Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Lovísa Arnardóttir skrifar 26. ágúst 2025 10:33 Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/Anton Brink Sjálfstæðisflokkurinn er aftur orðinn stærsti flokkurinn í borginni. Það sýna nýjar niðurstöður borgarvita Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Píratar bæta við sig fylgi í borgarstjórn miðað við fylgi sem var í júní á þessu ári. Kosningar til sveitarstjórnar fara fram næsta vor. Meirihluti Samfylkingar, Flokks fólksins, Sósíalistaflokksins, Pírata og Vinstri grænna er samkvæmt þessum tölum með 46,8 prósent fylgisins og því ekki með meirihluta þess. Í júní, í síðustu mælingu Maskínu, var Samfylkingin stærst með 29,4 prósenta fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn er nú orðinn stærstur samkvæmt könnun Maskínu og er með 29,2 prósenta fylgi. Samfylkingin missir á sama tíma fylgi og mælist nú með 25 prósenta fylgi. Viðreisn bætir við sig um tveimur prósentum og er núna í 14,4 prósenta fylgi og Píratar bæta einnig við sig og fara úr 5,8 prósent í júní í 7,4 prósent. Fylgi flokka í borginni. Á myndinni má sjá síðustu fjórar mælingar Maskínu. Maskína Sósíalistaflokkurinn missir um prósentustig miðað við það sem var í júní og mælist nú aðeins með 5,2 prósenta fylgi og Vinstri græn missa sömuleiðis fylgi og mælast nú með 4,6 prósenta fylgi en voru með 5,7 í júní. Fylgi Framsóknar er enn lágt og er í 3,3 prósentum. Miðflokkurinn mælist með sex prósenta fylgi í Reykjavík og Flokkur fólksins með 4,6 prósent. Fylgi þeirra hefur verið nokkuð stöðugt í síðustu könnunin. Fylgið á hreyfinu Fylgi Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar hefur verið á nokkurri hreyfingu síðasta árið. Fylgi Sjálfstæðisflokksins náði hámarki í apríl á þessu ári þegar það mældist hjá Maskínu 31,8 prósent en Samfylkingarinnar náði hámarki í júní þegar það var 29,4 prósent. Flokkarnir virðast svo alveg hafa skipt um sæti í nýjustu könnunni. Þróun frá síðustu kosningum í könnun Maskínu. Maskína Ef litið er til aldurs, kyns og búsetu má sjá að nokkuð fleiri karlar sjá fyrir sér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en konur og að fylgi flokksins er mest hjá þeim sem eru á sextugsaldri. Þá má einnig sjá að Sjálfstæðisflokkurinn sækir töluvert meira af sínu fylgi til kjósenda sem búa austan Elliðaár og eru í hæsta tekjuflokki með 1,6 milljón eða meira í laun. Fylgi Samfylkingar er nokkuð svipað sama hvert er litið en þó mest hjá þeim sem eru 60 ára og eldri og töluvert meira í vesturhluta borgarinnar en austurhluta hennar. Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
Meirihluti Samfylkingar, Flokks fólksins, Sósíalistaflokksins, Pírata og Vinstri grænna er samkvæmt þessum tölum með 46,8 prósent fylgisins og því ekki með meirihluta þess. Í júní, í síðustu mælingu Maskínu, var Samfylkingin stærst með 29,4 prósenta fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn er nú orðinn stærstur samkvæmt könnun Maskínu og er með 29,2 prósenta fylgi. Samfylkingin missir á sama tíma fylgi og mælist nú með 25 prósenta fylgi. Viðreisn bætir við sig um tveimur prósentum og er núna í 14,4 prósenta fylgi og Píratar bæta einnig við sig og fara úr 5,8 prósent í júní í 7,4 prósent. Fylgi flokka í borginni. Á myndinni má sjá síðustu fjórar mælingar Maskínu. Maskína Sósíalistaflokkurinn missir um prósentustig miðað við það sem var í júní og mælist nú aðeins með 5,2 prósenta fylgi og Vinstri græn missa sömuleiðis fylgi og mælast nú með 4,6 prósenta fylgi en voru með 5,7 í júní. Fylgi Framsóknar er enn lágt og er í 3,3 prósentum. Miðflokkurinn mælist með sex prósenta fylgi í Reykjavík og Flokkur fólksins með 4,6 prósent. Fylgi þeirra hefur verið nokkuð stöðugt í síðustu könnunin. Fylgið á hreyfinu Fylgi Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar hefur verið á nokkurri hreyfingu síðasta árið. Fylgi Sjálfstæðisflokksins náði hámarki í apríl á þessu ári þegar það mældist hjá Maskínu 31,8 prósent en Samfylkingarinnar náði hámarki í júní þegar það var 29,4 prósent. Flokkarnir virðast svo alveg hafa skipt um sæti í nýjustu könnunni. Þróun frá síðustu kosningum í könnun Maskínu. Maskína Ef litið er til aldurs, kyns og búsetu má sjá að nokkuð fleiri karlar sjá fyrir sér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en konur og að fylgi flokksins er mest hjá þeim sem eru á sextugsaldri. Þá má einnig sjá að Sjálfstæðisflokkurinn sækir töluvert meira af sínu fylgi til kjósenda sem búa austan Elliðaár og eru í hæsta tekjuflokki með 1,6 milljón eða meira í laun. Fylgi Samfylkingar er nokkuð svipað sama hvert er litið en þó mest hjá þeim sem eru 60 ára og eldri og töluvert meira í vesturhluta borgarinnar en austurhluta hennar.
Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira