Hildur segir af sér til að forðast átök Agnar Már Másson skrifar 29. ágúst 2025 20:12 Hildur Sverrisdóttir hefur verið þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins síðan í nóvember 2023, þegar Óli Björn Kárason hætti. Vísir/Ívar Fannar Hildur Sverrisdóttir hefur sagt af sér sem þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Segist hún gera þetta til að forðast átök, þar sem formaður Sjálfstæðisflokksins muni tilnefna annan þingmann sem formann þingflokks. Hildur heldur samt áfram sem þingmaður flokksins. Hildur greinir frá þessu á Facebook og segir að Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, muni leggja til nýjan þingflokksformann eins og til hafi staðið. Hildur var yfirlýstur stuðningsmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í formannseinvíginu á landsfundi flokksins í febrúar. Hildur kveðst hafa fengið hvatningar frá þingmönnum um að halda áfram og segist þakklát fyrir það. „[Ég] er þeirrar skoðunar að engum sé greiði gerður með því að etja þingflokknum út í átök á borð við slíka atkvæðagreiðslu,“ skrifar Hildur. „Ég hef því ákveðið að hætta sem formaður þingflokksins áður en til hennar kemur.“ Segir hún það hafa mikinn heiður að gegna hlutverki þingflokksformanns síðustu tvö ár en hún tók við þegar Óli Björn Kárason sagði af sér sem þingflokksformaður í nóvember 2023. „Verkefnin voru oft krefjandi og sérstaklega á nýliðnum átakavetri en ég geng stolt frá mínum verkum og veit að þau vann ég öll af heilindum. Ég er aldeilis ekki hætt í þingstörfunum og hlakka til að vinna áfram landinu og flokknum mínum til heilla.“ Lítið hefur lést á róðri Sjálfstæðisflokksins eftir landsfund í febrúar, þegar Guðrún bar sigur af býtum í formannaeinvígi gegn Áslaugu Örnu. Flokkurinn mældist með 18,6 prósenta fylgi í síðustu könnun Maskínu. Margir hafa skrifað ummæli undir færslu Hildar, þar á meðal Áslaug Arna sem segir um stuðningskonu sína: „Frábær stjórnmálamaður og einstakur þingflokksformaður í krefjandi aðstæðum. Takk fyrir samstarfið og hugrekkið.“ Jón Gunnarsson þingmaður skrifar að Hildur muni „leika stórt hlutverk áfram í okkar þingflokki.“ Frétt hefur verið uppfærð. Alþingi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira
Hildur greinir frá þessu á Facebook og segir að Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, muni leggja til nýjan þingflokksformann eins og til hafi staðið. Hildur var yfirlýstur stuðningsmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í formannseinvíginu á landsfundi flokksins í febrúar. Hildur kveðst hafa fengið hvatningar frá þingmönnum um að halda áfram og segist þakklát fyrir það. „[Ég] er þeirrar skoðunar að engum sé greiði gerður með því að etja þingflokknum út í átök á borð við slíka atkvæðagreiðslu,“ skrifar Hildur. „Ég hef því ákveðið að hætta sem formaður þingflokksins áður en til hennar kemur.“ Segir hún það hafa mikinn heiður að gegna hlutverki þingflokksformanns síðustu tvö ár en hún tók við þegar Óli Björn Kárason sagði af sér sem þingflokksformaður í nóvember 2023. „Verkefnin voru oft krefjandi og sérstaklega á nýliðnum átakavetri en ég geng stolt frá mínum verkum og veit að þau vann ég öll af heilindum. Ég er aldeilis ekki hætt í þingstörfunum og hlakka til að vinna áfram landinu og flokknum mínum til heilla.“ Lítið hefur lést á róðri Sjálfstæðisflokksins eftir landsfund í febrúar, þegar Guðrún bar sigur af býtum í formannaeinvígi gegn Áslaugu Örnu. Flokkurinn mældist með 18,6 prósenta fylgi í síðustu könnun Maskínu. Margir hafa skrifað ummæli undir færslu Hildar, þar á meðal Áslaug Arna sem segir um stuðningskonu sína: „Frábær stjórnmálamaður og einstakur þingflokksformaður í krefjandi aðstæðum. Takk fyrir samstarfið og hugrekkið.“ Jón Gunnarsson þingmaður skrifar að Hildur muni „leika stórt hlutverk áfram í okkar þingflokki.“ Frétt hefur verið uppfærð.
Alþingi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira