Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 25. ágúst 2025 21:02 Víða um land hefur verið ráðist að grunnkerfum sveitarfélaga undir möntrunni: „Við höfum ekki efni á þessu lengur.“ Hvort sem það eru heilsugæslur, skurðstofur, fæðingardeildir, skólastarf, sundlaugar eða nú síðast félagsheimilin, þá er stefnan alltaf sú sama. Þau hús sem gera samfélagið lifandi og gerir fólki kleift að lifa þar með reisn skulu fjúka í nafni „sparnaðar“ og „hagkvæmni.” Á síðustu mánuðum hafa þannig birst fréttir af fyrirhuguðum sölum á þessum eigum bæjarbúa. Allt í nafni þess að “hagræða í rekstri”. Þetta er planið á stöðum eins og Raufarhöfn, Skagafirði og Flateyri. Félagsheimilin eru víst ekki lengur hluti af “kjarnastarfsemi” sveitarfélaga. Með þeim rökum er í raun litla þjónustu hægt að veita. Gildir þá einu hvað íbúum finnst en þeir hafa mótmælt þessum áætlunum með undirskriftarsöfnunum bæði í Skagafirði og á Raufarhöfn. Ekki bara hús heldur hjartað Félagsheimilin hafa verið vettvangur þar sem fólk hittist, ræðir málin, heldur dansleiki, minningarathafnir, fundi, tónleika og árshátíðir. Þar sem krakkar læra að stíga sín fyrstu spor á sviði. Þar sem líf, hlátur og pólitík blandast saman. Þetta eru húsin þar sem samfélögin viðhalda sér og þróast áfram. Bæjarbúar eiga húsið saman og geta notað á þann hátt sem þeir kjósa. Að selja þessi hús er óafturkræf og skaðleg aðgerð. Hún sendir þau skilaboð til íbúa að samkomur þeirra skipti ekki máli. Mannleg samskipti og viðburðir á forsendum íbúa er ekki inni í jöfnunni um hvað það er, sem gerir sveitarfélag að góðum stað. Þetta er hluti af stærri þróun Sveitarstjórnir tala oft um lokanir á grunnþjónustu eins og um sé að ræða „erfiðar ákvarðanir“ sem „enginn vilji taka“. En staðreyndin er sú að þetta er pólitísk ákvörðun, og hún byggir á hagsmunum þeirra sem stjórna bæjarfélögum í krafti peninga. Krafan er sú að allt sem viðkemur daglegu lífi fólks skuli fara fram á sviði eigenda fyrirtækjanna. Orðræða er sett í gang um að ef fólk greiði ekki fyrir notkun á einhverju sé það byrði fyrir samfélagið. Byrði fyrir samfélagið að fólk sé að hittast án þess að peningar þeirra séu að renna í vasa peningaaflanna. Þetta er líka hluti af innreið einstaklingshyggjunnar þar sem áhersla og skilningur á samfélagslegum innviðum fer dvínandi. Afleiðingarnar eru aukin vanlíðan, sérstaklega meðal ungs fólks á Vesturlöndum. Þetta er sú hugmyndafræði sem lætur okkur gleyma því að samfélög eru ekki fyrirtæki. Ísland er ríkt land en samt hefur grunnþjónustu farið hrakandi á landsbyggðinni. Þar sem áður voru reknar fæðingardeildir og skurðstofur bjóða í dag upp á hvorugt. Það þýðir lítið að klóra sér í hausnum yfir því að ungt fólk flytji til Reykjavíkur þegar grunnþjónustu sem hægt var að halda uppi árið 1980 er ekki til staðar árið 2025. Félagsheimilin eru okkar Við verðum að snúa þessari þróun við. Félagsheimili eru ekki bara minjar um liðna tíð heldur grundvöllur þess að samfélög geti verið meira en bara samansafn fólks með póstnúmer. Það er hægt að endurvekja þau, nýta þau fyrir lýðræðisþróun, félagsstarf, listræna sköpun og samveru. En fyrst þurfum við að viðurkenna að þau skipti máli. Hlúum að hjörtum bæjarfélaga á landinu. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Breiðfjörð Magnússon Sósíalistaflokkurinn Húsnæðismál Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Víða um land hefur verið ráðist að grunnkerfum sveitarfélaga undir möntrunni: „Við höfum ekki efni á þessu lengur.“ Hvort sem það eru heilsugæslur, skurðstofur, fæðingardeildir, skólastarf, sundlaugar eða nú síðast félagsheimilin, þá er stefnan alltaf sú sama. Þau hús sem gera samfélagið lifandi og gerir fólki kleift að lifa þar með reisn skulu fjúka í nafni „sparnaðar“ og „hagkvæmni.” Á síðustu mánuðum hafa þannig birst fréttir af fyrirhuguðum sölum á þessum eigum bæjarbúa. Allt í nafni þess að “hagræða í rekstri”. Þetta er planið á stöðum eins og Raufarhöfn, Skagafirði og Flateyri. Félagsheimilin eru víst ekki lengur hluti af “kjarnastarfsemi” sveitarfélaga. Með þeim rökum er í raun litla þjónustu hægt að veita. Gildir þá einu hvað íbúum finnst en þeir hafa mótmælt þessum áætlunum með undirskriftarsöfnunum bæði í Skagafirði og á Raufarhöfn. Ekki bara hús heldur hjartað Félagsheimilin hafa verið vettvangur þar sem fólk hittist, ræðir málin, heldur dansleiki, minningarathafnir, fundi, tónleika og árshátíðir. Þar sem krakkar læra að stíga sín fyrstu spor á sviði. Þar sem líf, hlátur og pólitík blandast saman. Þetta eru húsin þar sem samfélögin viðhalda sér og þróast áfram. Bæjarbúar eiga húsið saman og geta notað á þann hátt sem þeir kjósa. Að selja þessi hús er óafturkræf og skaðleg aðgerð. Hún sendir þau skilaboð til íbúa að samkomur þeirra skipti ekki máli. Mannleg samskipti og viðburðir á forsendum íbúa er ekki inni í jöfnunni um hvað það er, sem gerir sveitarfélag að góðum stað. Þetta er hluti af stærri þróun Sveitarstjórnir tala oft um lokanir á grunnþjónustu eins og um sé að ræða „erfiðar ákvarðanir“ sem „enginn vilji taka“. En staðreyndin er sú að þetta er pólitísk ákvörðun, og hún byggir á hagsmunum þeirra sem stjórna bæjarfélögum í krafti peninga. Krafan er sú að allt sem viðkemur daglegu lífi fólks skuli fara fram á sviði eigenda fyrirtækjanna. Orðræða er sett í gang um að ef fólk greiði ekki fyrir notkun á einhverju sé það byrði fyrir samfélagið. Byrði fyrir samfélagið að fólk sé að hittast án þess að peningar þeirra séu að renna í vasa peningaaflanna. Þetta er líka hluti af innreið einstaklingshyggjunnar þar sem áhersla og skilningur á samfélagslegum innviðum fer dvínandi. Afleiðingarnar eru aukin vanlíðan, sérstaklega meðal ungs fólks á Vesturlöndum. Þetta er sú hugmyndafræði sem lætur okkur gleyma því að samfélög eru ekki fyrirtæki. Ísland er ríkt land en samt hefur grunnþjónustu farið hrakandi á landsbyggðinni. Þar sem áður voru reknar fæðingardeildir og skurðstofur bjóða í dag upp á hvorugt. Það þýðir lítið að klóra sér í hausnum yfir því að ungt fólk flytji til Reykjavíkur þegar grunnþjónustu sem hægt var að halda uppi árið 1980 er ekki til staðar árið 2025. Félagsheimilin eru okkar Við verðum að snúa þessari þróun við. Félagsheimili eru ekki bara minjar um liðna tíð heldur grundvöllur þess að samfélög geti verið meira en bara samansafn fólks með póstnúmer. Það er hægt að endurvekja þau, nýta þau fyrir lýðræðisþróun, félagsstarf, listræna sköpun og samveru. En fyrst þurfum við að viðurkenna að þau skipti máli. Hlúum að hjörtum bæjarfélaga á landinu. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun