Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. september 2025 11:00 Helga Þórðardóttir er formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík og formaður skóla- og frístundasviðs, segir að nýr matsferill muni gjörbylta grunnskólum borgarinnar. Þá segir hún að biðlistar eftir leikskólaplássi séu á réttri leið, nánast sé búið að veita öllum átján mánaða og eldri börnum leikskólapláss og umtalsvert færri börn séu á biðlista eftir plássi en áður. „Það hafa mjög margir jákvæðir hlutir gerst sem að fólk kannski hefur ekki tekið eftir,“ sagði Helga í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún ræddi meðal annars nýjan námsmatsferil sem stendur til að innleiða í öllum grunnskólum landsins á skólaárinu sem nú er að hefjast. Spennt fyrir innleiðingu nýs kerfis Matsferillinn var boðaður með breytingu á lögum um grunnskóla sem samþykktar voru í sumar og er vinna þegar farin af stað við innleiðingu matsferilsins. „Það er bara í fullum gangi og þetta eru stórkostlegar fréttir,“ segir Helga. „Það eru matstæki sem eru fyrir alla árganga grunnskóla og það var ákveðið á þingi að í þremur árgöngum er þetta skyldubundið. Það er í fjórða bekk, sjötta bekk og níunda bekk. Þetta eru stöðupróf, samræmd próf, sem er tekið á öllu landinu þannig það er hægt að bera saman árangur. Rosalega mikilvægt tæki fyrir kennara til að geta fylgst með námsframvindu nemenda hverju sinni,“ segir Helga sem telur nýja kerfið mikið fagnaðarefni. Valkvætt verður leggja fyrir sambærileg próf í öðrum árgöngum. Hún kveðst gríðarlega ánægð með hvernig málið hafi verið unnið og hún hafi fulla trú á verkefninu. Það sé þó mikið verk framundan við að innleiða nýtt kerfi sem muni gerast í nokkrum skrefum. Ekki eru allir á einu máli um ágæti nýja matsferilsins og hefur afnám samræmdu prófanna sem voru og hétu sætt nokkurri gagnrýni. Tæknilegir örðuleikar við framkvæmd prófanna voru í fyrstu það sem varð til þess að hætt var að leggja prófin fyrir fyrir nokkrum árum en í framhaldinu var ráðist í undirbúning að nýju kerfi sem myndi leysa samræmdu prófin af hólmi. Fyrst nú í vetur verður nýtt kerfi innleitt. Spurð hvort hún telji að innleiðing matferilsins muni leysa allan vanda segir Helga svo ekki vera. „Þetta verður í sífelldri endurskoðun. Við megum ekki gleyma því að það er mjög mikil vinna núna framundan, og það voru sjö þúsund nemendur á öllu landinu sem tóku forpróf sem var prufukeyrt á öllu landinu, í 26 skólum og nú er verið að meta niðurstöðuna og samræma þetta,“ segir Helga. Skólayfirvöld í Reykjavík hafi lagt áherslu á að vera í þéttu samstarfi, en í borginni eru 36 skólar sem séu misvel í stakk búnir að sögn Helgu. Um sé að ræða „risa skref“ og það sé eðlilegt að innleiðing nýs matferils taki tíma og mikla vinnu. Leikskólabiðlistar séu á réttri leið Helga nýtti jafnframt tækifærið til að benda á árangur sem hún segir hafa náðst hvað snýr að leikskólum borgarinnar. Þetta sé fyrsta haustið hennar síðan hún tók sæti í borgarstjórn sem hún hafi ekki fengið bréf frá foreldrum sem kvarta yfir biðlistum eftir leikskólaplássi fyrir börn sín. „Við erum búin að fjölga leikskólaplássum, það hafa aldrei verið fleiri leikskólabörn, það er miklu minni biðlisti og við erum nánast að veita öllum átján mánaða og eldri börnum leikskólapláss og ég held að það séu næstum þrjú hundruð börnum færri á biðlista,“ segir Helga. Samkvæmt tölum frá borginni sem fjallað er um á Vísi í morgun eru um 400 börn 12 mánaða og eldri á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Ef horft er til barna 18 mánaða og eldri eru þau 67. Í fyrra biðu á svipuðum tíma 653 barn og 2023 voru þau 658. Reykjavík Skóla- og menntamál Flokkur fólksins Grunnskólar Bítið Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
„Það hafa mjög margir jákvæðir hlutir gerst sem að fólk kannski hefur ekki tekið eftir,“ sagði Helga í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún ræddi meðal annars nýjan námsmatsferil sem stendur til að innleiða í öllum grunnskólum landsins á skólaárinu sem nú er að hefjast. Spennt fyrir innleiðingu nýs kerfis Matsferillinn var boðaður með breytingu á lögum um grunnskóla sem samþykktar voru í sumar og er vinna þegar farin af stað við innleiðingu matsferilsins. „Það er bara í fullum gangi og þetta eru stórkostlegar fréttir,“ segir Helga. „Það eru matstæki sem eru fyrir alla árganga grunnskóla og það var ákveðið á þingi að í þremur árgöngum er þetta skyldubundið. Það er í fjórða bekk, sjötta bekk og níunda bekk. Þetta eru stöðupróf, samræmd próf, sem er tekið á öllu landinu þannig það er hægt að bera saman árangur. Rosalega mikilvægt tæki fyrir kennara til að geta fylgst með námsframvindu nemenda hverju sinni,“ segir Helga sem telur nýja kerfið mikið fagnaðarefni. Valkvætt verður leggja fyrir sambærileg próf í öðrum árgöngum. Hún kveðst gríðarlega ánægð með hvernig málið hafi verið unnið og hún hafi fulla trú á verkefninu. Það sé þó mikið verk framundan við að innleiða nýtt kerfi sem muni gerast í nokkrum skrefum. Ekki eru allir á einu máli um ágæti nýja matsferilsins og hefur afnám samræmdu prófanna sem voru og hétu sætt nokkurri gagnrýni. Tæknilegir örðuleikar við framkvæmd prófanna voru í fyrstu það sem varð til þess að hætt var að leggja prófin fyrir fyrir nokkrum árum en í framhaldinu var ráðist í undirbúning að nýju kerfi sem myndi leysa samræmdu prófin af hólmi. Fyrst nú í vetur verður nýtt kerfi innleitt. Spurð hvort hún telji að innleiðing matferilsins muni leysa allan vanda segir Helga svo ekki vera. „Þetta verður í sífelldri endurskoðun. Við megum ekki gleyma því að það er mjög mikil vinna núna framundan, og það voru sjö þúsund nemendur á öllu landinu sem tóku forpróf sem var prufukeyrt á öllu landinu, í 26 skólum og nú er verið að meta niðurstöðuna og samræma þetta,“ segir Helga. Skólayfirvöld í Reykjavík hafi lagt áherslu á að vera í þéttu samstarfi, en í borginni eru 36 skólar sem séu misvel í stakk búnir að sögn Helgu. Um sé að ræða „risa skref“ og það sé eðlilegt að innleiðing nýs matferils taki tíma og mikla vinnu. Leikskólabiðlistar séu á réttri leið Helga nýtti jafnframt tækifærið til að benda á árangur sem hún segir hafa náðst hvað snýr að leikskólum borgarinnar. Þetta sé fyrsta haustið hennar síðan hún tók sæti í borgarstjórn sem hún hafi ekki fengið bréf frá foreldrum sem kvarta yfir biðlistum eftir leikskólaplássi fyrir börn sín. „Við erum búin að fjölga leikskólaplássum, það hafa aldrei verið fleiri leikskólabörn, það er miklu minni biðlisti og við erum nánast að veita öllum átján mánaða og eldri börnum leikskólapláss og ég held að það séu næstum þrjú hundruð börnum færri á biðlista,“ segir Helga. Samkvæmt tölum frá borginni sem fjallað er um á Vísi í morgun eru um 400 börn 12 mánaða og eldri á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Ef horft er til barna 18 mánaða og eldri eru þau 67. Í fyrra biðu á svipuðum tíma 653 barn og 2023 voru þau 658.
Reykjavík Skóla- og menntamál Flokkur fólksins Grunnskólar Bítið Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira