Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Kjartan Kjartansson skrifar 19. ágúst 2025 13:01 Ólafur Ragnar í ræðupúlti á Hringborði norðurslóða, árlegri ráðstefnu sem hann átti frumkvæði að. Hann hefur ekki lapið dauðann úr skel eftir að hann lét af embætti forseta á sínum tíma. Vísir/Vilhelm Rúmri milljón króna munar á tekjum Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta, og næsta manns á tekjulista forseta, þingmanna og ráðherra í Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins er tekjuhæstur þingmanna. Ólafur Ragnar var með rúmar 4,7 milljónir króna í mánaðartekjur í fyrra samkvæmt Tekjublaðinu. Á eftir honum kemur Guðni Th. Jóhannesson, eftirmaður hans í embætti, með tæpar 3,7 milljónir króna. Vigdís Finnbogadóttir, forveri Ólafs Ragnars, var með tæpar 3,2 milljónir króna í fyrra samkvæmt listanum. Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2024 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2023 sem var greiddur árið 2024. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við. Í fjórða sæti á listanum er Jens Garðar Helgason, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi aðstoðarforstjóri laxeldisfyrirtækisins Kaldvíkur, með rúmar 2,8 milljónir króna í mánaðartekjur. Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, er tekjuhæsti ráðherrann með tæpar 2,8 milljónir króna. https://www.visir.is/g/20242610178d/olafur-ragnar-skakar-vigdisi-og-gudna Fjórir ráðherrar í ríkisstjórn eru ekki á tekjulistanum. Núverandi ríkisstjórn tók ekki við fyrr en í desember í fyrra en listinn byggir á tekjum síðasta árs. Laun núverandi ráðherra: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra. 2,1 milljón króna. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra. 2,1 milljón króna. Inga Sæland, félagsmálaráðherra. 2,1 milljón króna. Logi Már Einarsson, menntamálaráðherra. 1,9 milljónir króna. Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra. 1,6 milljónir króna. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. 1,6 milljónir króna. Fyrrverandi ráðherrar eru ofar á listanum. Hæstur þeirra er Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra, í sjöunda sæti með rúmar 2,6 milljónir króna. Rétt á eftir honum er Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, með 2,6 milljónir. Á eftir Jens Garðari er Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, tekjuhæsti þingmaðurinn með 2,7 milljónir króna og í sjötta sæti listans. Hann var formaður borgarráðs þar til hann var kjörinn á þing. Bjarni Benediktsson var tekjuhæstur formanna stjórnmálaflokkanna í fyrra. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, kom á eftir honum með 2,4 milljónir króna rúmar. Guðrún Hafsteinsdóttir, sem tók við af Bjarna sem formaður Sjálfstæðisflokksins í ár, var með tæpar 2,3 milljónir króna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins var með rúmar 2,1 milljónir króna. Lestina reka svo formenn núverandi ríkisstjórnarflokka. Tekjur Ólafur Ragnar Grímsson Forseti Íslands Kjaramál Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Ólafur Ragnar var með rúmar 4,7 milljónir króna í mánaðartekjur í fyrra samkvæmt Tekjublaðinu. Á eftir honum kemur Guðni Th. Jóhannesson, eftirmaður hans í embætti, með tæpar 3,7 milljónir króna. Vigdís Finnbogadóttir, forveri Ólafs Ragnars, var með tæpar 3,2 milljónir króna í fyrra samkvæmt listanum. Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2024 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2023 sem var greiddur árið 2024. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við. Í fjórða sæti á listanum er Jens Garðar Helgason, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi aðstoðarforstjóri laxeldisfyrirtækisins Kaldvíkur, með rúmar 2,8 milljónir króna í mánaðartekjur. Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, er tekjuhæsti ráðherrann með tæpar 2,8 milljónir króna. https://www.visir.is/g/20242610178d/olafur-ragnar-skakar-vigdisi-og-gudna Fjórir ráðherrar í ríkisstjórn eru ekki á tekjulistanum. Núverandi ríkisstjórn tók ekki við fyrr en í desember í fyrra en listinn byggir á tekjum síðasta árs. Laun núverandi ráðherra: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra. 2,1 milljón króna. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra. 2,1 milljón króna. Inga Sæland, félagsmálaráðherra. 2,1 milljón króna. Logi Már Einarsson, menntamálaráðherra. 1,9 milljónir króna. Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra. 1,6 milljónir króna. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. 1,6 milljónir króna. Fyrrverandi ráðherrar eru ofar á listanum. Hæstur þeirra er Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra, í sjöunda sæti með rúmar 2,6 milljónir króna. Rétt á eftir honum er Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, með 2,6 milljónir. Á eftir Jens Garðari er Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, tekjuhæsti þingmaðurinn með 2,7 milljónir króna og í sjötta sæti listans. Hann var formaður borgarráðs þar til hann var kjörinn á þing. Bjarni Benediktsson var tekjuhæstur formanna stjórnmálaflokkanna í fyrra. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, kom á eftir honum með 2,4 milljónir króna rúmar. Guðrún Hafsteinsdóttir, sem tók við af Bjarna sem formaður Sjálfstæðisflokksins í ár, var með tæpar 2,3 milljónir króna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins var með rúmar 2,1 milljónir króna. Lestina reka svo formenn núverandi ríkisstjórnarflokka.
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2024 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2023 sem var greiddur árið 2024. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjur Ólafur Ragnar Grímsson Forseti Íslands Kjaramál Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira