Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 19. ágúst 2025 08:30 Um helgina voru stigin risavaxin skref í átt að betri og aðgengilegri almenningssamgöngum í Reykjavík. Með verulegri þjónustuaukingu á helstu leiðum Strætó verður sá farafmáti enn hentugri valkosti fyrir fleiri íbúa en nokkru sinni fyrr. Nú býr um helmingur íbúa höfuðborgarsvæðisins innan 400 metra frá stoppistöð með 10 mínútna tíðni á annatíma. Það er meira en tvöfalt fleir en áður var og þessi breyting þýðir að líf tugþúsunda fjölskyldna er aðeins einfaldar en áður. Borgarlínan færist nær Þjónustuaukningin er hluti af Samgöngusáttmálanum, það er þess hluta sem snýr að almenningssamgöngum. Því þó að langtímastefnumótun um bætt leiðakerfi 2031 sé svolítið fjarlægt þá er Reykjavík á fleygiferð að undirbúa, skipulaggja og framkvæma til að svo megi verða. Þessi breyting sýnir okkur svart á hvítu að við erum á réttri leið. Við erum að byggja upp nýtt samgöngukerfi sem stuðlar að meira jafnræði, þar sem fleiri geta treyst á almenningssamgöngur í daglegu lífi sínu. Það er ábyrgð samfélags að fólk komist leiðar sinnar og Stætó er líka einn þeirra staða þar sem íbúar borgarinnar koma saman og það í sjálfu sér skiptir máli líka. Það er lykiláhersla þessa meirihluta í borginni að bæta þjónustu þannig að það sé raunhæfur og skilvirkur kostur að velja Strætó eins og aðra samgöngumáta. Vaxandi borg Stórbættar almenningssamgöngur eru forsenda þess að höfuðborgarsvæðið geti haldið áfram að vaxa og dafna með heilbrigðum og sjálfbærum hætti. Það er einnig hagkvæmt fyrir heimilin að nýta almenningssamgöngur. Kostnaður við rekstur einkabíls er mikill, eldsneyti, viðhald, tryggingar og bílastæði. Með góðu strætókerfi gefst fjölskyldum tækifæri til að spara verulegar fjárhæðir á ári hverju. Um leið sparast tími, því nýjar forgangsakreinar, styttri ferðatímar og lengri þjónustutími munu gera Strætó að áreiðanlegum og fljótlegum ferðamáta. Heilnæmt umhverfi Við megum heldur ekki gleyma umhverfisþættinum. Bættar almenningssamgöngur eru lykill að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, minnka umferðarteppur og bæta loftgæði í borginni. Með því að fjölga þeim sem velja vistvænan ferðamáta getum við skapað grænni og heilbrigðari borg til framtíðar. Þessar breytingar nú eru aðeins upphafið. Með samstilltu átaki Reykjavíkur, annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, og ríkisins byggjum við upp framtíðarlausnir sem gera borgina okkar að betri stað til að búa, starfa og ferðast í – greiðari samgöngur fyrir okkur öll. Ég hvet íbúa til að kynna sér nýja leiðakerfið og prófa sjálf hvernig strætó getur auðveldað daglegt líf. Það er líka fjöldi göngu og hjólaleiða um alla borg sem gaman Framtíðin er skýr. Almenningssamgöngur verða burðarás í sjálfbærri og mannvænni borg. Nú tökum við stórt skref í þá átt. Höfundur er borgarstjórinn í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Samfylkingin Reykjavík Strætó Borgarlína Samgöngur Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Skoðun Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Um helgina voru stigin risavaxin skref í átt að betri og aðgengilegri almenningssamgöngum í Reykjavík. Með verulegri þjónustuaukingu á helstu leiðum Strætó verður sá farafmáti enn hentugri valkosti fyrir fleiri íbúa en nokkru sinni fyrr. Nú býr um helmingur íbúa höfuðborgarsvæðisins innan 400 metra frá stoppistöð með 10 mínútna tíðni á annatíma. Það er meira en tvöfalt fleir en áður var og þessi breyting þýðir að líf tugþúsunda fjölskyldna er aðeins einfaldar en áður. Borgarlínan færist nær Þjónustuaukningin er hluti af Samgöngusáttmálanum, það er þess hluta sem snýr að almenningssamgöngum. Því þó að langtímastefnumótun um bætt leiðakerfi 2031 sé svolítið fjarlægt þá er Reykjavík á fleygiferð að undirbúa, skipulaggja og framkvæma til að svo megi verða. Þessi breyting sýnir okkur svart á hvítu að við erum á réttri leið. Við erum að byggja upp nýtt samgöngukerfi sem stuðlar að meira jafnræði, þar sem fleiri geta treyst á almenningssamgöngur í daglegu lífi sínu. Það er ábyrgð samfélags að fólk komist leiðar sinnar og Stætó er líka einn þeirra staða þar sem íbúar borgarinnar koma saman og það í sjálfu sér skiptir máli líka. Það er lykiláhersla þessa meirihluta í borginni að bæta þjónustu þannig að það sé raunhæfur og skilvirkur kostur að velja Strætó eins og aðra samgöngumáta. Vaxandi borg Stórbættar almenningssamgöngur eru forsenda þess að höfuðborgarsvæðið geti haldið áfram að vaxa og dafna með heilbrigðum og sjálfbærum hætti. Það er einnig hagkvæmt fyrir heimilin að nýta almenningssamgöngur. Kostnaður við rekstur einkabíls er mikill, eldsneyti, viðhald, tryggingar og bílastæði. Með góðu strætókerfi gefst fjölskyldum tækifæri til að spara verulegar fjárhæðir á ári hverju. Um leið sparast tími, því nýjar forgangsakreinar, styttri ferðatímar og lengri þjónustutími munu gera Strætó að áreiðanlegum og fljótlegum ferðamáta. Heilnæmt umhverfi Við megum heldur ekki gleyma umhverfisþættinum. Bættar almenningssamgöngur eru lykill að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, minnka umferðarteppur og bæta loftgæði í borginni. Með því að fjölga þeim sem velja vistvænan ferðamáta getum við skapað grænni og heilbrigðari borg til framtíðar. Þessar breytingar nú eru aðeins upphafið. Með samstilltu átaki Reykjavíkur, annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, og ríkisins byggjum við upp framtíðarlausnir sem gera borgina okkar að betri stað til að búa, starfa og ferðast í – greiðari samgöngur fyrir okkur öll. Ég hvet íbúa til að kynna sér nýja leiðakerfið og prófa sjálf hvernig strætó getur auðveldað daglegt líf. Það er líka fjöldi göngu og hjólaleiða um alla borg sem gaman Framtíðin er skýr. Almenningssamgöngur verða burðarás í sjálfbærri og mannvænni borg. Nú tökum við stórt skref í þá átt. Höfundur er borgarstjórinn í Reykjavík.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar