Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2025 07:49 Höfuðstöðvar Vélfags á Akureyri. Fyrirtækið selur ýmsan tæknibúnað sem tengist sjávarútvegi. Vélfag Erlendur eigandi tæknifyrirtækisins Vélfags á Akureyri segir að það verði líklega lagt niður og starfsmönnum sagt upp vegna efnahagslega þvingana sem það sætir vegna tengsla við Rússland. Hann gagnrýnir harðlega utanríkisráðuneytið og Arion banka. Morgunblaðið hefur eftir Ivan Nicolai Kaufmann, meirihlutaeiganda Vélfags í gegnum félag sem er skráð í Hong Kong, að leyfi og eignir félagsins verði seldar til Kanada eða Noregs ef hann þurfi að leggja fyrirtækið niður. Viðskiptaþvinganirnar sem Vélfag sætir eru hluti af aðgerðum Íslands, Noregs og Evrópusambandsins gegn rúsneskum fyrirtækjum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Fyrri eigandi Vélfags, rússneska fyrirtækið Norebo, er talið tengjast svonefndum skuggaflota Rússa, flota skipa sem þeir nota til þess að komast í kringum refsiaðgerðir og fremja skemmdarverk gegn vestrænum ríkjum. Kaufmann heldur því fram við blaðið að Norebo tengist Vélfagi ekki lengur. Norebo hafi selt Titania Trading Limited í Hong Kong fyrirtækið árið 2023. Sjálfur hafi Kaufmann keypt Titania af norskum aðila í maí á þessu ári án þess að vita af viðskiptaþvingunum. Þegar Ríkisútvarpið fjallaði um aðgerðirnar gegn Vélfagi á dögunum kom fram að Kaufmann væri talinn samstarfsmaður eigenda Norebo. Morgunblaðið segir að samkvæmt sínum heimildum séu kaup Kaufmann á Titania talin hafa verið til málamynda. Nafn Kaufmann þessa, sem Morgunblaðið segir að hafi fæðst í Liechtenstein en sé búsettur í Sviss, kom meðal annars fram í Panamaskjölunum svonefndu vegna aflandsfélags sem hann átti á Bresku Jómfrúareyjum. Deilir á ráðuneyti og banka Í viðtalinu við Morgunblaðið deilir Kaufmann hart á utanríkisráðuneytið og Arion banka sem hann sakar um að hafa komið ófaglega fram gagnvart sér og skort þekkingu á grundvallarhugmyndum og verkferlum í alþjóðlegum viðskiptum. Ekki hafi verið tekið mark á gögnum sem hann hafi lagt fram og áttu að sýna að hann væri ekki tengdur Norebo. Engu að síður hafi Vélfag fengið undanþágu frá frystingu fjármuna í síðasta mánuði. Þá hafi stórar íslenska lögmannsstofur neitað að aðstoða hann. Það vill hann rekja til meints ótta þeirra við utanríkisráðuneytið og vera bendlaðar við mál sem gæti verið túlkað sem stuðningur við rússneska hagsmuni. Innrás Rússa í Úkraínu Akureyri Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Tengdar fréttir Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Íslenska fyrirtækið Vélfag sem sætti viðskiptaþvingunum vegna erlends móðurfélags þess hefur fengið tímabundna undanþágu með skilyrðum. 14. ágúst 2025 13:57 Tengist ekki skuggaflota Rússlands Íslenska fyrirtækið Vélfag óskar eftir víðari undanþágu vegna viðskiptaþvingana sem fyrirtækið sætir vegna erlends móðurfélags þess. Framkvæmdastjórinn segist bjartsýnn þar sem þvinganirnar séu að ástæðulausu. 23. júlí 2025 15:43 Rússneskur risi kaupir meirihluta í Vélfagi Rússneska sjávarútvegsfyrirtækið Norebo hefur keypt meirihluta í Vélfagi ehf. Akureyringurinn Finnbogi Baldvinsson, sem rekur ráðgjafafyrirtæki í Þýskalandi, hafði milligöngu um kaupin og sest í stjórn Vélfags fyrir hönd stofnendanna, hjónanna Bjarma Sigurgarðarssonar og Ólafar Ýrar Lárusdóttur. Þau eiga eftir viðskiptin 45,5% í félaginu. 5. janúar 2022 15:28 Mest lesið Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Sjá meira
Morgunblaðið hefur eftir Ivan Nicolai Kaufmann, meirihlutaeiganda Vélfags í gegnum félag sem er skráð í Hong Kong, að leyfi og eignir félagsins verði seldar til Kanada eða Noregs ef hann þurfi að leggja fyrirtækið niður. Viðskiptaþvinganirnar sem Vélfag sætir eru hluti af aðgerðum Íslands, Noregs og Evrópusambandsins gegn rúsneskum fyrirtækjum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Fyrri eigandi Vélfags, rússneska fyrirtækið Norebo, er talið tengjast svonefndum skuggaflota Rússa, flota skipa sem þeir nota til þess að komast í kringum refsiaðgerðir og fremja skemmdarverk gegn vestrænum ríkjum. Kaufmann heldur því fram við blaðið að Norebo tengist Vélfagi ekki lengur. Norebo hafi selt Titania Trading Limited í Hong Kong fyrirtækið árið 2023. Sjálfur hafi Kaufmann keypt Titania af norskum aðila í maí á þessu ári án þess að vita af viðskiptaþvingunum. Þegar Ríkisútvarpið fjallaði um aðgerðirnar gegn Vélfagi á dögunum kom fram að Kaufmann væri talinn samstarfsmaður eigenda Norebo. Morgunblaðið segir að samkvæmt sínum heimildum séu kaup Kaufmann á Titania talin hafa verið til málamynda. Nafn Kaufmann þessa, sem Morgunblaðið segir að hafi fæðst í Liechtenstein en sé búsettur í Sviss, kom meðal annars fram í Panamaskjölunum svonefndu vegna aflandsfélags sem hann átti á Bresku Jómfrúareyjum. Deilir á ráðuneyti og banka Í viðtalinu við Morgunblaðið deilir Kaufmann hart á utanríkisráðuneytið og Arion banka sem hann sakar um að hafa komið ófaglega fram gagnvart sér og skort þekkingu á grundvallarhugmyndum og verkferlum í alþjóðlegum viðskiptum. Ekki hafi verið tekið mark á gögnum sem hann hafi lagt fram og áttu að sýna að hann væri ekki tengdur Norebo. Engu að síður hafi Vélfag fengið undanþágu frá frystingu fjármuna í síðasta mánuði. Þá hafi stórar íslenska lögmannsstofur neitað að aðstoða hann. Það vill hann rekja til meints ótta þeirra við utanríkisráðuneytið og vera bendlaðar við mál sem gæti verið túlkað sem stuðningur við rússneska hagsmuni.
Innrás Rússa í Úkraínu Akureyri Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Tengdar fréttir Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Íslenska fyrirtækið Vélfag sem sætti viðskiptaþvingunum vegna erlends móðurfélags þess hefur fengið tímabundna undanþágu með skilyrðum. 14. ágúst 2025 13:57 Tengist ekki skuggaflota Rússlands Íslenska fyrirtækið Vélfag óskar eftir víðari undanþágu vegna viðskiptaþvingana sem fyrirtækið sætir vegna erlends móðurfélags þess. Framkvæmdastjórinn segist bjartsýnn þar sem þvinganirnar séu að ástæðulausu. 23. júlí 2025 15:43 Rússneskur risi kaupir meirihluta í Vélfagi Rússneska sjávarútvegsfyrirtækið Norebo hefur keypt meirihluta í Vélfagi ehf. Akureyringurinn Finnbogi Baldvinsson, sem rekur ráðgjafafyrirtæki í Þýskalandi, hafði milligöngu um kaupin og sest í stjórn Vélfags fyrir hönd stofnendanna, hjónanna Bjarma Sigurgarðarssonar og Ólafar Ýrar Lárusdóttur. Þau eiga eftir viðskiptin 45,5% í félaginu. 5. janúar 2022 15:28 Mest lesið Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Sjá meira
Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Íslenska fyrirtækið Vélfag sem sætti viðskiptaþvingunum vegna erlends móðurfélags þess hefur fengið tímabundna undanþágu með skilyrðum. 14. ágúst 2025 13:57
Tengist ekki skuggaflota Rússlands Íslenska fyrirtækið Vélfag óskar eftir víðari undanþágu vegna viðskiptaþvingana sem fyrirtækið sætir vegna erlends móðurfélags þess. Framkvæmdastjórinn segist bjartsýnn þar sem þvinganirnar séu að ástæðulausu. 23. júlí 2025 15:43
Rússneskur risi kaupir meirihluta í Vélfagi Rússneska sjávarútvegsfyrirtækið Norebo hefur keypt meirihluta í Vélfagi ehf. Akureyringurinn Finnbogi Baldvinsson, sem rekur ráðgjafafyrirtæki í Þýskalandi, hafði milligöngu um kaupin og sest í stjórn Vélfags fyrir hönd stofnendanna, hjónanna Bjarma Sigurgarðarssonar og Ólafar Ýrar Lárusdóttur. Þau eiga eftir viðskiptin 45,5% í félaginu. 5. janúar 2022 15:28