Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Kjartan Kjartansson skrifar 1. september 2025 10:57 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, þegar hún var stödd í Litháen nærri landamærunum að Belarús fyrr í dag. AP/Mindaugas Kulbis Flugmenn flugvélar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, þurftu að styðjast við landabréf til þess að lenda vélinni í Búlgaríu vegna truflana á staðsetningarbúnaði hennar í gær. Rússar eru taldir hafa truflað gervihnattarmerki. Flugvélin hringsólaði yfir flugvelli í Plovdiv í Búlgaríu í um klukkustund eftir að staðsetningarbúnaður hennar varð gagnlaus skömmu fyrir lendingu, að sögn blaðsins Financial Times. Á endanum ákváðu flugmennirnir að lenda með aðstoð gamaldags landabréfa. Talsmaður framkvæmdastjórnarinnar segir AP-fréttastofunnar að grunur leiki á að Rússar hafi truflað staðsetningarbúnaðinn. „Við getum sannarlega staðfest að það voru GPS-truflanir. Við höfum fengið upplýsingar frá búlgörskum yfirvöldum um að þau gruni að þetta hafi verið greinilegar truflarnir Rússlands,“ sagði Arianna Podesta, talsmaðurinn. Búlgörsk yfirvöld segja að gervihnattarmerkið sem GPS-búnaður flugvélarinnar reiðir sig á hafi verið truflað. Merkið hafi tapast þegar flugvélin nálgaðist flugvöllinn. Heimsókn von der Leyen til Búlgaríu er hluti af ferðalagi hennar um landamærasvæði Evrópusambandsins að Rússlandi og Belarús. Podesta segir uppákomuna undirstrika mikilvægi heimsóknar von der Leyen í framlínuríki sambandsins í austri. Forsetinn hafi nú fengið smjörþefinn af daglegum ógnunum sem stafi frá Rússlandi og leppríkjum þess. Trufla gervihnattamerki yfir Eystrasalti Flugsamgöngur í Finnlandi nærri Eystrasalti hafa ítrekað spillst á undanförnum misserum vegna truflana Rússa á gervihnattarmerkjum. Þeir eru meðal annars sagðir beita þeim brögðum til þess að fela ferðir olíuflutningaskipta sem brjóta gegn viðskiptaþvingunum vestrænna ríkja gegn Rússland vegna innrásarinnar í Úkraínu. Sums staðar í Finnlandi hafa flugmálayfirvöld dregið fram gamaldags fjarlægðarvita sem gervihnattatæknin leysti af hólmi til þess að hjálpa flugvélum að lenda þegar truflanir eru á GPS-sambandi. Uppfært. Upphaflega sagði í fréttinni að atvikið hefði átt sér stað í morgun en það rétta er að það varð á sunnudag. Rússland Búlgaría Fréttir af flugi Evrópusambandið Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira
Flugvélin hringsólaði yfir flugvelli í Plovdiv í Búlgaríu í um klukkustund eftir að staðsetningarbúnaður hennar varð gagnlaus skömmu fyrir lendingu, að sögn blaðsins Financial Times. Á endanum ákváðu flugmennirnir að lenda með aðstoð gamaldags landabréfa. Talsmaður framkvæmdastjórnarinnar segir AP-fréttastofunnar að grunur leiki á að Rússar hafi truflað staðsetningarbúnaðinn. „Við getum sannarlega staðfest að það voru GPS-truflanir. Við höfum fengið upplýsingar frá búlgörskum yfirvöldum um að þau gruni að þetta hafi verið greinilegar truflarnir Rússlands,“ sagði Arianna Podesta, talsmaðurinn. Búlgörsk yfirvöld segja að gervihnattarmerkið sem GPS-búnaður flugvélarinnar reiðir sig á hafi verið truflað. Merkið hafi tapast þegar flugvélin nálgaðist flugvöllinn. Heimsókn von der Leyen til Búlgaríu er hluti af ferðalagi hennar um landamærasvæði Evrópusambandsins að Rússlandi og Belarús. Podesta segir uppákomuna undirstrika mikilvægi heimsóknar von der Leyen í framlínuríki sambandsins í austri. Forsetinn hafi nú fengið smjörþefinn af daglegum ógnunum sem stafi frá Rússlandi og leppríkjum þess. Trufla gervihnattamerki yfir Eystrasalti Flugsamgöngur í Finnlandi nærri Eystrasalti hafa ítrekað spillst á undanförnum misserum vegna truflana Rússa á gervihnattarmerkjum. Þeir eru meðal annars sagðir beita þeim brögðum til þess að fela ferðir olíuflutningaskipta sem brjóta gegn viðskiptaþvingunum vestrænna ríkja gegn Rússland vegna innrásarinnar í Úkraínu. Sums staðar í Finnlandi hafa flugmálayfirvöld dregið fram gamaldags fjarlægðarvita sem gervihnattatæknin leysti af hólmi til þess að hjálpa flugvélum að lenda þegar truflanir eru á GPS-sambandi. Uppfært. Upphaflega sagði í fréttinni að atvikið hefði átt sér stað í morgun en það rétta er að það varð á sunnudag.
Rússland Búlgaría Fréttir af flugi Evrópusambandið Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira