Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. ágúst 2025 19:36 Erik Ahlström, faðir plokksins, og Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. vísir/bjarni Maðurinn á bak við plokk hreyfinguna er kominn hingað til lands til að hvetja Íslendinga til að taka upp rusl á göngu og hlaupum. Hann skellti sér í kajaksiglingu með umhverfisráðherra í tilefni þessa og minnti á að þeir plokka sem róa. Að plokka rusl er eflaust iðja sem að fjölmargir Íslendingar hafa tekið þátt í og enn fleiri þekkja til enda sérstakur dagur tileinkaður því á ári hverju. Nú er faðir plokksins mættur til landsins og er strax byrjaður að bera út boðskapinn og plokka í ofvæni. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá Erik Ahlström, föður plokksins, kenna umhverfisráðherra og fréttamanni að plokka. Kærastan fann upp á nafninu Erik Ahlström er maðurinn á bak við plokkið eða ploggið eins og það er kallað fyrir utan landsteinanna. Hann segir það hafa byrjað sem lítið verkefni árið 2016 í skíðabæ í Svíþjóð en er nú iðkað í 90 löndum. „En svo flutti ég til Stokkhólms og ég sá að það var svo mikið rusl út um allt. Kærastan mín fann upp á nafninu. Það eru tvö orð sett saman. Á sænsku er það plogga og svo var það jogging (skokk) og það varð plogging (plokk). Það er miklu skemmtilegra að hlaupa á meðan og þá virðist maður vera klikkaður þegar maður hleypur um og tínir upp rusl.“ Hann nefndi fimm ástæður fyrir því að plokka og ítrekaði að það gæti gert mörgum mjög gott. Hann er með sérstakt nafn fyrir þessar fimm jákvæðu afleiðingar. „Ég kalla það plokkfimmu, fimm ástæður fyrir mikilvæginu. Í fyrsta lagi hreyfum við okkur ekki nóg. Við erum fædd til að hreyfa okkur en við eyðum svo miklum tíma við sjónvarpið og aðrar græjur.“ Hefur plokkað um tvö tonn á sjö árum Er mikilvægt að plokka? „Já þetta er líka bara góð útivist og gaman. Bara eitt af því sem einstaklingurinn getur gert en svo er það stjórnvalda að búa til gott umhverfi,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Örlygur Sigurjónsson hefur plokkað um árabil og nýtur þess samhliða því að vera í kajak sínum sem er hans helsta áhugamál. Hefur plokkið haft mikil áhrif á þitt líf? „Þetta felur í sér auðmýkt fyrir umhverfinu í fyrsta lagi og síðan ákveðið þakklæti til umhverfisins fyrir að hafa fóstrað mitt helsta áhugamál sem er kajakróður. Með þessu er maður að sýna umhverfinu örlítið þakklæti.“ Hefurðu einhverja hugmynd hvað þetta hefur safnast saman í mikið hjá þér? „Ætli þetta sé ekki komið hátt í tvö tonn sem ég hef tekið síðan árið 2018.“ Faðir plokksins krafðist svo að taka fréttamann í stutta plokk kennslu sem má sjá í spilaranum hér að ofan en hann segir það mikilvægast að brosa. Umhverfismál Reykjavík Loftslagsmál Hafið Svíþjóð Sorphirða Íslandsvinir Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira
Að plokka rusl er eflaust iðja sem að fjölmargir Íslendingar hafa tekið þátt í og enn fleiri þekkja til enda sérstakur dagur tileinkaður því á ári hverju. Nú er faðir plokksins mættur til landsins og er strax byrjaður að bera út boðskapinn og plokka í ofvæni. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá Erik Ahlström, föður plokksins, kenna umhverfisráðherra og fréttamanni að plokka. Kærastan fann upp á nafninu Erik Ahlström er maðurinn á bak við plokkið eða ploggið eins og það er kallað fyrir utan landsteinanna. Hann segir það hafa byrjað sem lítið verkefni árið 2016 í skíðabæ í Svíþjóð en er nú iðkað í 90 löndum. „En svo flutti ég til Stokkhólms og ég sá að það var svo mikið rusl út um allt. Kærastan mín fann upp á nafninu. Það eru tvö orð sett saman. Á sænsku er það plogga og svo var það jogging (skokk) og það varð plogging (plokk). Það er miklu skemmtilegra að hlaupa á meðan og þá virðist maður vera klikkaður þegar maður hleypur um og tínir upp rusl.“ Hann nefndi fimm ástæður fyrir því að plokka og ítrekaði að það gæti gert mörgum mjög gott. Hann er með sérstakt nafn fyrir þessar fimm jákvæðu afleiðingar. „Ég kalla það plokkfimmu, fimm ástæður fyrir mikilvæginu. Í fyrsta lagi hreyfum við okkur ekki nóg. Við erum fædd til að hreyfa okkur en við eyðum svo miklum tíma við sjónvarpið og aðrar græjur.“ Hefur plokkað um tvö tonn á sjö árum Er mikilvægt að plokka? „Já þetta er líka bara góð útivist og gaman. Bara eitt af því sem einstaklingurinn getur gert en svo er það stjórnvalda að búa til gott umhverfi,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Örlygur Sigurjónsson hefur plokkað um árabil og nýtur þess samhliða því að vera í kajak sínum sem er hans helsta áhugamál. Hefur plokkið haft mikil áhrif á þitt líf? „Þetta felur í sér auðmýkt fyrir umhverfinu í fyrsta lagi og síðan ákveðið þakklæti til umhverfisins fyrir að hafa fóstrað mitt helsta áhugamál sem er kajakróður. Með þessu er maður að sýna umhverfinu örlítið þakklæti.“ Hefurðu einhverja hugmynd hvað þetta hefur safnast saman í mikið hjá þér? „Ætli þetta sé ekki komið hátt í tvö tonn sem ég hef tekið síðan árið 2018.“ Faðir plokksins krafðist svo að taka fréttamann í stutta plokk kennslu sem má sjá í spilaranum hér að ofan en hann segir það mikilvægast að brosa.
Umhverfismál Reykjavík Loftslagsmál Hafið Svíþjóð Sorphirða Íslandsvinir Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira