Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson og Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifa 28. ágúst 2025 17:30 Kröfufundir 6. september kl. 14, Reykjavík, Akureyri, Ísafirði, Egilsstöðum og Stykkishólmi Fjölmörg samtök og hópar, þar á meðal Alþýðusamband Íslands (ASÍ), hafa boðað til fundar á Austurvelli laugardaginn 6. september og einnig á Akureyri, Ísafirði, Egilsstöðum og Stykkishólmi. Til fundarins er boðað vegna skipulagðra óhæfuverka stjórnvalda í Ísraelgagnvart Palestínumönnum sem lögð hafa verið að jöfnu við þjóðarmorð. Íslendingar geta ekki, fremur en aðrir, liðið þau viðurstyggilegu grimmdarverk sem Ísraelar fremja á degi hverjum á Gaza-svæðinu og víðar í Palestínu. Það er löngu tímabært að íslensk stjórnvöld hætti að láta almennar og innihaldslitlar yfirlýsingar nægja um þann hrylling sem almenningur í Palestínu býr við vegna útþenslustefnu og landvinningastríðs þeirra ofstækismanna sem ráða ríkjum í Ísrael. Þögult samþykki Miðstjórn ASÍ hefur ítrekað ályktað um þjóðernishreinsanir Ísraela sem byggja á aðskilnaðarstefnu (e. apartheid) og miða að því að eyða byggðum Palestínumanna og hrekja þá íbúa sem ekki tekst að myrða í flóttamannabúðir í nágrannalöndum. Þegar ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók til starfa ályktaði miðstjórn ASÍ m.a. svo: „Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) hvetur ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur til að fordæma, á hverjum þeim vettvangi sem við verður komið, framferði Ísraela gagnvart Palestínumönnum. Mikilvægt er að hin nýja ríkisstjórn Íslands sýni í verki þá andstyggð og óhugnað sem skipulagt þjóðarmorð á Palestínumönnum á Gaza-svæðinu vekur.“ Fyrir liggur að ASÍ hefur líkt og aðrir talað fyrir daufum eyrum. Frá því að þessi ályktun var birt í janúar á þessu ári hefur ástandið á Gaza versnað til mikilla muna. Heimsbyggðin hefur fylgst með grimmd Ísraela sem vart verður með orðum lýst; myndir af banhungruðu fólki freista þess að fá eitthvað matarkyns á meðan ísraelski herinn lætur byssukúlum og sprengjum rigna yfir það hverfa ekki úr minni þeirra sem þær hafa séð. Hungursneyð af mannavöldum er notað sem morðvopn og hátæknibúnaði beitt til að gera manndrápin sem skilvirkust. Blaðamenn sem leitast við að upplýsa heimsbyggðina um þjóðarmorðið eru skipulega teknir af lífi. Þögul hjáseta á meðan iðnvætt þjóðarmorð fer fram felur í sér samábyrgð og siðleysi. Á fundinum á Austurvelli, á Akureyri, Ísafirði, Egilsstöðum og Stykkishólmi, verður helsta krafan sú að Alþingi Íslendinga og ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur láti af geð- og framtaksleysi sínu og styðji án allra undanbragða þær aðgerðir á alþjóðavettvangi sem efnt er til í því skyni að koma andstyggð heimsbyggðarinnar vegna framferðis Ísraela til skila. Viðskiptabann á Ísrael gæti verið ein slík skýr krafa sem ríkisstjórnin gæti hrint í framkvæmd án tafar. Slíkt bann myndi senda Ísrael ótvíræð skilaboð um að þolinmæði Íslands gagnvart voðaverkum í Palestínu sé endanlega á þrotum og jafnframt vera öðrum ríkjum góð fyrirmynd. Alþjóðleg samstaða um slíkt hefði án efa afgerandi og alvarlegar afleiðingar fyrir Ísrael til framtíðar. Viðurkenning og ábyrgð Um 80% þeirra sem Ísraelar hafa myrt á Gaza eru óbreyttir borgarar. Börn eru um þriðjungur fórnarlambanna. Til samstöðufundarins á Austurvelli, og víðsvegar um landið, er boðað til að rödd almennings fái að hljóma. Þjóðin getur ekki lengur setið þögul hjá gagnvart gjöreyðingu Gaza-svæðisins og þjóðernishreinsunum Ísraela sem kostað hafa minnst 80.000 mannslíf samkvæmt óháðum rannsóknum. Minnumst þess að íslensk stjórnvöld viðurkenndu sjálfstæði Palestínu árið 2011. Í grein sem þáverandi utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, birti í Morgunblaðinu í októbermánuði 2011 sagði m.a: „Eða hvernig er hægt að styðja mannréttindi í Egyptalandi, Líbíu, Túnis, Jemen eða Bahrain en hafna því gagnvart Palestínu? Slíkt væri þverstæða, rökleysa, og ekki hægt að skýra með neinu öðru en ístöðuleysi gagnvart Bandaríkjunum.“ Ekki varð séð að íslenskir ráðamenn væru haldnir djúpstæðum efa um eigin visku og ágæti ákvarðana árið 2011. Viðurkenningin var enda byggð á „gildum“ og vandaðri rökgreiningu þáverandi utanríkisráðherra, líkt og tilvitnunin sannar. Ríkisstjórn Íslands fær ekki lengur flúið ábyrgð og afstöðu. Við hvetjum almenning að taka þátt í fundunum og sýna með því andstöðu sína á framferði ríkisstjórnar Ísraels. Finnbjörn er forseti Alþýðusambands Íslands. Guðrún Margrét starfar á skrifstofu þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög ASÍ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Finnbjörn A. Hermannsson Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Kröfufundir 6. september kl. 14, Reykjavík, Akureyri, Ísafirði, Egilsstöðum og Stykkishólmi Fjölmörg samtök og hópar, þar á meðal Alþýðusamband Íslands (ASÍ), hafa boðað til fundar á Austurvelli laugardaginn 6. september og einnig á Akureyri, Ísafirði, Egilsstöðum og Stykkishólmi. Til fundarins er boðað vegna skipulagðra óhæfuverka stjórnvalda í Ísraelgagnvart Palestínumönnum sem lögð hafa verið að jöfnu við þjóðarmorð. Íslendingar geta ekki, fremur en aðrir, liðið þau viðurstyggilegu grimmdarverk sem Ísraelar fremja á degi hverjum á Gaza-svæðinu og víðar í Palestínu. Það er löngu tímabært að íslensk stjórnvöld hætti að láta almennar og innihaldslitlar yfirlýsingar nægja um þann hrylling sem almenningur í Palestínu býr við vegna útþenslustefnu og landvinningastríðs þeirra ofstækismanna sem ráða ríkjum í Ísrael. Þögult samþykki Miðstjórn ASÍ hefur ítrekað ályktað um þjóðernishreinsanir Ísraela sem byggja á aðskilnaðarstefnu (e. apartheid) og miða að því að eyða byggðum Palestínumanna og hrekja þá íbúa sem ekki tekst að myrða í flóttamannabúðir í nágrannalöndum. Þegar ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók til starfa ályktaði miðstjórn ASÍ m.a. svo: „Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) hvetur ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur til að fordæma, á hverjum þeim vettvangi sem við verður komið, framferði Ísraela gagnvart Palestínumönnum. Mikilvægt er að hin nýja ríkisstjórn Íslands sýni í verki þá andstyggð og óhugnað sem skipulagt þjóðarmorð á Palestínumönnum á Gaza-svæðinu vekur.“ Fyrir liggur að ASÍ hefur líkt og aðrir talað fyrir daufum eyrum. Frá því að þessi ályktun var birt í janúar á þessu ári hefur ástandið á Gaza versnað til mikilla muna. Heimsbyggðin hefur fylgst með grimmd Ísraela sem vart verður með orðum lýst; myndir af banhungruðu fólki freista þess að fá eitthvað matarkyns á meðan ísraelski herinn lætur byssukúlum og sprengjum rigna yfir það hverfa ekki úr minni þeirra sem þær hafa séð. Hungursneyð af mannavöldum er notað sem morðvopn og hátæknibúnaði beitt til að gera manndrápin sem skilvirkust. Blaðamenn sem leitast við að upplýsa heimsbyggðina um þjóðarmorðið eru skipulega teknir af lífi. Þögul hjáseta á meðan iðnvætt þjóðarmorð fer fram felur í sér samábyrgð og siðleysi. Á fundinum á Austurvelli, á Akureyri, Ísafirði, Egilsstöðum og Stykkishólmi, verður helsta krafan sú að Alþingi Íslendinga og ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur láti af geð- og framtaksleysi sínu og styðji án allra undanbragða þær aðgerðir á alþjóðavettvangi sem efnt er til í því skyni að koma andstyggð heimsbyggðarinnar vegna framferðis Ísraela til skila. Viðskiptabann á Ísrael gæti verið ein slík skýr krafa sem ríkisstjórnin gæti hrint í framkvæmd án tafar. Slíkt bann myndi senda Ísrael ótvíræð skilaboð um að þolinmæði Íslands gagnvart voðaverkum í Palestínu sé endanlega á þrotum og jafnframt vera öðrum ríkjum góð fyrirmynd. Alþjóðleg samstaða um slíkt hefði án efa afgerandi og alvarlegar afleiðingar fyrir Ísrael til framtíðar. Viðurkenning og ábyrgð Um 80% þeirra sem Ísraelar hafa myrt á Gaza eru óbreyttir borgarar. Börn eru um þriðjungur fórnarlambanna. Til samstöðufundarins á Austurvelli, og víðsvegar um landið, er boðað til að rödd almennings fái að hljóma. Þjóðin getur ekki lengur setið þögul hjá gagnvart gjöreyðingu Gaza-svæðisins og þjóðernishreinsunum Ísraela sem kostað hafa minnst 80.000 mannslíf samkvæmt óháðum rannsóknum. Minnumst þess að íslensk stjórnvöld viðurkenndu sjálfstæði Palestínu árið 2011. Í grein sem þáverandi utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, birti í Morgunblaðinu í októbermánuði 2011 sagði m.a: „Eða hvernig er hægt að styðja mannréttindi í Egyptalandi, Líbíu, Túnis, Jemen eða Bahrain en hafna því gagnvart Palestínu? Slíkt væri þverstæða, rökleysa, og ekki hægt að skýra með neinu öðru en ístöðuleysi gagnvart Bandaríkjunum.“ Ekki varð séð að íslenskir ráðamenn væru haldnir djúpstæðum efa um eigin visku og ágæti ákvarðana árið 2011. Viðurkenningin var enda byggð á „gildum“ og vandaðri rökgreiningu þáverandi utanríkisráðherra, líkt og tilvitnunin sannar. Ríkisstjórn Íslands fær ekki lengur flúið ábyrgð og afstöðu. Við hvetjum almenning að taka þátt í fundunum og sýna með því andstöðu sína á framferði ríkisstjórnar Ísraels. Finnbjörn er forseti Alþýðusambands Íslands. Guðrún Margrét starfar á skrifstofu þess.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun