Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Agnar Már Másson skrifar 30. ágúst 2025 06:18 Lyfjasalinn er dyggur stuðningsmaður Guðrúnar og gamall vinur Guðlaugs Þórs. Hann hefur verið á þingi í minna en ár. Vísir/Vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun tilnefna Ólaf Adolfsson sem þingflokksformann. Þetta herma heimildir fréttastofu en Ólafur mun þá taka við af Hildi Sverrisdóttur. Hann er dyggur stuðningsmaður Guðrúnar og góður vinur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Guðrún tilkynnti seint í gærkvöldi að hún ætlaði í dag, laugardag, að tilkynna hvern hún vildi velja sem næsta þingflokksformann. Hrókerað í valdatafli Þessar breytingar gerast í kjölfar þess að Hildur Sverrisdóttir, fráfarandi þingflokksformaður, sagði óvænt af sér sem slíkur en hún hafði gegnt því starfi í tæplega tvö ár. Hildur, sem var yfirlýst stuðningskona Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í formannseinvíginu í vor, sagðist segja af sér til að forða flokknum frá innri átökum við atkvæðagreiðslu. Þetta gæti þýtt að Hildur hafi talið að atkvæðagreiðsla um nýjan þingflokksformann myndi kljúfa þingflokkinn eða að hún teldi sig ekki lengur njóta stuðnings meirihluta þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Venjan er sú að flokksformaður leggi fram tillögu um þingflokksformann sem þingmenn samþykkja yfirleitt einróma. Ekki liggur fyrir hvenær þingflokkur muni greiða atkvæði um kjör Ólafs í stöðuna. Róður Sjálfstæðisflokksins hefur verið þungur upp á síðkastið þrátt fyrir breytingar eftir landsfundinn í febrúar, þegar Guðrún bar nauman sigur af býtum í einvígi við Áslaugu Örnu. Flokkurinn mældist með 18,6 prósenta fylgi í síðustu könnun Maskínu og má lítið við klofningi. Tryggðarvinur Guðlaugs Þórs Óhætt er að segja að Ólafur, sem er lyfjafræðingur að mennt, sé meðal dyggustu stuðningsmanna Guðrúnar innan þingflokksins. Því til marks má nefna að hann var eini sitjandi þingmaðurinn sem fylkti sér að baki Guðrúnu þegar hún bauð sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins í febrúar. Af framboðsfundi Guðrúnar. Hægra megin við hana má sjá Ólaf.SYN Ólafur hefur auk þess verið vinur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar síðan tvímenningarnir voru saman í Menntaskólanum á Akureyri, eins og hann skrifaði um í skoðanagrein sem hann í Morgunblaðið til stuðnings Guðlaugi árið 2012. Guðrún þykir almennt hafa erft stuðningsmannahóp Guðlaugs í formannskjörinu en Guðlaugur hafði safnað sér stórum hópi stuðningsmanna í formannstíð Bjarna Benediktssonar. Ólafur Adolfsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.vísir/ívar Ólafur, sem er fyrrverandi sveitarstjórnarfulltrúi í Akraneskaupstað, hefur litla reynslu af þingstörfum enda aðeins setið á Alþingi síðan í byrjun árs 2025. Í síðustu kosningum náði hann aftur á móti þeim árangri að hreppa fyrsta þingsæti norðvesturkjördæmis, sem Framsóknarmenn hafa yfirleitt haft. Guðrún og Ólafur eiga það sameiginlegt að koma úr atvinnulífinu en hann rak lengi Apótek Vesturlands, sem hann á enn auk Reykjavíkur Apóteks og Mollis. Auk þess var Ólafur knattspyrnumaður á sínum yngri árum og spilaði meðal annars fyrir landsliðið. Ekki náðist í Ólaf Adolfsson við gerð fréttar og ekki heldur aðra þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira
Guðrún tilkynnti seint í gærkvöldi að hún ætlaði í dag, laugardag, að tilkynna hvern hún vildi velja sem næsta þingflokksformann. Hrókerað í valdatafli Þessar breytingar gerast í kjölfar þess að Hildur Sverrisdóttir, fráfarandi þingflokksformaður, sagði óvænt af sér sem slíkur en hún hafði gegnt því starfi í tæplega tvö ár. Hildur, sem var yfirlýst stuðningskona Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í formannseinvíginu í vor, sagðist segja af sér til að forða flokknum frá innri átökum við atkvæðagreiðslu. Þetta gæti þýtt að Hildur hafi talið að atkvæðagreiðsla um nýjan þingflokksformann myndi kljúfa þingflokkinn eða að hún teldi sig ekki lengur njóta stuðnings meirihluta þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Venjan er sú að flokksformaður leggi fram tillögu um þingflokksformann sem þingmenn samþykkja yfirleitt einróma. Ekki liggur fyrir hvenær þingflokkur muni greiða atkvæði um kjör Ólafs í stöðuna. Róður Sjálfstæðisflokksins hefur verið þungur upp á síðkastið þrátt fyrir breytingar eftir landsfundinn í febrúar, þegar Guðrún bar nauman sigur af býtum í einvígi við Áslaugu Örnu. Flokkurinn mældist með 18,6 prósenta fylgi í síðustu könnun Maskínu og má lítið við klofningi. Tryggðarvinur Guðlaugs Þórs Óhætt er að segja að Ólafur, sem er lyfjafræðingur að mennt, sé meðal dyggustu stuðningsmanna Guðrúnar innan þingflokksins. Því til marks má nefna að hann var eini sitjandi þingmaðurinn sem fylkti sér að baki Guðrúnu þegar hún bauð sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins í febrúar. Af framboðsfundi Guðrúnar. Hægra megin við hana má sjá Ólaf.SYN Ólafur hefur auk þess verið vinur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar síðan tvímenningarnir voru saman í Menntaskólanum á Akureyri, eins og hann skrifaði um í skoðanagrein sem hann í Morgunblaðið til stuðnings Guðlaugi árið 2012. Guðrún þykir almennt hafa erft stuðningsmannahóp Guðlaugs í formannskjörinu en Guðlaugur hafði safnað sér stórum hópi stuðningsmanna í formannstíð Bjarna Benediktssonar. Ólafur Adolfsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.vísir/ívar Ólafur, sem er fyrrverandi sveitarstjórnarfulltrúi í Akraneskaupstað, hefur litla reynslu af þingstörfum enda aðeins setið á Alþingi síðan í byrjun árs 2025. Í síðustu kosningum náði hann aftur á móti þeim árangri að hreppa fyrsta þingsæti norðvesturkjördæmis, sem Framsóknarmenn hafa yfirleitt haft. Guðrún og Ólafur eiga það sameiginlegt að koma úr atvinnulífinu en hann rak lengi Apótek Vesturlands, sem hann á enn auk Reykjavíkur Apóteks og Mollis. Auk þess var Ólafur knattspyrnumaður á sínum yngri árum og spilaði meðal annars fyrir landsliðið. Ekki náðist í Ólaf Adolfsson við gerð fréttar og ekki heldur aðra þingmenn Sjálfstæðisflokksins.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira