Innlent

Skutu upp flug­eldum í minningu Bryn­dísi Klöru

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Flugeldasýningin var vegleg og tilkomumikil.
Flugeldasýningin var vegleg og tilkomumikil. Vísir/Viktor Freyr

Formlegri dagskrá Menningarnætur í ár er lokið, en henni lauk með veglegri flugeldasýningu til heiðurs minningu Bryndísar Klöru.

Að loknum tónleikunum Tónaflóðs á Arnarhóli var haldin mínútuþögn til heiðurs Bryndísi Klöru sem lést eftir hnífstunguárás á Menningarnótt í fyrra.

Emmsjé Gauti steig síðastur á stokk og sló botninn í tónleikana með laginu Reykjavík er okkar.

Gestir menningarnætur að lokinni flugeldasýningu.Vísir/Viktor Freyr
Elín Hall spilaði fyrir smekkfullan Arnarhól.Vísir/Viktor Freyr
Gestir Tónaflóðs á Arnarhóli.Vísir/Viktor Freyr



Fleiri fréttir

Sjá meira


×