Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Agnar Már Másson skrifar 30. ágúst 2025 23:45 Palestínski fáninn var dreginn að húni í júní og hefur hann blakt við hlið þess úkraínska sem var fyrst dreginn að húni við ráðhúsið 2022. Vísir/Sigurjón Reykjavíkurborg mun endurskoða fánareglur sínar meðal annars til að gera það auðveldara að „sýna þjóðum stuðning“. Sjálfstæðismenn í borginni vilja frekar að glænýr „friðarfáni Reykjavíkur“ sé hannaður svo ekki þurfi að flagga erlendum þjóðfánum við húsið. Auk þess vilja þeir að íslenskum fána sé flaggað við ráðhúsið nær alla daga. Af fundargerð að dæma voru fánar eitt helsta umræðuefni á fundi forsætisnefndar Reykjavíkurborgar á föstudag. Þar var samþykkt að reglur um notkun fána við stjórnsýsluhús Reykjavíkur yrðu endurskoðaðar. Einnig var samþykkt að viðburðarstjórn ráðhússins leggði til reglubreytingar og setti viðmið um hversu lengi fánar skuli blakta við stjórnsýsluhús. Auk þess átti að tryggja að auðveldara sé fyrir kjörna fulltrúa „að sýna þjóðum og íbúum samstöðu þegar við á“ og er þar væntanlega átt við að draga fána annarra þjóða að húni við tilefni. Gerist þetta í framhaldi af því að meirihlutinn í borginni samþykkti seint í júní að draga fána Palestínu að húni við ráðhúsið. Reyndar var skorið á bönd þeirra fána nokkrum dögum síðar en hafa þeir verið dregnir upp að nýju. Vilja hanna sérfána svo ekki þurfi að flagga fánum annarra þjóða Þetta var þó ekki eina fánamálið til umræðu á fundinum, heldur lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að borgin léti hanna og framleiða sérstakan „friðarfána Reykjavíkurborgar“ sem dreginn yrði að húni daglega utan við Ráðhús Reykjavíkur. Undanskildir yrðu þeir átta rauðu dagar sem ekki eru fánadagar enda húsverðir ekki að störfum þá tilteknu daga. „Friðarfáninn verði táknmynd þess að Reykjavíkurborg er yfirlýst friðarborg enda starfrækir höfuðborgin Höfða friðarsetur og heimili Friðarsúlunnar er í borginni. Með friðarfánanum verði ástæðulaust að draga erlenda þjóðfána að húni við Ráðhúsið í stríðsátökum erlendis enda standi höfuðborgin ávallt með friði,“ skrifa sjálfstæðismennirnir, sem lýstu á sínum tíma óánægju sinni með ákvörðun meirihlutans um að draga palestínufánann að húni. Enn fremur leggja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram aðra bókun um að íslenski þjóðfáninn verði dreginn að húni við Ráðhús Reykjavíkur alla daga ársins, að undanskildum fyrrnefndum rauðum dögum sem ekki eru fánadagar. Samþykkt var að vísa báðum tillögum Sjálfstæðismanna til skoðunar við fyrirhugaða endurskoðun á reglum um notkun fána. Reykjavík Palestína Úkraína Borgarstjórn Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Af fundargerð að dæma voru fánar eitt helsta umræðuefni á fundi forsætisnefndar Reykjavíkurborgar á föstudag. Þar var samþykkt að reglur um notkun fána við stjórnsýsluhús Reykjavíkur yrðu endurskoðaðar. Einnig var samþykkt að viðburðarstjórn ráðhússins leggði til reglubreytingar og setti viðmið um hversu lengi fánar skuli blakta við stjórnsýsluhús. Auk þess átti að tryggja að auðveldara sé fyrir kjörna fulltrúa „að sýna þjóðum og íbúum samstöðu þegar við á“ og er þar væntanlega átt við að draga fána annarra þjóða að húni við tilefni. Gerist þetta í framhaldi af því að meirihlutinn í borginni samþykkti seint í júní að draga fána Palestínu að húni við ráðhúsið. Reyndar var skorið á bönd þeirra fána nokkrum dögum síðar en hafa þeir verið dregnir upp að nýju. Vilja hanna sérfána svo ekki þurfi að flagga fánum annarra þjóða Þetta var þó ekki eina fánamálið til umræðu á fundinum, heldur lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að borgin léti hanna og framleiða sérstakan „friðarfána Reykjavíkurborgar“ sem dreginn yrði að húni daglega utan við Ráðhús Reykjavíkur. Undanskildir yrðu þeir átta rauðu dagar sem ekki eru fánadagar enda húsverðir ekki að störfum þá tilteknu daga. „Friðarfáninn verði táknmynd þess að Reykjavíkurborg er yfirlýst friðarborg enda starfrækir höfuðborgin Höfða friðarsetur og heimili Friðarsúlunnar er í borginni. Með friðarfánanum verði ástæðulaust að draga erlenda þjóðfána að húni við Ráðhúsið í stríðsátökum erlendis enda standi höfuðborgin ávallt með friði,“ skrifa sjálfstæðismennirnir, sem lýstu á sínum tíma óánægju sinni með ákvörðun meirihlutans um að draga palestínufánann að húni. Enn fremur leggja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram aðra bókun um að íslenski þjóðfáninn verði dreginn að húni við Ráðhús Reykjavíkur alla daga ársins, að undanskildum fyrrnefndum rauðum dögum sem ekki eru fánadagar. Samþykkt var að vísa báðum tillögum Sjálfstæðismanna til skoðunar við fyrirhugaða endurskoðun á reglum um notkun fána.
Reykjavík Palestína Úkraína Borgarstjórn Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira