Innlent

Náðu fullum þrýstingi í nótt

Samúel Karl Ólason skrifar
Heitavatnslögn fór í sundur við Vesturlandsveg.
Heitavatnslögn fór í sundur við Vesturlandsveg. Vísir/Anton

Allir íbúar Grafarvogs ættu að hafa fengið fullan þrýsting á heitavatnið á þriðja tímanum í nótt. Þá hafði viðgerð á stofnlögn til Grafarvogs, sem byrjaði að leka í fyrrinótt, lokið skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi.

Lekinn mun hafa orðið á lögninni við Vesturlandsveg og varð hann á mjög erfiðum stað fyrir viðgerðarmenn Veitna.

Veitur biðja íbúa í Grafarvogi sem verða varir við leka utanhúss að hafa samband. Komi upp leki innandyra verða viðkomandi að hafa samband við tryggingarfélag þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×