Innlent

Veitur vara við svikaskilaboðum

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Veitur vara við svikaskilaboðum á borð við þau sem sjá má hér til hægri.
Veitur vara við svikaskilaboðum á borð við þau sem sjá má hér til hægri. Samsett mynd

Veitur vara við svikaskilaboðum þar sem reynt er að hafa fé af viðskiptavinum undir þeim fölsku forsendum að rafmagnsreikningur sé. Vakin er athygli á því í tilkynningu að fyrirtækið sendi aldrei út hlekki þar sem fólk er beðið að skrá inn greiðslukortaupplýsingar. Í umræddum skilaboðum er viðtakandi beðinn að smella á hlekk til að velja raforkusala eða staðfesta þjónustu.

Í tilkynningu Veitna er tekið dæmi um svikaskilaboð þar sem viðtakandi er varaður við því að þjónusta gæti stöðvast þar sem rafmagnsreikningur sé ógreiddur.

„Veitur vekja athygli á svikaskilaboðum þar sem viðtakendur eru beðnir að smella á hlekk til að velja raforkusala eða staðfesta þjónustu. Veitur senda aldrei út hlekki þar sem fólki er sagt að skrá greiðslukortaupplýsingar,” segir í tilkynningu Veitna.

Þeir sem kunni að hafa móttekið slíkan póst eða skilaboð eru hvattir til að smella ekki á hlekki eða opna viðhengi, gefa ekki upp persónu- eða greiðslukortaupplýsingar og ráðlagt sé að eyða slíkum pósti strax.

Viðskiptavinir geti séð stöðu reikninga sinna á með því að skrá sig inn á heimasíðu Veitna þar sem hægt sé að sjá hvort reikningur sé ógreiddur. Veitur loki einungis fyrir rafmagn þegar margar viðvaranir hafi verið sendar vegna ógreiddra reikninga.

Þá er ennfremur útlistað í tilkynningu Veitna hvernig sé best að bregðast við, hafi maður fallið fyrir svikum en tilkynninguna má lesa í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×