Innlent

Guð­jón endur­kjörinn og Simon líka

Lovísa Arnardóttir skrifar
Guðjón Hreinn hefur verið formaður frá árinu 2019.
Guðjón Hreinn hefur verið formaður frá árinu 2019. FF

Guðjón Hreinn Hauksson var endurkjörinn formaður Félags framhaldsskólakennara (FF) til næstu fjögurra ára. Mótframbjóðandi hans, Simon Cramer Larsen, var endurkjörinn til stjórnar. Kosið var í fjögur embætti stjórnar á sama tíma og kosið var um formann.

Guðjón hefur gegnt embætti formanns frá 2019. Guðjón Hreinn Hauksson hlaut 669 atkvæði, eða 60,54 prósent. Kjörsókn var 61,56 prósent.

Tveir voru í framboði til formanns FF, Guðjón Hreinn Hauksson, núverandi formaður FF, og Simon Cramer Larsen, formaður skólamálanefndar FF og dönskukennari við FÁ. Simon hlaut 385 atkvæði eða 34,84 prósent atkvæða. Á kjörskrá voru 1.795 og voru auðir seðlar 51 eða 4,62 prósent.

Simon endurkjörinn í stjórn

Í tilkynningu frá FF kemur fram að einnig hafi verið kosið um fjögur sæti í stjórn og þrjú í varastjórn FF til næstu fjögurra ára. Ellefu félagar í FF gáfu kost á sér til stjórnarsetu.

Sólrún Geirsdóttir fékk 507 atkvæði, Guðmundur Björgvin Gylfason 417 atkvæði, Björn Gísli Erlingsson 399 atkvæði og Simon Cramer Larsen 397 atkvæði. Jóhanna Björk Guðjónsdóttir hlaut 349 atkvæði í varastjórn, Sandra Hlín Guðmundsdóttir 339 atkvæði og Anna Jóna Guðmundsdóttir 303 atkvæði.

Á kjörskrá voru 1.795. Atkvæði greiddu 980 eða 54,60. Auðir seðlar voru 58

Kosningarnar hófust klukkan 10 að morgni síðasta mánudag, 26. janúar, og lauk klukkan 10 í morgun, fimmtudaginn 29. janúar. Atkvæðagreiðslan var rafræn og fór fram á Mínum síðum á vef KÍ.


Tengdar fréttir

Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug

Guðjón Hreinn Hauksson, sitjandi formaður Félags framhaldsskólakennara (FF) og frambjóðandi til formanns, vísar ásökunum mótframbjóðanda síns um óeðlileg afskipti varaformanns af kosningu á bug. Tveir eru í framboði til formanns, Guðjón og Simon Cramer Larsen, stjórnarmaður í FF. Kosning hófst þann 26. janúar og lýkur í dag. Guðjón Hreinn hefur gegnt formennsku frá árinu 2019.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×