Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Sindri Sverrisson skrifar 4. september 2025 07:02 Heimir Hallgrímsson gerir sér fulla grein fyrir því hve mikilvægur leikur er fram undan hjá Írum. Getty/Stephen McCarthy Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Írlands í fótbolta, fer ekki leynt með það hve mikilvægur leikur liðsins við Ungverjaland í Dublin á laugardaginn er. Hann hefur sent út ákall til stuðningsmanna og vonast eftir töfrandi kvöldi. Heimir hefur nú stýrt írska landsliðinu í rúmt ár og segir í myndbandi á samfélagsmiðlum írska knattspyrnusambandsins að nú sé aðlögunartíminn liðinn. Komið sé að því að sýna úr hverju menn séu gerðir. „Núna er tíminn til að standa sig.“ A message from Heimir.This is it.💚🇮🇪 pic.twitter.com/ZYGCOcObQk— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) September 3, 2025 Írland mætir Ungverjalandi á laugardagskvöld, í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay, þegar liðin byrja undankeppni HM 2026. Undankeppnin er öll spiluð á næstu þremur mánuðum og nær ekkert svigrúm fyrir mistök ætli lið að koma sér á HM, sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada næsta sumar. Heimir gerir sér fulla grein fyrir þessu en Írar hafa ekki verið með á HM síðan árið 2002. „Allt það sem við höfum verið að gera hefur leitt að þessari stundu. Og við erum allir sammála um að ef við hefðum fengið að ráða niðurröðun leikja í riðlinum þá hefðum við líklega valið þetta, að byrja á að mæta Ungverjum á heimavelli,“ sagði Heimir við RTE. Vonast eftir töfrandi stuðningi „Þetta er bara svakalega mikilvægur leikur, og ég vona að fólk geri sér grein fyrir því og fjölmenni. Ég veit að það verður uppselt og ég vona að fólkið sem mætir muni halda áfram að styðja og elska þetta lið. Þetta hefur verið stórkostlegt en á laugardaginn vona ég að stuðningurinn verði töfrandi og að það skili okkur sigri í fyrsta leik,“ sagði Heimir og bætti við hve mikilvægt það væri að lenda ekki í eltingaleik í riðlinum, heldur fá hin liðin til að elta Íra. Írland og Ungverjaland leika í F-riðli ásamt stórliði Portúgals og Armeníu. Aðeins efsta liðið kemst beint á HM en liðið í 2. sæti kemst í umspil. Ísland hefur sína undankeppni á morgun með leik við Aserbaísjan en er einnig í riðli með Frakklandi og Úkraínu. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Heimir hefur nú stýrt írska landsliðinu í rúmt ár og segir í myndbandi á samfélagsmiðlum írska knattspyrnusambandsins að nú sé aðlögunartíminn liðinn. Komið sé að því að sýna úr hverju menn séu gerðir. „Núna er tíminn til að standa sig.“ A message from Heimir.This is it.💚🇮🇪 pic.twitter.com/ZYGCOcObQk— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) September 3, 2025 Írland mætir Ungverjalandi á laugardagskvöld, í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay, þegar liðin byrja undankeppni HM 2026. Undankeppnin er öll spiluð á næstu þremur mánuðum og nær ekkert svigrúm fyrir mistök ætli lið að koma sér á HM, sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada næsta sumar. Heimir gerir sér fulla grein fyrir þessu en Írar hafa ekki verið með á HM síðan árið 2002. „Allt það sem við höfum verið að gera hefur leitt að þessari stundu. Og við erum allir sammála um að ef við hefðum fengið að ráða niðurröðun leikja í riðlinum þá hefðum við líklega valið þetta, að byrja á að mæta Ungverjum á heimavelli,“ sagði Heimir við RTE. Vonast eftir töfrandi stuðningi „Þetta er bara svakalega mikilvægur leikur, og ég vona að fólk geri sér grein fyrir því og fjölmenni. Ég veit að það verður uppselt og ég vona að fólkið sem mætir muni halda áfram að styðja og elska þetta lið. Þetta hefur verið stórkostlegt en á laugardaginn vona ég að stuðningurinn verði töfrandi og að það skili okkur sigri í fyrsta leik,“ sagði Heimir og bætti við hve mikilvægt það væri að lenda ekki í eltingaleik í riðlinum, heldur fá hin liðin til að elta Íra. Írland og Ungverjaland leika í F-riðli ásamt stórliði Portúgals og Armeníu. Aðeins efsta liðið kemst beint á HM en liðið í 2. sæti kemst í umspil. Ísland hefur sína undankeppni á morgun með leik við Aserbaísjan en er einnig í riðli með Frakklandi og Úkraínu.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira