Sante fer í hart við Heinemann Jón Þór Stefánsson skrifar 19. ágúst 2025 18:05 Elías Blöndal Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sante, og Arnar Sigurðsson, eigandi Sante. Vísir/Vilhelm Sante ehf. sem heldur úti netverslun með áfengi hefur lagt fram lögreglukæru á hendur Heinemann Travel Retail Ice ehf. vegna smásölu félagsins í tollfrjálsri verslun á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá eigendum Sante, Elíasi Blöndal Guðjónssyni og Arnari Sigurðssyni. Í tilkynningunni segir að áfengissala Fríhafnarinnar hafi verið ríkiseinkasala. „Þrátt fyrir þetta hefur Heinemann, einkarekið fyrirtæki, nú gert samning við opinbera hlutafélagið Isavia um rekstur hefðbundinnar smásölu á áfengi á Keflavíkurflugvelli. Slíkur rekstur hefur enga lagastoð. Tollalög fjalla um rekstur tollfrjálsra verslana og hvaða vörur megi selja þar en fela ekki í sér undanþágu frá einkarétti hins opinbera til smásölu á áfengi. Löggjafinn hefur aldrei tekið til umræðu, hvað þá samþykkt, að heimila einkaaðilum að reka smásöluverslanir með áfengi,“ segir í tilkynningunni. Elías og Arnar vilja meina að lögum hafi verið beitt með mismunandi hætti gagnvart þeim sem eiga í hlut. „Aðrir sem reynt hafa að starfrækja löglega netverslun með áfengi hafa þurft að sitja undir rannsókn lögreglu og eiga nú yfir höfði sér ákæru. Á sama tíma hefur Heinemann fengið að reka sína starfsemi án afskipta þrátt fyrir að um sé að ræða augljóst lögbrot, í skjóli samnings við opinbert hlutafélag,“ segja þeir. „Þetta jafngildir því að stjórnvöld hafi í framkvæmd afnumið einokun hins opinbera á smásölu á áfengi, en aðeins fyrir einn einkaaðila – Heinemann. Með þessu er komið á tvöföldu réttarkerfi þar sem einn aðili fær undanþágu sem öðrum er meinuð.“ Elías og Arnar segja að umrædd áfengissala Heinemann væri eins og ef einkaaðili í Reykjavík fengi að opna vínbúð og selja áfengi „í krafti leyfis sem stangast á við lög“ meðan öðrum væri umsvifalaust gert að loka. „Enginn myndi sætta sig við slíkt misræmi, hvorki almenningur né aðrir atvinnurekendur. Sömu lög gilda á Keflavíkurflugvelli og í Reykjavík.“ Netverslun með áfengi Áfengi Isavia Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá eigendum Sante, Elíasi Blöndal Guðjónssyni og Arnari Sigurðssyni. Í tilkynningunni segir að áfengissala Fríhafnarinnar hafi verið ríkiseinkasala. „Þrátt fyrir þetta hefur Heinemann, einkarekið fyrirtæki, nú gert samning við opinbera hlutafélagið Isavia um rekstur hefðbundinnar smásölu á áfengi á Keflavíkurflugvelli. Slíkur rekstur hefur enga lagastoð. Tollalög fjalla um rekstur tollfrjálsra verslana og hvaða vörur megi selja þar en fela ekki í sér undanþágu frá einkarétti hins opinbera til smásölu á áfengi. Löggjafinn hefur aldrei tekið til umræðu, hvað þá samþykkt, að heimila einkaaðilum að reka smásöluverslanir með áfengi,“ segir í tilkynningunni. Elías og Arnar vilja meina að lögum hafi verið beitt með mismunandi hætti gagnvart þeim sem eiga í hlut. „Aðrir sem reynt hafa að starfrækja löglega netverslun með áfengi hafa þurft að sitja undir rannsókn lögreglu og eiga nú yfir höfði sér ákæru. Á sama tíma hefur Heinemann fengið að reka sína starfsemi án afskipta þrátt fyrir að um sé að ræða augljóst lögbrot, í skjóli samnings við opinbert hlutafélag,“ segja þeir. „Þetta jafngildir því að stjórnvöld hafi í framkvæmd afnumið einokun hins opinbera á smásölu á áfengi, en aðeins fyrir einn einkaaðila – Heinemann. Með þessu er komið á tvöföldu réttarkerfi þar sem einn aðili fær undanþágu sem öðrum er meinuð.“ Elías og Arnar segja að umrædd áfengissala Heinemann væri eins og ef einkaaðili í Reykjavík fengi að opna vínbúð og selja áfengi „í krafti leyfis sem stangast á við lög“ meðan öðrum væri umsvifalaust gert að loka. „Enginn myndi sætta sig við slíkt misræmi, hvorki almenningur né aðrir atvinnurekendur. Sömu lög gilda á Keflavíkurflugvelli og í Reykjavík.“
Netverslun með áfengi Áfengi Isavia Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira