldu. Það að skilja við þjálfara eftir aðeins tvo deildarleiki er fordæmalaust,“ sagði Ten Hag í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. „Í sumar fóru margir lykilmenn sem höfðu tekið þátt í árangri síðustu ára. Það að byggja upp nýtt, samhæft lið er vandasamt ferli sem krefst tíma og trausts. Nýr þjálfari á skilið að fá svigrúm til að koma sínum hugmyndum og gildum á framfæri, móta hópinn og koma sínum leikstíl í gegn. Ég hóf þetta starf af fullum þunga og orku en því miður vill stjórnin ekki gefa mér þann tíma og traust sem ég þurfti, og ég harma það. Mér líður eins og að þetta samband hafi aldrei byggt á gagnkvæmu trausti,“ sagði Ten Hag. Þá bætti hann við að sagan sýndi að í hvert sinn sem hann fengi að klára tímabil með sínu liði þá skilaði það sér í titli. Hann gerði Ajax þrívegis að hollenskum meistara og vann hollenska bikarinn tvisvar, auk þess að fara með liðið í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Hann vann svo enska deildabikarinn og bikarmeistaratitil með United en gengi liðsins í úrvalsdeildinni var hins vegar langt undir væntingum. Leverkusen vann 4-0 sigur á neðrideildarliði Grossaspach í þýska bikarnum en tapaði 2-1 á heimavelli gegn Hoffenheim í fyrsta deildarleiknum undir stjórn Ten Hag og gerði svo 3-3 jafntefli við Werder Bremen á útivelli um helgina.
Þýski boltinn Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira