Innlent

Með ó­spektir og réðst á lög­reglu­mann

Atli Ísleifsson skrifar
Alls eru 44 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu frá klukkan 17 í gær til fimm í morgun.
Alls eru 44 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu frá klukkan 17 í gær til fimm í morgun. Vísir/Ívar Fannar

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið mann fyrir að hafa verið með óspektir á almannafæri í miðborg Reykjavíkur.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu þar sem segir frá verkefnum gærkvöldsins og næturinnar. Þar segir að maðurinn hafi jafnframt beitt lögreglumann ofbeldi, en maðurinn var vistaður í fangageymslu eftir árásina

Í tilkynningunni segir einnig að tveir hafi verið handteknir fyrir áflog og óspektir á almannafæri í miðborginni og voru þeir sömuleiðis vistaðir í fangageymslu.

Þá voru tveir menn handteknir grunaðir um innbrot í verslun í hverfi 221 í Hafnarfirði og í hverfi 109 í Reykjavík var maður handtekinn grunaður um vopnalagabrot. Dá var vopnaður höggvopni á almannafæri og fluttur í fangageymslu.

Loks segir frá því að í Mosfellsbæ hafi verið tilkynnt um þjófnað á vespu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×