Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Árni Sæberg skrifar 28. ágúst 2025 16:16 Í umslaginu voru byssukúla og bréf. Myndin er úr safni. Getty/arjanl Karlmaður hefur verið ákærður fyrir nokkurn fjölda refsibrota. Þar á meðal eru kynferðisbrot, líkamsárásir og hótunarbrot. Það síðastnefnda er hann sagður hafa framið með því að setja umslag í póstkassa við heimili fjölskyldu sem innihélt byssukúlu og bréf sem á stóð „Næsta kemur ekki í umslagi“. Í ákærunni, sem gefin var út í apríl, er maðurinn ákærður fyrir að hafa hótað manni aðfararnótt sunnudags í janúar árið 2023, með því að setja umslag merkt manninum í póstkassa við heimili hans og fjölskyldu en í umslaginu hafi verið 4,5 sentímetra löng byssukúla og bréf sem á stóð „Næsta kemur ekki í umslagi“. Hótunin hafi verið til þess fallin að vekja ótta hjá manninum um líf sitt, heilbrigði og velferð. Kynferðisleg mynd, kókaín og hnúajárn Því næst er maðurinn ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart konu, með því að hafa í janúar 2023 hótað henni að senda föður hennar kynferðislega mynd af henni og daginn eftir sent manninum sem hann hótaði sömu mynd af henni á Snapchat án hennar samþykkis. Hann er einnig ákærður fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa haft í vörslum sínum 8,23 grömm af kókaíni á þeim tíma sem hin brotin voru framin og hnúajárn þegar hann var handtekinn í september árið 2023. Þrjár líkamsárásir gegn sömu konu Loks er maðurinn ákærður fyrir þrjár líkamsárásir gegn sömu konunni. Í fyrri hluta september hafi hann framið sérstaklega hættulega líkamsárás gegn henni með því að hafa ýtt henni á rúm, sest klofvega yfir hana og haldið þannig höndum hennar niðri, slegið hana, rifið í hár hennar og tekið hana kverkataki, með þeim afleiðingum að hún missti meðvitund um stund og hlaut mar utan á hálsi beggja megin. Í síðari hluta apríl sama árs hafi hann slegið hana einu höggi í vinstra gagnaugað með þeim afleiðingum að hún ældi og hlaut mar yfir vinstra auga. Loks hafi hann í maí eða júní sama ár í bifreið slegið hana nokkrum sinnum í andlitið með hnífskafti með þeim afleiðingum að það blæddi úr nefi hennar. Ákæruvaldið krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Fyrir hönd kvennanna tveggja er þess krafist að maðurinn greiði þeim miskabætur upp á níu milljónir króna samanlagt. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Í ákærunni, sem gefin var út í apríl, er maðurinn ákærður fyrir að hafa hótað manni aðfararnótt sunnudags í janúar árið 2023, með því að setja umslag merkt manninum í póstkassa við heimili hans og fjölskyldu en í umslaginu hafi verið 4,5 sentímetra löng byssukúla og bréf sem á stóð „Næsta kemur ekki í umslagi“. Hótunin hafi verið til þess fallin að vekja ótta hjá manninum um líf sitt, heilbrigði og velferð. Kynferðisleg mynd, kókaín og hnúajárn Því næst er maðurinn ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart konu, með því að hafa í janúar 2023 hótað henni að senda föður hennar kynferðislega mynd af henni og daginn eftir sent manninum sem hann hótaði sömu mynd af henni á Snapchat án hennar samþykkis. Hann er einnig ákærður fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa haft í vörslum sínum 8,23 grömm af kókaíni á þeim tíma sem hin brotin voru framin og hnúajárn þegar hann var handtekinn í september árið 2023. Þrjár líkamsárásir gegn sömu konu Loks er maðurinn ákærður fyrir þrjár líkamsárásir gegn sömu konunni. Í fyrri hluta september hafi hann framið sérstaklega hættulega líkamsárás gegn henni með því að hafa ýtt henni á rúm, sest klofvega yfir hana og haldið þannig höndum hennar niðri, slegið hana, rifið í hár hennar og tekið hana kverkataki, með þeim afleiðingum að hún missti meðvitund um stund og hlaut mar utan á hálsi beggja megin. Í síðari hluta apríl sama árs hafi hann slegið hana einu höggi í vinstra gagnaugað með þeim afleiðingum að hún ældi og hlaut mar yfir vinstra auga. Loks hafi hann í maí eða júní sama ár í bifreið slegið hana nokkrum sinnum í andlitið með hnífskafti með þeim afleiðingum að það blæddi úr nefi hennar. Ákæruvaldið krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Fyrir hönd kvennanna tveggja er þess krafist að maðurinn greiði þeim miskabætur upp á níu milljónir króna samanlagt.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira